Kvennablaðið - 12.12.1903, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 12.12.1903, Blaðsíða 1
 Kvccnablaðið kosi- ar i kr. 50 au. inn* anlands, erlendis a kr. (60 centsvestan- hafs). i/, verðsins borgist fyrirfram.en 2/3 fyrir 15. jiílí. tottmaHabtb* Uppiogn ikriflcg bundin víð ara- mót, ógitd ncma komin sé til út- gef. fyrir 1. okt. og kaupandi hafi borgað að fullu. 9. ár. Reykjavík, 12. desember 1903. JS 12. Hjúkrun sjúklinga á heimilunum. Eftir frk. K/œr, fyrir Kvbl. III. Sjiikliiiiniriiiii er þveginn. Sjúklingurinn er þveginn á hverjum niorgni um andlit, háls, hendur og handleggi. Vatnið, svampinn og handklæðið mega ekki aðrir brúka, og það verður að vera geymt á vissum stað í sjúkra- herberginu. Hárið er burstað og greitt, en efsjúkl- ingurinn er kvenmaður, þá er hárið skilið aftan í hnakkanum og fléttað í sína fléttuna í hverjum vanga. Þá má greiða það og flétta, án þess sjúkl- ingurinn þurfi að setjast upp. Einu sinni í viku verður að kemba það upp úr spritti, til þess að hreinsa úr því ryk og væringu. Tennurnar eru burstaðar með tannbursta og munnurinn skolaður úr volgu vatni. Jafnan skal þvo sjúklinginn vand- lega eftir að hann hægir sér eða kastar af sér þvagi með sjúkravatti (hreinsaðri baðmull), sem svo er fleygt á eftir. Sjúklingum, sem lengi haía orðið að liggja á bakinu, hættir oft til að fá legusár, því verður að þvo sitjandann á þeim vandlega með köldu vatni daglega til að styrkja hörundið. Eins verður að fara með hælana, sem oft eymast. Ef legusár koma þrátt fyrir alla varkárni og góða hirðingu að aftanverðu eða á hælum, þá verður að segja lækninum það, þegar í stað, og setja loft- kodda eða vafhárskodda með gati í miðjunni und- ir sjúklinginn, þannig, að sárið sé yfir gatinu á koddanum. Við hælana má á sama hátt brúka litla baðmullarhringi, sem eru bundnir fastir. Mjög hressandi er fyrir sjúklinginn að hrygg- urinn og handholið sé við og við þvegið úr spritti. Bezt er að gera það um leið og nærfötum er skift. Smámsaman þarf að þvo fætur sjúkl. Ef hann má ekki sitja uppi meðan hann fær fótabað, þá er vaxdúkur breiddur með handklæði yfir ofan á undirsængina, og fæturnir þvegnir með volgu sápu- vatni. Svo eru þeir þurkaðir vel með handklæði og vafðir vel inn i ullardúk á meðan neglurnar eru kliptar. Hentustu fötin eru ullarskyrta, serk- ur og nátttreyja. Það verður alt að vera vel hit- að líp'p, áður en farið er í það. Ef sjúkl. er veik- ur ( handlegg, þá er sá handteggurinn færður fyrst í ermina, (en þvert á móti þegar fært er úr erni- inni;, og heilbrigði handleggurinn á eftir, og svo er skyrtunni steypt yfir höfuðið og dregin slétt ofan yfir bakið. IV. Matnrhæflð. Sjúkl. verður að éta á ákveðnum tímum. Mat- urinn á að vera vel tilbúinn og fallega og hrein- lega framborinn. Ef sjúkl. er lystarlítill verða matarskamtarnir að vera litlir í einu. I'að tekur oft alla matarlyst í burtu, þegar komið er inn með kúffulla diska eða skálar. Það verður að hjálpa sjúkl. til að sitja þægilega, og er þá bezt að setja einhvern harðan hlut, skákodda, skemil o. fl. aft- an undir undirkoddann, sem skal reisast upp á rönd við bakið á sjúkl. Ef hann getur ekki set- ið undir skutlinum með matnum, þá verður að halda á honum fyrir hann og rétta matinn fratn. Oft má fá sjúkl. til að éta meira með þvf, að skemta honum eitthvað með gamanyrðum á með- an á máltíð stendur, velja honum ljúffenRU.stu bit- ana o. s. frv. Breyta til með matarhæfið, ef það er ekki gagnstætt fyrirmælum læknisins um ann- an mat. Heitur matur skal jafnan berast fram brennheitur á heitum diskum. Þó má taka und- an, þegar sjúkl. hefir haft blóðspýju eða blóðupp- gang, því þá á hann helzt að éta alt alveg kalt. Handa börnum og þeim, sem ekki geta tuggið, skal skera matinn í smábita, einkum kjöt, því það meltist seint, ef því er rent niður í stykkjum. Kf sjúkl. á að liggja á bakið, eða er ekki fær um að sitja uppi, þá má gefa honum fljótandi fæðu með glerpípu eðagummislöngu með glerpípu á endan- um. En auðvitað verður að hreinsa hana vand- lega. Líka getur hann drukkið úr lítilli könnu með vör á. Efhanner látinn drekka úr bolla eða glasi varalausu, þá má það ekki vera nema hálft, og sjúkl. verður þá að hafa pentudúk eða hreint handklæði um hálsinn, af því hæglega getur farið ofan á hann, og nærfataskifti eru svo fyrirhafnar- söm. Ef tungan er mjög hvít, þá má þvo hana Htið eitt með volgu saltvatni. Það skerpir stund- um líka dálítið matarlystina.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.