Kvennablaðið - 15.06.1907, Page 3

Kvennablaðið - 15.06.1907, Page 3
KVENNABLAÐIÐ. 43 „Já, þú hefðir auðvitað gert kraftaverk", sagði Betty hálfbeiskyrt En væri þér nú ekki nær að reita saman svo mikið fé, að þú gætir sjáifur bygt villu, heldur en að bulla um, hvernig aðrir menn ættu að byggja eða umbæta sín hús“. „Það getur vel skeð, að eg kaupi mér villu einhvern góðan veðurdag", sagði Janni rólega og starði upp í loftið, eins og hann væri að reikna saman kostnaðinn. „Að þú skulir ekki skammast þín fyrir að raupa svona. Þú, sem aldrei vinnur neitt“, sagði Betty með logandi augnaráði. „Vinn eg ekkert?" „Kallar þú það vinnu, að bera á saumavélina mína,“ sagði hún fyrirlitlega, „að dunda við eitt- hvað í garðinum okkar, eða höggva spýtur í eld- inn handa henni Karenu?" „Nei, ekki það eiginlega, heldur — „Heldur?" „Þá vinnu sem eg vann í Chicago". „Hvað var það svo sem?“ spurði hún áköf og kom nær honum. „Við Eiríkur settum á fót reiðhjólaverk- smiðju". „Og svaraði hún kostnaði?" „Já, ágætlega. Það sagði hann Eiríkur og hann hefir jafnan rétt að mæla?“ „Farðu þá þangað aftur. — O, Janni, farðu þá aftur þangað! — Betty hafði af ákafanum lagt hendina upp á öxlina á Janna, og hortði biðj- andi í augu hans. „Eg þoli ekki að horfa á þig ganga hérna og fólk hæðist að þér og fyrirlíti þig. Ó — farðu aftur þangað, og starfaðu eins og dugandi maður. Hvað er það, sem við kon- urnar elskurn hjá ykkur karlmönnunum annað en dugnaður ykkar og réttindi til að berjast á- fram og ná hvaða takmarki sem þið viljið ná. Og einmitt þetta elskum við svo heitt, af því við erum sjálfar svo hundnar. Eg þekki ekkert eins voðalega viðbjóðslegt og latar og værugjarn- ar manneskjur, Vinnan göfgar, vinnan elur mann upp! — Janni, farðu aftur vestur um haf — til Chicago. Ó! — Eg mun sakna þín ákaflega mik- ið“. — Þetta sagði hún hálfkjökrandi. — „Þú — þú hefur verið svo góður við mig — en — skil- ur þú ekki, hvað dýrlegt það hlýtur að vera, að finna, að menn séu sjálfstæðir, að menn hafi sjálfir barist áfram til að verða það, og sigr- að alla erfiðleika, svo að menn getur staðið frammi fyrir guði og mönnum með háreist höfuð, án þess að þurfa að þakka nokkrum það nema guði — og sjálfs síns dugnaði". „Jú, eg skil það vel“, sagði Janni hrifinn og horfði með leiftrandi augum á ungu stúlkuna, sem hafði talað með svo miklum ákafa fyrir hans sak- ir. „Eg skil það betur en þú veizt, eða þig grunar. Það er dýrlegt. — Þú getur skilið, hvern- ig það er, að vera hrakinn hingað og þangað, og álitinn sem hálfgert fífl, að vera fyrirlitinn og spottaður af öllum. Þegar menn finna hérna" — hann sló á ennið á sér — „að menn hafa bæði vilja og hæfileika, ef ekki vantaði þekkingu og efni. Að finna, hvernig hér inni er starfað og barist til að skýra fyrir sér það, sem enn er þoku hulið, og hvernig alt strandar af þekkingarskorti og hluttekningarleysi manna. Ó, það brann og barðist hérna inni, hugsjónirnar fæddust, og sein- ast komu hendur mínar þeim 1 verk — þessar óliðlegu, spottuðu hendur" — hann hristi þær út í loftið Betty svo hörfaði undan. — „En það batn- aði og fegraðist meira og meira, og loks neyddi eg þá sem spottuðu mig til að dáðst að vinnu minni. fiað var sigur! En þetta þakka eg guði fyrst og fremst og svo Eirfki", sagði hann auð- mjúkur. Þegar Betty hafði sagt alt þetta, sem henni hafði svo lengi legið rfkt í skapi, og eiginlega sagt meira en sæmilegt var fyrir unga stúlku, þá lá henni við að fara að gráta. En táraflóð henn- ar stöðvaðist af mælskuflóði Janna, sem alt af varð ákafara og ákafara. Hún stóð undrandi og starði á hann með leiftrandi augum og blóðrauð- um kinnum. Var þetta þá hann Janni aumingi? — Ógæfufuglinn! Hversu stórmannlegur var hann ekki núna, þar sem hann stóð með háreist höfuð og hið stórskorna andlit eins og umrnynd- að af innilegum kærleika, sem lýsti upp alla and- litsdrættina. „Fyrirgefðu mér“, sagði hann með viðkvæmni, um leið og hann tók hinar skjálfandi hendur henn- ar, „fyrirgefðu mér að eg blekti ykkur. — „Ef þú ferð aftur heim í gamla landið, eins og auð- maður, þá vilja allir hanga við þig, smjaðra fyrir þér og flatmaga fyrir þér“, sagði Eiríkur, og hann mælir jafnan rétt. „Nei, farðu heim og láttu sem þú sért fátækur og heimskur, þá lærirðu að þekkja fólkið og hverju það gengst fyrir". — Ó, Betty, hversu varst þú vingjarnleg við mig, ferðamann- inn og flækinginn, „Janna aumingja". — Má eg voga — má eg trúa, að óvinsemi þfn síðustu dag- ana hafi verið sprottin af — sönnum kærleika". Hún reyndi roðnand-i að draga hendur sfnar frá honum. „Hvernig — hvernig gatztþú?" stam- aði hún. „Amæltu mér seinna, en hlustaðu nú á, hvað eg hefi að færa mér til varnar, Eg strauk frú

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.