Kvennablaðið - 20.03.1910, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 20.03.1910, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIÐ 19 Þegar þau geta lesið, þá eru þau öll vel- komin, og jafnvel fyrri. Því oft fara mæð- ur með smábörn sín þangað til að sýna þeim myndabækurnar sem þau fá einnig lánaðar heim. Til þess að alt sé sem þægilegast fyrir börnin hafa þessar um- sjónarkonur eða kvenbókaverðir verið settir þar, til þess með vinsemd og hjálpsemi að ná trúnaði barnanna, og verða þeim liollir ráðgjafar á safninu. Þær eiga mikið hægra með að þekkja skapferli barn- anna en skólarnir, með öllum sínum regl- um og yfirboðara átrúnaði. í bókasöfnum þessum er börnunum sérstaklega lögð ein skylda á herðar: Að vera hrein um hönd- urnar. Og til handaþvottar hafa þau sér- stakt herbergi, með nógu vatni, sápum og handklæðum. Nokkrar athugasemdir. Þótt eg sé karlmaður, þá hefi eg þó oft hugsað um þann mikla mun, sem gerður er á körlum og konum í lífinu; misréltið gengur þar eins og rauður þráður frá æðstu stétt til hinnar lægstu; jafntkona aðalsmannsins, sem hins lítilfjörlegasta verkamanns hafa orðið að sætta sig við sömu kjör, að vera ávalt sett skör lægra en maður liennar eða bróðir. Þetta hefir til skamms tima þótt hið eina eðlilega og rétta. Ef einhver hefði komið með þann spádóm, aö bráðlega mundi kvenfólkið fá þau réttindi að ráða öllum almennum málum til jafns við karl- menn, þá hefði verið hlegið að firrum hans og heimsku. En nú eru konur, sem betur fer, búnar að ná þessu takmarki sumstaðar í heiminum og annarsstaðar alveg komnar að því; með öðrum orðum: þótt tíminn sé stuttur, sfðan konur hófu haráttuna fyrir frelsi sínu, hefir þeim orðið mikið ágengt, þrátt fyrir þó við raman hafi verið reip að draga, sem sé venju, heimsku og hégiljur, sem nálega eru jafn gamlar mannkyninu og er það eflaust mest að þakka óbilandi dugnaði og þrautseigju margra forkólfa kvenfrelsishreyfingarinnar. En, hvar stendur nú islenzka þjóðin í þessu efni? Standa íslenzkar konur framarlega á vígvellinum, þar sem barist er um réttindi þeirra? Þessari spurningu ætla ég ekki bein- línis að leitast við að svara; en svo mikið er víst að íslenskar konur hafa verið svo heppnar að eignast ötula talsmenn úr sín- um flokki og þær hafa nú þegar fengið góða fótfestu til að feta sig áfram í jafn- réttisáttina, þar sem þær hafa þó fengið kosningarrétt og kjörgengi í sveita og bæj- arstjórnir, svo vonandi er að ekki verði langt að bíða þess að vér eigum nokkrar konur sem sæti eiga í löggjafarþingi voru. Þegar nú svona er langt komið, er þess vert að skygnast eftir ástandinu inn á við, á meðal alþýðunnar, livort þar er að ræða um áhuga fyrir málum kvenna, og hvort jafnréttishugsjónir kvenna hafa þar fylgi bæði í orði og á borði. Margir segja að þeir telji það eðlileg- an og sjálfsagðan rétt, að konur hafi jafn- rétti við karlmenn, og mjög fáa hefi eg heyri andæfa þessu á einn eða annan hátt; en þrátt fyrir alt þetta jafnréttisglamur, á sér þó stað í sveitalífi voru, — sem mér er kunnugast, — mjög mikið misrétti, hvað snertir kaupg jöld og vinnutíma karla og kvenna; einkum gildir þetta þann tíma ársins sem útiverk standa yfir. Almennast er að kvenfólk vinni úti jafnlangan tima og karhnenn, þó kaupið sé oft og tíðum ósanngjarnlega mikið lægra; en þar með er ekkibúið; þegarinn í bæinn kemur og frístundir eru fyrir karl- mennina, þá verða stúlkurnar að fara að »þjóna«, þ. e. að þvo sokkaplögg og vetl- inga karlmannanna og bæta og »stoppa« föt þeirra og svo náttúrlega að hugsa um sín eigin föt, sem oft og tíðum verða að setja á hakanum, því tíminn er svo naum- ur og eitthvað af nóttunni verða þær þó að sofa. Þetta virðist nú vera nokkuð skrítið. Karlmenn eru taldir mikið duglegri og liafa

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.