Kvennablaðið - 25.02.1910, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 25.02.1910, Blaðsíða 3
K V E N N A B L A ÐI Ð 11 með tillögur sínar til bæjarstjórnarinnar, sem vonandi tekur pær fúslega til greina. Við pessa læknisskoðun hefir pað komið i Ijós, að mikil nauðsyn er á slíku eltirliti. All- ur fjöldinn af bæjarmönnum hefir engan hús- lækni, og fátækasta fólkið leitar venjulega ekki læknis handa sér eða sinum fyr en i síðustu lög. Hefir heldur ekki efni á pvi. Á penna hátt fær pað ókeypis lækniseftirlit. — Mikla pýðingu hefir slíkt eftirlit einnig fyrir pjónustu barnanna, sem víða er mjög ábótavant. Pað verður aðhald fyrir heimilin til pess, að halda bæði börnunum sjálfum og fötum peirra sæmi- lega hreinum. Par sem alpýðuskólarnir eru komnir í veru- lega gott horf, er lögð áherzla á, að hafa góða skólalækna, sem skoði börnin mánaðarlega, og gefi svo skólanefndunum skýrslur um ástand barnanna. Par er talið nóg handa einum lækni að hafa skóla með 1000 börnum og ekkert ann- að að gera. Þeir eru pví launaðir sem fastir læknar við skólana, sem eru peirra aðal um- dæmi. Hér í Reykjavík væri full pörf á föstum j skólalækni, sem um leið gæti verið fátækra- j læknir bæjarins, og launaður væri at bæjar- sjóði eins og aðrir starfsmenn bæjaríns. Menn munu nú segja, að til pess vanti fé, og petta sé að ausa að ópörfu fé úr bæjarsjóði. En pað er síður en svo, ef vel er athugað. Að koma i veg fyrir heilsuleysi, og gera alt hvað unt er til pess að viðhalda heilsu manna og bæta liana pegar hún bilar, er miklu meiri hag- sýni, en að vanrækja pað, pangað til menn eru orðnir ómagar um lengri eða skemmri tíma. Þá eru pað bæjarfélögin og sveitarfélögin, sem fá að súpa seyðið. Út um landið ætlu allir barnaskólar að standa undir eftirliti héraðslæknanna, enda væri mönnum ekki vorkennandi, að borga pað eftir- lit, og sjá um að pað væri pá líka meira en nafnið tómt. Læknisskoðun ætti að fram fara í skólun- um minst tvisvar á skólaári. Og í öllum skól- ura, hvort sem pað væru barnaskólar eða aðrir skólar, ættu kennararnir að purfa að senda tæknisvottorð um góða heilbrigði sína með umsókninni um kennsluna; pví pað er ekkert óalgengt, að kennarar í skólum ganga mcð ýmsa sjúkdóma í skólanum, og jafnvel sýkja sjálfir út frá sér. Skólarnir verða pvi að hafa fulla tryggingu fyrir pvi, að sá kennari, sem •sækir um kennslu, sé að minnsta kosti pá full- komlega heilbrigður, og laus við alla hættulega sjúkdóma. Matgjafir í barnaskóla Reykjavíkur. í fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir 1910 voru í haust pau nýmæli, að nýr útgjaldaliður með 700 kr. upphæð var settur inn »til mat- gjafa handa börnum í barnaskólanum«. Til- lagan um matgjafirnar var borin upp í bæjar- stjórninni af Rr. Rjarnhéðinsdóttur og tekin upp af skólanefndinni og marðist í gegn pegar áættunin var rædd. Skólanefndín hefir nú séð um framkvæmdirnar í pcssu máli. Rúmum 100 börnum er gefinn góður skamtur af hafragraut með sykri og nýmjólk kl. 12 á hverjum degi eins og pau vilja. Grauturinn er búinn til í barnaskólakjallaranum af konu dyravarðar skól- ans, og hefir frú Þ. Jónassen, sem er í skóla- nefndinni, umsjón með útbýtingu matarins. Ymsar konur eru par utan úr bænum, sem hjálpast til að skamta sinn daginn hver. Matgjafir pessar hafa orðið mjög vinsælar, sem búast mátti við i slíku harðæri sem nú er hér manna á milli. Og bæjarstjórnin hefir pá gleði, að vita að mörg svöng börn hlakka til pess á hverjum degi að fá nægju sína af góð- um, heitum og hollum mat, sem mörg peirra parfnast pví fremur, sem fæði margra fátækl- inga er oft mestmegnis brauð með smjörlíki (ef pað er pá til) og svarl kaffi. Maturinn, sem pannig er eldaður i sam- einingu, hefir orðið tiltölulega ódýr: tæpa 7 aura skamturinn. Vonandi verður framhald á slíkum matgjöfum lianda fátækustu börnunum; pvi öll ættu börnin i barnaskólanutn að hafa rétt til að séð væri um að pau gætu notið nántsins fyrir sulti. Baíjarstjórnarkosningin fór fram eins og til stóð 29. jan. síð- astl. Að eins ein kona komst að, frú Katrín Magnússon. A kvennalistann komu alls 275 atkv., en atkvæði greiddu 342 konur. — Hefðu þær allar kosið kvenna- listann, þá hefðu tvær konur komist inn. En hér fór sem oftar, að pólitíkin gerði rugl í reikningana, og konurnar settu flokksfylgið ofar á blaðið, en sín eigin mál. Þessi kosning er eitt af þeim vílum sem vér konur verðum að læra af: Hlutleysi í stjórnmálum, meðan vér erum að ná réttindunum. Annars komumst vér seint að takmarkinu.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.