Kvennablaðið - 20.01.1910, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 20.01.1910, Blaðsíða 1
Kvennablaðiðkost- ar 1 kr. 50 au, inn- anlands, erlendis 3 kr. [öOcent vestan- hafB) */i vfrðBÍns borgist fyrfram, en '/i fyrir 16. júli. tomitftMftbtb* UppBÖgn skrifleg bundin við ára- mót, ógild nema komin sé til út- get. fyrir 1. okt. og kaupandi hafl borgað að fullu. 16. ár. Reykjavík, 20. jan. 1910. M I. Reykjavíkur stærsta úrval af saumavélum [| finnst hjá Th. Thorsteinsson In gólfs Jx voli. Allar með 2ja ára ábyrgð. Verð; 26, 33, 36, 39, 43, 45, 60, 65 til kr. 95 pr. Stk. Prjónavélar beint frá verksmiðjunni í mjög stóru úrvali. Verzlunin flytur ætíð mjög vandaða vefnaðarvöru. Við höfum ávalt birgðir af okkar alþekta flðri. Verð: 65, 75, 1,00 pr. pd. Sendist um alt land. Til íslenzkra kvenna. Nu eru liðin 15 ár síðan Kvenna- b 1 a ð i ð hóf fyrstu göngu sina. Fáir höfðu ímyndað sér, að það mundi á fyrsta ári eiga slíkum vinsældum að fagna sem raun varð á. Konurnar tóku því tveim hönd- um um alt land. Kaupendafjöldinn varð á fyrsta ári 2500 og 1. tölublaðið varð að prenta upp aftur. Á flestum heimilum voru fleiri en 1 kaupandi, víða 2—3, að sinu eintakinu hver. Á einu bóndaheimili voru keypt sex eintök af sex stúlkum. Pað mátti heita, að fyrsta lífsmarkið hjá is- lenzkum konum væri þá að vakna. Árið áður hafði Hið íslenzka kvenfélag verið stofnað, og var það hið fyrsta kvenfélag hér á landi, að undanskildu Thorvaldsens- félaginu, sem lét nokkuð á sér bera. Til- gangur þess var, eins og menn vita, í fyrstu aðallega pólitískur. En auðvitað átti það einnig að taka til meðferðar alt það, sem gæti bætt hagi og réttindi kvenna. í því skyni átti það að láta halda tvo fyrirlestra árlega, »og væri annar jafnan um hagi og réttindi kvenna, en hinn um einhver önnur almenn mál«. Það má vel vera, að stofnun þess hafi að einhverju leyti óbeinlínis rutt Kvenna- blaðinu til sætis, þótt lítið væri það þá útbreitt utan Reykjavíkur. En fyrstu sjálf- stæðishugsjónir kvenna hér lágu þá í loft- inu, þótt óljósar væru konur fundu ósjálf- rátt til þess, að þær þurftu á sérstöku mál- gagni að halda. Kvennablaðið tók að sér alt það, sem snerti heimilin, barnauppeldið og fræðslu kvenna. Sjálfstæðishliðina á kvennamálunurn tók það ekki þá fyrst um sinn að neinum mun, þótt það væri því máli jafnan hliðholt. Það vildi undirbúa konur, glæða þekkingu þeirra, menta þær og gera þær skylduræknar, — svo mundi sjálfstæðistilfinningin koma af sjálfu sér. En einmitt þetta atriði, jafnréttisraál

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.