Kvennablaðið - 24.08.1907, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 24.08.1907, Blaðsíða 3
KVENN ABLAÐIÐ. 59 Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson. Með sorg mun islenzlca þjóðin heyra lát Benedikts Gröndals, þvi það mun óhætt að segja, að hann hafi verið hennar kærasta skáld. Enginn hinna skáldanna hafði þau tök á, að fá hana til, að hlægja jafn hjartanlega. Og enginn þeirra var jafn einkennilegur og hann. Pað þurfti aldrei að feðra ritgjörðir eða ljóð hans, þau gerðu það sjálf. Og flestum fannst til um hugmyndaflugið og málskrúðið á kvæðum lians. En — það, sem aðallega gerði hann ástsælan hjá þjóðinni var það, hvað hann var islenzkur í hverja taug og unni öllu islenzku. — t*ær tilfinningar hans fundu beinan veg, að hjarta hinnar íslenzku þjóðar, og gerðu hann, að óskabarni hennar, þótt ekki bæri hann háan hlut frá veitingaborðinu. Með þakklæti mun islenzka þjóðin jafnan minnast hans, sem góðs og drenglvnds sonar ættjarðarinnar. »Deyr fé, deyja frændr, dej'r sjálfr it sama. En orðstirr, deyr aldrigi hveims sér góðan getr«. Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal. Kveðja frá Stúdentafélaginu í Reykjavik. Hjer hefur særður svanur kropið að sæluskauti móðurlands, því nú var höfuð niður dropið og nú var lokuð tjörnin hans, en lengi þtddi’ hann þrönga vök og þreytti’ hin fornu vængjatök. Og sumrin öll við sönginn mæran við sátum glaðir úti þar, og höfum allir hugumkæran hvern himin, sem þá vængi bar; svo vítt fór Gröndais vegsemd þá sem vorir gleðihlátrar ná. Og þegar allir svanir sungu á sumarkvöldin, þjóðin fann, hver ljómi vafði vora tungu og vilta fjallasvaninn þann. Hún fann hvað yrði’ á heiðum hljótt, er hann bauð sfðast góða nótt, Og það skal okkar móðir muna, þó margra söngur reynist tál, að hans var ólmur, oft úr funa, en aldrei nema hjartans mál, og það sem refum eign er í var ekki til 1 brjósti því. Við krjúpum ekki’ að leiði lágu, því listin á sjer paradís; nú streyma Gröndals hljómar háu af hafi því sem aldrei frýs. Hvern snilling þangað baninn ber, sem Bjarni’ og Jónas kominn er. P. E. Sagan af Giísta Berling, Dansleikurinn á Eikabæ. Ó, kvenfólkið frá fyrri tímum! Að tala um það, er eins og tala um himna- ríkið: Þið voruð einskær fegurð, einskært ljós. Bið voruð sí-ungar og mildar eins og móður- auga, þegar liún lítur á barnið sitt. Mjúk- ar eins og ikorna-ungar hénguð þið um mann- anna hálsa. Aldrei titraði rödd yðar í reiði; aldrei lirukkuðust enni yðar, og yðar mjúka hönd varð aldrei stíf og hörð. Pér Ijúfu dýr- lingar stóðuð sem skreyttar myndastyttur í musteri heimilanna. Yður var fórnað reykelsi og bænum. Gegnum yður gerði kærleikinn kraftaverk sín, og kringum höfuð yðar lék gullinn dýrðarljómi skátdskaparins! Ó, fyrri tíða konur! Petta er frásagan um livernig enn þá ein yðar gaf Gústa Berling ást sína. Fjórtán dögum eftir dansleikinn á Borg, var hátíð á Eikabæ. En hvílík hátíð var það líka! Gamlir menn og konur urðu sem ungir í annað sinn, hlógu og fögnuðu, ef þeir að eins mintust á hana. En þá vóru Riddararnir einir húsbænd- ur á Eikabæ. Majórsfrúin gekk um landið með beiningapoka og stafprik, majórinn bjó á Vatni. Hann gat ekki einu sinni verið við gestaboðið, því bólan hafði nýlega komið upp á Vatni, og hann var hræddur um, að bera sýkina með sér. Hvilík nautn lá ekki i þessum tjúfu tólf klukkustundum, frá því fyrsti korktappinn small upp úr vínflöskunni við miðdagsverðarborðið, og til síðasta bogadrátlarins á flðluna, löngu eflir

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.