Kvennablaðið - 20.03.1910, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 20.03.1910, Blaðsíða 2
18 KVENNABLAÐIÐ Það komu tár í margt barnsaugað þegar þau fengu þessu vitneskju. Sum þeirra höfðu byrjað á bókum, sem nú fengust ekki lánaðar út af safninu. Hvern- ig áttu þau að ná í þær? Og allar frístundirnar sínar, sem þau langaði að vera á safninu. Hvar áttu þau nú að eyða þeim? Á götunum auðvitað. Jón sagnfræðingur Jónsson hefir sagt mér að meðan Landsbókasafnið var í Al- þingishúsinu hafi það verið einmitt börn- in, sem bezt hafi sótt það, eftir það að hann kyntist þar. Og ætíð hafi það verið svo, að þótt þau hafi byrjað á því á fyrstu árunum, að lesa sögurusl, þá hafi þau jafnan endað á góðum bókum. Þau hafa þannig með aldri og þekkingu þroskast svo, að þau hafa lært að nota sér bæk- urnar. Smekkur þeirra hefir batnað og skilningur þeirra aukist. Það er raunalegt að þetta fagra hús, sem þjóðin hefir ætlað sér til frambúðar, skuli þegar vera oflítið. Hefði nægilegt rúm verið fyrir hendi þá hefði mátt hafa sérstakan lestrarsal handa börnum, eins og tíðkast víða í Ameriku. Enda ætti í raun- inni ekkert opinbert bókasafn að vera til^ sem ekki hefði sérstaka deild handa börnum. Menn munu segja að til þess þurfi sérstakar bækur. Auðvitað þarf aðrar bækur handa börnum en fullorðnum. En fyrst má þess gæta að Landsbókasafnið á talsvert af bókum, sem einmitt er hentugt handa börnum, og í annan stað væri þjóð- inni ekki óskyldara að leggja eitthvað af mörkum til þess að veita börnunum að- gang að hentugum bókum, undir umsjón ogleiðbeininguvaldra umsjónarmanna, sem á þann hátt gætu haft áhrif á smekk þeirra og bókalestur, en að eiga að sjá fullorðna fólkinu fyrir því. Á þenna hátt mundi verða lagður betri grundvöllur undir bókalestur unglinganna. Þegar valdir um- sjónarmenn stæðu fyrir slikum lestrarstof- um, veldu bækurnar, leiðbeindu börnun- um og ef til vill héldu við og við útskýr- andi fyrirlestra fyrir þau. Það mundi bæta smekk þeirra og þroska þau miklu meira en þótt þó læsu óvaldar bækur eft- ir þvi, sem þau næðu í þær, og án allrar leiðbeiningar frá öðrum. í Ameríku hafa menn auga fyrir að byrja á byrjuninni. Þar eru barna- bókasöfn við mörg stærstu og beztu bóka- söfnin og jafnvel víðar, því síðan menn fóru að reyna áhrif þeirra þj'kja þau al- veg ómissandi. Venjulega eru lestrarsalir barnanna þeim megin í húsinu sem sólar- innar nýtur lengst við. Lestrarsalurinn er gerður svo skemtilegur, bjartur og hlýr að börnunum finnist hann vera heimili sitt. Yfirleitt alt gert til að draga þau þangað: myndir á veggjum, blóm í gluggum og á borðum og bókavörður, sem mikið er heimtað af, og að öllu leyti á að sjá um að börnin hafi bæði gagn og gleði af lestr- artímunum. Bókavörður þessi er jafnan kona. Hún verður að sýna umburðar- lyndi og þolinmæði og aldrei þreytast á að svara hinum j7msu spurningum barnanna. Barnabókasöfnin hafa tvenns konar verkefni: Fyrst og fremst að ala börnin upp til þess að læra að sækja vel bóka- söfn og nota sér þau þegar þau eldast, því barnabókasöfnin eiga að skapa skynsama og dómgreinda lesandi alþj7ðu. Hitt ætl- unarverk Amerískra barnabókasafna er að harnið skoði safnið sem sitt eigið sérstaka bókasafn. Því er börnunum gefið færi á því að vera alt af innan um bækurnar. í barnabókasöfnum eru þær látnar liggja í opnum skápum, og til eru barnabókasöfn með 10,000 bindum sem öllum er komið þannig fyrir að þær sjeu jafnan aðgengi- legar í kringum börnin. Hillurnar, borðin og stólarnir eru einnig miðuð við stærð barnanna. Alt er gert til þæginda, og þvi eru herbergin bæði falleg og húsbúnaður smekklegur. Það laðar börnin meira en flest annað til að koma, og þægindin og skemtunin af bókum við þeirx-a liæíi held- ur þeim þar kvrrum. Oft eru stólar og borð af þremur stærðum, því nú er hætt að setja nokkurt aldurstakmark fyrir lestraideyfi barnanna.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.