Kvennablaðið - 12.12.1903, Page 2

Kvennablaðið - 12.12.1903, Page 2
92 KVENNABLAÐIÐ. Skuldadagar nir. (Þýtt). (Framh.). ANN þaut að leynidyrunum. Varekki mögulegt að komast undan ? En svo gætti hann aðsér. Peningarnir! Pen- ingarnir— þá vantaði. Enginn eyrir í skotsilfur til ferðarinnar. — Hann leit á skamm- byssurnar — o f s e i n t! Nú heyrðist ókunn rödd — mjúk eins og silki ofan á, en mjög einbeitt niðri í. — »Banka- stjórinn verður að afsaka, að við komum svona seint og óþægilega, en . . . .« »Hér var 1 dag hátíðahald. Eg hefi ekki ennþá sofnað nokkurn dúr. Mætti ekki hinkra við 2—3 klukkustundir?« Honum datt alt í einu í hug, að eitthvað mætti gera á þeim fresti. »Því miður er það ekki hægt. Gérið svo vel að ljúka upp . . . Annars . . . .« handfang- ið var hrist, til merkis um tilganginn. Bankastjórinn lauk upp tafarlaust, og varþá jafn kurteis og viðmótsþýður heimsmaður og vant var. Nú var alvaran komin. Virkileiki kringum- stæðnanna snart hann, og um leið vaknaði bar- dagalystin og löngunin að fleyta sér sem lengst og koma ekki upp um sig fyrir sendisveini lag- anna. Andrés gamli kom fyrstur þjótandi inn hálf- klæddur. »Farðu að hátta! Eg loka sjálfur á eftir herrunum«. Vaninn að hlýða neyddi þjóninn til að láta tafarlaust undan. — »Eins og herrann skipar«, sagði hann. Tveir velbúnir menn, semekki bárueinkenn- isbúning komu inn á eftir. »Bankastjórinn verður að afsaka, að við kom- um svona seint og óþægilega. En það hefirým- islegt orðið uppvíst í bankanum — fjársvik held eg«, sagði annar lögreglumaðurinn, en hinn skim- aði í krók og kring í laumi. f bankanu m. — Þá var öll von úti! »Lögreglustjórinn hefir lagt okkur fyrir að mælast til, að herra bankastjórinn fylgist með okk- ur þegar í stað til bæjarins, til að mæta við rétt- arrannsókn, sem hann ætlarað halda í þessu máli. »Þetta er jafnleitt, sem það er ótrúlegt«, svaraði bankastjórinn og skalf alveg á beinunum. »Það 'nlýtur að vera af misgáningi. En ef eitt- hvað er í ólagi, þá geta herrarnir getið nærri, að I það er ekki m é r að kenna, heldur einhverjum af undirmönnum mfnum«. »Auðvitað«, svöruðu báðir lögreglumennirn- ir og hneigðu sig djúpt. »Eg skil vel, að nærvera mín muni veranauð- synleg undir þessum kringumstæðum, og eg fer auðvitað fúslega með, þegar eg hefi fengið mér yfirfrakka. Fataherbergið er hér innar af«. Hann gekk inn að fataherbergisdyrunum, sneri sér þá við og sá að lögreglumennirnir voru á hælunum á honum. »Máske herrarnir vildu gera svo vel ogbíða hér frammi — bara eitt augnablik?* * »Það er mjög leitt, að okkur hefir verið skip- að, að yfirgefa bankastjórann ekki eitt einasta augnablik, fyr en eftir réttarrannsóknina« »Það er svo!« Honum tókst að hafa vald yfir málrómnum, en reiðin sauð niðri í honum. »Okkur þykir leitt, að sýna tortryggni. Þetta er auðvitað misskilningur, en við verðum að hlýða fyrirskipununum«. Þessi brosandi uppgerðar kurteisi, sem dugði ekki til að breiða yfir gruninn og efann, gramdi hann, og skemti honum þó llka. Það var sjón- leikur, sem þeir léku, hverjir á móti öðrum, og hann skyldi sannlega standa þeim jafnfætis í kurt- eisi og sjónleikament, þótt þeir skilmdust með grímu fyrir andlitinu. »Má eg kveðja fólkið mitt?« »Auðvitað«. Hann studdi á rafmagnsknappinn, og kom þá Andrés hlaupandi inn. Það var auðsjáanlegt, að hann hafði staðið fyrir utan dyrnar. »Þú gekst ekki til hvílu, eins og eg sagði þér. Það er í fyrsta sinni, sem þú hefir verið óhlýðinn*, sagði húsbóndihans með viðkvæmni. »Bið þú konuna mína og dóttur mína að koma hingað ofan — svo fljótt sem þær geta. Ef til vill er það slðasta þjónustan, sem þú vinnurfyr- ir mig«. »Já, herra bankastjóri«. Andrési fanst hann vera svo undarlega magn- laus í fótunum, og hann var miklu bognari enn vant var, þegar hann komst upp, hálfkæfður af niðurbældum gráti, — tilraun um að sýnast ró- legur,— þegar hann skilaði erindinu. Bankastjórinn rétti úr sér. Nú kom það allra versta. Og einhver þrjózka — að hálfu leyti kjarkur og hálfu leyti viljaþrek — brauzt um í hon- um. Seinna — í einverunni fékk hann nógan tíma til að gefa tilfinningunum lausan tauminn. En nú, fremur en nokkru sinni endranær, þurfti hann á geðstjórn sinnioguppgerðar rósemi að halda. Hánn gekk inn að fataherberginu og tók

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.