Kvennablaðið - 20.03.1910, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 20.03.1910, Blaðsíða 4
20 K VENNABLAÐIÐ. þar af leiðandi mikið hærra kaup, en þó hafa þeir mikið styttri vinnutíma, en kvenfólk. En það er vaninn, sem hefir helgað þennan ósið, svó að fleslum eða öllum húsbændum finst ekki til um það þó að þeir leggi það á annað hjúa sinna, sem þeir hlífa hinu við, þrátt fyrir órétt- lætið, sem í því felst. í stað þess ef bændur vildu hlífa hjú- um sínum við þjónustubrögðum og öðr- um snúningum, þann tíma sem útiverk eru, þá ættu þeir ef þeir vildu sýna rétt- læti að láta þá hlífð einnig ná til stúlkn- anna, sem að útiverkum starfa og ráða til þjónustubragða fólk, sem þá væri ekki ætlað annað verk, eða að minsta kosti að sjá til þess að stúlkur þær, sem látnar eru starfa að þjónustubrögðum með útiverkum, ekki þurfi að eyða hvíldartímum sínum i þá vinnu; og þykir mér meira að segja sennilegt að þeir ynnu sjálfum sér hag með þvi. Hvanneyri, 9/3—1910. Friðrik Ásmundsson. Framtíð dætra vorra. í erlendum kvennablööum og tímaritum er pað algengt aö sjá greinar með pessari yfir- skrift. Jainvel smærri og stærri bæklingar og bækur hafa verið um þetta efni ritaðir. Eg hefi fyrir mér dálítið kver frá 1894 á dönsku, með þessari yfirskrift, og það eftir karlmann, sem er ritað dönskum konum til leiðbeiningar um hvaða atvinnugreinum, embættum og sýsl- unum konur hafi aðgang aö, og hvaða laun þær fái fyrir þau. Sömuleiðis um alla þá styrki, sem konur geti sótt um. og haft von um að fá. Ef menn væru ekki orðnir svo vanir rænu- leysi íslenzkra kvenna í öllu því, sem framtíð- inni viðvikur, þá mætti sannarlega furða sig á rænuleysi þeirra í þessu efni. — En íslenzkar konur eru orðnar svo vanar að fylgja orðum ritningarinnar með að bera ekki áhyggju fyrir morgundeginum, að þess mun varla að vænta að þetta efni sé þeint neitt við- kvæmara en önnur. Þær líta út fyrir að ætla dætrum sinum að vera eins og blómin á akr- inum, sem hvorki vinna né spinna, en eru þó ædd af forsjóninni. Einungis að þær verði þá svo hepnar að fyrirhitta náðuga forsjón og út- haldsgóða, svo líkingin hallist ekki á endanum. Vitaskuld ætti ekki framtið dætra vorra að liggja oss þyngra á hjarta en framtíð sonanna, ef hvorutveggju hefði sömu kjörum að fagna. En nú er því svo farið, að feðurnir hafa tekið að sér að undirbúa framtið sonanna. Peim hafa þeir ætlað að halda áfram verki sinu og fullkomna hugsjónir sínar. Pá vilja þeir skapa í sinni mynd og líkingu, að undantekinni þeirri fullkomnun, sem leiðir af framþróuninni, og þar af leiðandi ætlast feðurnir venjulega til að synir þeirra komist feti framar i öllum greinum en sjálfir þeir hafa nokkru sinni vænt sér að ná. En slíkar framfarahngsjónir hafa ekki al- ment fundið jarðveg hjáíslenzkum konum, eftir þvi sem frekast er unt að sjá. Pær virðast láta sér nokkurn veginn nægja að ætla dætrunum að ganga sömu brautina sem þær hafa gengið sjálfar og formæður þeirra frá ómuna tímum. Auðvitað á það að vera hjúskaparbrautin, og verður þá búskaparamstur og eldhúsverk eftir því framtíð dætra vorra. En nú vill svo illa til, að konur eru tals- vert fleiri hér á landi en karlmenn, svo ein- hverjar þeirra verða að mæta afgangi. Hvernig á framtíð þeirra að verða? Sumar konur eru auk þess svo skapi faruar, að þær langa ekki til að gifta sig, en vilja heldur taka eitthvert nám fyrir eða stunda einhverja atvinnu. Hvað er nú gert til að greiða lífsveg þeirra og búa þeim þolanlega framtíð? Pá eru aðrar, sem eru svo vandlátar með gjaforðið, að þær sitja heldur ógiftar en giftast einhverjum, sem þeim ekki líkar, til þess að fá stöðu. Hvað gerum vér mæðurnar til þess að lijálpa þeim til að geta bjargað sér á heiðarlegan hátt? Ætlum vér þeim að selja sig með sál og líkama, eins og svo margar konur hafa gert hingað til, til þess að geta fengið þolanleg ytri lifskjör? Margir karlar og konur hneykslast á að talað sé um kvenréllindi. Eins og konurnar þurfi meiri réttindi en þær hafa. Hvað vilja þær fá betra en góðan mann, sem beri þær á höndunum, og góð og efnileg börn, til að ala upp og lifa fyrir? En konur eiga ekki alveg víst að verða svo hepnar að fá þessa fyrirmyndar eiginmenn og mannvænlegu börn. Og þó svo færi? Mundi ekki karlmönnunum finnast það ófrjálst og hart, að þeir væru allir dæmdir til að hafa sömu lífsstöðu, hvernig sem hæiileikum þeirra og skaplyndi væri farið, eins er það hart fyrir konurnar, því þær eru alveg eins ólíkar hver annari og karlmennirnir, og þær eru ekki einu sinni allar hæfar til að giftast og ala börn upp,

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.