Kvennablaðið - 20.01.1910, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 20.01.1910, Blaðsíða 6
6 KVENNABLAÐIÐ þannig þeytir hann nú hverri rjúpunni á t'ætur annari yfir í vegginn. Sósan og flotið íljóta alt um kring og fugl- arnir liggja í tætlnm uin alt gólfið. Nú iagna »Herrarnir« við litla horðið. En þá heyrist hin reiða raust majórs- i'rúarinnar: xKastið honum útl« segir liún við þjóninn. En þeir voga ekki að honum. Hann er þó Kristján Berg, sterki kai'teinn- inn. »Rekiö hann út!« Hann heyrir hrópið og snýr sér nú að majórs-frúnni, ægilegur í reiði sinni eins og björninn, snýr hann sér frá föllnum fjandmanni að nýjum óvini. Hann gengnr fram að skeifu borðinu og nemur staðar beint á móti henn; með borðið á milli þeirra. »Rekið hann út!« segir majórs-frúin enn þá einu sinni. En hann er æfa-reiður. Allir óttast lirukkaða ennið hans og grófu, stóru hnefana hans. Hann er risavaxinn og tröllefldur. Bæði gestir og þjónarnir hika við að gripa hann. Hver ætli þori að snerta hann núna, þegar reiðin hefir svift hann vitinu? Hann stendur gagnvart majórs-frúnni hót- andi: »Eg tók krákurnar og slengdi þeim í vegg- inn. Gerði eg ekki rétt? Hvað segir þú?« »Út með þig, kafteinn!« »Ha, kerling! Að bjóða Kristjáni Berg krákur! Ef eg færi með þig eftir verðleikum, þá tæki eg þig með öllum þinum sjö helvítis . . . « »Hver íjandinn gengur að þér, Kristján Berg? Hættu að blóta! Hér má enginn blóta nema eg«. »Heldurðu, að eg sé hræddur við þig, nornin þín? Heldurðu, að eg viti ekki, livernig þú fékst allar sjö verksmiðjurnar þínar?« sBegiðu, kafteinn!« sPegar Altringer dó, þá gaf hann manninum þínum þær, af því þú hafðir verið frillan hans«. »Ætlar haiin ekki að þegja?« »Pess vegna, að þú varst svo trú eiginkona, Margrét Samzelius. Og majórinn þáði þær allar og lét þig stjórna þeim, og lézt ekki verða neins var. Og Ijandinn hefir stjórnað því öllu saman, en nú skal verða sleginn botninn í það«. Majórsfrúin sezt niður náföl og skjálfandi. Svo segir hún undarlega lágt: »Já, nú er úti um mig, og það er þitt verk, Kristján Berg«. Við þessi orð majórsfrúarinnar bregður Kristjáni Berg. Augu hans fyllast af tárum og ótta. »Eg er drukkiun«, segir hann. »Eg veit ekki, hvað eg segi; eg hefi ekkert sagt. Hundur | og þræll hennar hefi eg verið í fjörutíu ár. Hún | er Margrét Gelsing, sem eg hefi þjónað alla mína j æfi. Eg segi ekkert ilt um hana. Hver ætli segi nokkuð ilt um hina fögru Margrétu Celsing? Eg i er hundurinn hennar, sem gætir dyranna hjá j henni, þrællinn, sem ber byrðar hennar. Hún má sparka mér og slá mig! Pið sjáið líka, að i eg þegi og þoli. Eg hefi elskað hana í 40 ár. Hvernig skyldi eg geta sagt nokkuð ilt um hana?« Bað er lika eftirtektarverð sjón að sjá, hvernig hann kastar sér á kné fyrir henni og biður liana fyrirgefningar. Og af því að hún situr við hinn borðsendann, þá skríður liann á i knjánum kring um alt borðið til hennar, beygir ! síg svo niður og kyssir kyrtilfaldinn hennar og 1 vætir gólfið með tárum sínum. En skamt frá majórsfrúnni situr lágvaxinn, þreklegur maður. Hann hefir úfið hár, lítil ská- höll augu og framstandandi höku. Hann er líkur birni. Hann er fámæltur maður, sem fer sinu fram og lofar heiminum í kring um sig að eiga sig. Bað er hann Samzelius majór. Þegar hann heyrir áburð Kristjáns, sprettur hann upp; þá stendur majórsfrúin einnig upp og allir hinir fimmtiu gestirnir. Konurnar gráta af hræðslu yfir þvi, sem nú muni koma, og ! karlmennirnir standa þar hljóðir. En við fætur » majórsfrúarinnar liggur Kristján Berg enn þá, kyssandi kyrtilfaldinn hennar og vætandi gólfið með tárum sínum. Breiðu, loðnu hendurnar majórsins hnýtast fast saman og hann lyftir handleggnum hægt upp. En konan hans tekur fyrst til máls. Rómur liennar er lágur og þungur, eins og það væri einliver annar, sem talaði: »Pú stalst mér«, segir hún. »Þú komst eins ; og ræningi og tókst mig. Það heima neyddi | mig með höggum og slögum, með hungri og ill- ' yrðum til þess að verða konan þín. Eg liefi j breytt við þig, eins og þú áttir skilið«. Majórsins breiði linefi er steyttur. Majórs- ; frúin hopar nokkur fet aftur á bak. Svo heldur ! húu áfram: »Liíandi áll hringar sig undir knifnum, og ; sú kona, sem neydd er til giftingar, tekur sér- unnusta fram hjá. Átt þú nú að slá mig fyrir það, sem bar við fyrir tuttugu árum? Pví slóstu ekki þá? Manstu ekki, hvernig hann bjó á Eika- j bæ, en við á Vatni? Manstu ekki, hverníg hann j hjálpaði okkur i bágindum okkar? Við ókum | í vögnunum hans; við drukkum vinið hans | Leyndum við þig nokkru? Voru hans þjónar ekki líka þínir þjónar? Voru ekki vasarnir þínir fullir af hans gulli? Páðir þú ekki allar sjö ; verksmiðjurnar hans? Pá þagðir þú 8g tókst j við þessu öllu. Pá hefðir þú átt að slá, Berndt Samzglius; þá hefðir þú átt að slá«. (Frh.)

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.