Kvennablaðið - 25.02.1910, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 25.02.1910, Blaðsíða 6
14 KVENNABLAÐIÐ ykkur fyrir þaö, aö eg fæddi ykkur og klæddi? Haflð þiö ekki leikið ykkur viö fætur mína ó- hultir sem barnið við hlið móður sinnar? Hefir ekki dans og hljóðfærasláttur kveðið við í söl- um minum? Hefir ekki glaumur og gleði verið jTkkar daglega brauð. Herrar! látið ekki mann- inn þarna, sem öll min ógæfa stafar frá, reka mig brott frá heimili minu. Herrar! látið mig ekki verða að betla úti á þjóðvegunum!« Við þessi orð læddist Gústi Berling burtu til ungrar, fallegrar, dökkhærðrar stúlku, sem sat við stóra borðið. wÞú varst oft á Borg fyrir 5 árum síðan, Anna«, sagði hann. »Veizt þú, hvort það var majórsfrúin, sem sagði Ebbu Dohna, að eg væri afsettur prestur?« »Hjálpaðu majórsfrúnni, Gústi«, er það eina, sem stúlkan getur komið upp. »1*11 mátt vita að fyrst vil eg vita, hvort hún liefir gert mig að morðingja«. »Ó, Gústi, um livaö ertu að hugsa? Hjálp- aðu henni, Gústi!« »Eg sé að þú vilt ekki svara mér. Pá hefir Sintram líklega sagt satt«. Og Gústi gengur aftur fram í hornið til Herranna. Hann Ij'ftir ekki upp sínum minsta fingri til að hjálpa henni. O, að majórsfrúin hefði ekki sett Herrana við sérstakt borð frammi í ofnskotinu! Nú hafa hugsanir næturinnar vaknað í heilum þeirra, nú loga andlit þeirra ekki minna af reiði en andlit majórsins«. Með miskunnarlausri grimd skella þeir skollaeyrunum við bænum hennar. Hlaut ekki alt að styrkja þá í trúnni um fyrirburði næturinnar? »Það er auðséð, að hún liefir ekki fengið samninginn endurnýjaðan«. »Farðu til helvítis, fordæðan þín!« hrópar einn þeirra. »Béttast hefði það verið, að það hefðum verið við, sem rækjum þig út úr dyrunum«. »Asnarnir jrkkar!« hrópar Eberharð gamli föðurbróðir til þeirra. »Skiljið þið ekki, að það var hann Sintram?« »Víst skiljum við það, vist vitum við það. En hvað gerir það til? Gæti það ekki verið satt, að minsta kosti? Er ekki Sintram sendi- sveinn fjandans? Er ekki alt klappað og klárt á milli þeirra?« »Farðu nú, Eberharð, og hjálpaðu henni«, segja þeir spottandi. »Pú trúir ekki áhelvitið, þú. Farðu«. Og Gústi Berling stendur grafkyr og stein- þegjandi. Nei, úr þessari hótandi, tautandi, uppæstu Herraálmu fær majórsfrúin enga hjálp. Pá hopar hún aftur fram að dyrunum og byrgir andlitið í höndum sér. »Mættir þú útskúfast, eins og mér er út- skúfað!« segir hún við sjálfa sig í hjartasorg sinni. »Mætti þjóðvegurinn verða heimili þitt, og hálmstakkurinn hvilurúm þitt!« Svo tekur hún annari hendinni í hurðar- snerilinn, en hinni lyftir hún hátt upp i loftið og segir: »Takið eftir því, þið, sem nú látið mig falla! Takið eftir því, að ykkar tími kemur bráðum. Nú skuluð þið eyðileggjast, og j'kkar sæti verða auð. Hvernig ætlið þið að standa, þegar eg stj'ð ykkur ekki? Pú Melchior Sinclaire, sem ert svo liandþungur, og lætur konuna þína finna það, gættu nú að þér! Þú prestur i Brú- bæjarsóknum, nú kemur refsidómurinn! Uggla kafteinsfrú, líttu nú vel eftir heimilinu þínu, því nú kemur fátæktin. Og þið ungu fögru konur, þið Elizabet Dohna, Marianne Sinclaire og Anna Stjárnhök, haldið ekki að eg sé eina konan, sem verður að flýja heimili sitt! Og þið Eikabæjar-herrar! gætið ykkar nú, því nú kemur stormurinn yfir landið. Nú skuluð þið sópast burtu af jörðunni. Nú er ykkar dagur liðinn, nú er hann sannarlega liðinn! Egkvarta ekki mín vegna, heldur jdikar vegna, því storm- urinn gej'sar j'fir höfðum yklcar, og hver j'kkar ætli standi, þegar eg er fallin. Og hjarta mínu blæðir vegna fátæka fólksins. Hver ætli veiti því vinnu, þegar eg er á brottu«. Nú opnar majórsfrúin dyrnar, en þá lj'ftir Ivristján kafteinn upp höfðinu og segir: »Hversu lengi á eg að liggja hér við fætur þína, Margrét Celsing? Viltu ekki fyrirgefa mér, svo eg megi standa upp og berjast fyrir þíg?« Pá berst majórsfrúin harðri baráttu við sjálfa sig. Ef hún fyrirgefur lionuui, þá stend- ur hann upp og berst við manninn hennar, og maðurinn, sem hefir elskað hana trúfast í 40 ár, mundi þá verða morðingi. »Á eg nú líka að fyrirgefa?« segir hún. »Ert þú ekki tilefni til allrar ógæfu minnar, Kristján Berg? Farðu til Herranna og vertu ánægður með afreksverk þitt«. Svo fór majórsfrúin! Hún gekk rólega út, og skildi ótta og skelfingu eftir. Hún féll, en enn þá kvað að henni í niðurlægingu hennar. Hún sökti sér ekki ofan í djúpa sorg, heldur mintist hún enn þá í ellinni æskuástarinnar með sigrihrósandi fögnuði. Ilún lítillækkaði sig ekki til þess að klaga og kvarta, og gráta aumkunarlega þegar hún fór, henni hrylti ekki við að ganga með beiningapokann og brodd- stafinn um landið. Hún aumkaðist einungis yfir fátæku bændurna og glaðværa áhyggju- lausa fólkið í kringum I.öfven, hún kendi í

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.