Kvennablaðið - 30.01.1906, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 30.01.1906, Blaðsíða 5
KVENNA-BLaÐIÐ. 6 mynd og uppeldi barnanna, enda voru pau öll hvers manns hugljúfar á heimilinu. Þau hjón tóku að sjer eigi allfá börn sér óskyld, er þau fóstruðu upp og voru þelm eins og beztu foreldrar. Öll börn þeirra hjóna voru jafnan látin tala íslenzku á heimilinu við foreldra sína, sem aðra, enda skoðaði Tulinius sig ávalt sem íslending. Tulinius var tilkorrpimikill maður að sjá og góðlegur jafnt sem gáfulegur. Á yngri árum var hann grannur og holdskarpur, en frtnaði með aldri og fór það honunr vel. Hann var glaðlyndur og skemtinn. Örð- heldni hans var við- brugðið, og trygð og vinfesta voru honum eðlisdygðir. Þelta veit eg sann- ast og réttast urn þau hjón að segja, ýkju- laust i alla staði. Jón Ólafsson. Frú Guðrún Tul- inius var einhver lrirr allra-bezta styrktar- kona Kvbl. frá byrj- un þess. F*að sýndi drengskap hennarog fratnfarahug, þvi ekk- ert þekti hún nrtg persónulega. Hún hafði iengst um ut- sölu á 80 eintökum og sagði hún mér sjálf, er eg konr tll hennar 1898, að lrún gæli 6 eintökin, því sjer þætti meiragagn að gefa viðtakendum það en andvirðið. Og víst er, að hún mun hafa tekið meira en það úr stnum vasa, eða maður hennar af andvirði blaðanna. —- Sem lítið dæmi unr hugsunarserni hennar og hjálpfýsi við snauða, skal þess getið, að kunningjakona hennar sagði mjer, að oftsinnis, þegar veður hefðu verið hörð með snjóhriðunr og frosti, og hún hefði setið inni í sínum hlýju og þægilegu herbergjum, þá hefði hún alt í einu farið að tala unr, lrvort lrinn eða þessi af fátæklingunum í kring mundi nú eiga nokkuð i eldinn hjá sjer, og skömmu síðar hefði hún svo sent þeim kolapoka ásamt ýmsu íleira. Útg. Eftir Elsu Ek. »Nú, nú, hvenær á þá brúðkaupið, eða sant- batrdið ellegar félagið, eða hvað þið nú kallið það, að sbyrja?« spurði majór Bratt Ögdu bróð- urdóttur sína gremjulega, sem var skjólstæð- ingur hans. »Við Pétur ætlunr að flytja okkur inn á nýja heinrilið okkar að átta dögum liðnum«, svaraði Agda, »og mamtna ætlar þá að halda okkur of- urlitla morgunverð- arveizlu, ef föður- bróðir tninn álítur þetta verðskulda gift- ingarnafn«. »Nei, það geri ég' sannarlega ekki«, svaraði hann byrstur. »Við giftingu er hjóna- vígslan aðalatriðið, eftir nrínu áliti, en ekki veizlan«. »Yið hefðum fegin viljað biðja hann föð- urbróðir að koma þá«, svaraði Agda. Föðurbróðir henn- ar svaraði ekki, held- ur hélt áfram að tala við sjálfan sig: »Eitt ráð til þess að gefa þessum félagsskap nokkurs konar gift- ingargildi, væri að lýsa honutn frá stóln- um. Prestvígslan gæti svo kotnið seinna«. »En fyrst okkur dettur ekki í hug að giftast neinu venju- legu kristilegu hjóna- bandi, þá kemur okkur auðvitað ekki til hugar að láta lýsa neinu þess háttar«, sagði Agda. »í Kaupmannahöfn getið þið sjálfsagt fengið borgaralegt hjónaband«, sagði majórinn þrá- lyndislega. »En við viljum als ekki neítt hjónaband«, sagði Agda, sem nú var orðin áköf og ákveðin í rómnum, eins og vant var þegar hún deildi um þetta efni, þótt hún væri áður hæg og afsak- andi í rómnum. »Annað hvort okkar þyrfti heldur ekki annað en t. d. taka Múliammeðstrú, þá gætum við fengið að njóta þeirrar ánægju, að verða spyrðuð saman eftir sænskum lögum«. »Já, íþað er líka^alveg satt; það væri líka

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.