Kvennablaðið - 30.04.1910, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 30.04.1910, Blaðsíða 1
 Kvennablaðió'kíist- ar 1 kr. 50 au. inn- anlands, erlendis 2 kr. [60cent veatan- hafs) */a vtSbíiis borgist fyrfram, en J/3 fyrir 15. júli. toróttftftíabto. Uppsögu Bkrifleg bundin við ára- möt, ógild nema komin sé til út- get. fyrir 1. okt og kaupandi bafl borgað að fullu. 16. ár. Reykiavik. 30. apríl 1910. M 4. Reykjavíkur stærsta úrval af saumavélum finnst hjá Th. Thorsteinsson Ingólfstivoli. Allar með 2ja ára ábyrgð. Yerð: 26, 38, 36, 39, 43, 45, 60, 65 til kr..95 pr. Stk. Prjónavélar beint frá verksmiðjunni í mjög stóru úrvali. Verzlunin fiytur ætíð mjög vandaða veí'naðarvöru. Við höfum ávalt birgðir af okkar alþekta fiðri. Verð: 65, 75, 1,00 pr. pd. Sendist um alt land. Iönaðurinn og konurnar. Margir halda því fram, að óþarft sé fyrir konur að vera að keppa um ýmsar stöður og atvinnugreinar við karlmennina, og svo að segja taka þar bitann frá þeirra munni, Pær eigi að láta sér nægja heim- ilisslöríin, sem sé þeirra rétta verksvið. Þangað seilist karlmennirnir ekki. En þetta er ekki rétt. Konurnar taka bvergi bitana frá karlmönnunum hér á landi, af því uppeldi þeirra er þannig hátt- að að þær geta hvergi kept við þá, heldur taka karlmennirnir bitann frá konunum, og það einmitt einn af þeim teitustu. Þeir eru búnir að taka til sín allan karlmanna- fatasaum. Og þeir hafa kunnað að gera sér mat ár þeiin bitanum. Meðan konuinar höfðu ();i atvinnu var húu miklu ver borguð, imii kom af því hvorutveggja að þá var allur heimilisiðnaður í lágu verði. og að kon- urnar höfðu ekki næga kunnáttu í þeirri grein til þess að setja mðnnum stólinn fj'rir dyrnar. Þetta segja svo mótstöðumenn kvenna að sé augljós vottur þess hversu ófærar konurnar séu til að jafnast á við karla í nokkurri grein. Hvorki í andlegum né verklegum störfum, hvorki úti né inni standi þær körlum á sporði. En þetta er ekki rétt, nemaaðnokkru leyti. Hingað til hafa konurnnr ekki get- að kept við karla vegna þess að þeir hafa verið betur búnir undir lifið, þeir hafa frá blaulu barnsbeini verið aldir upp til að taka oll völd og atvinnu að sér. Peir hafa baft per.ingana, þeir hafa búið til lögin og þar svikalaust skarað eld að sinni köku. Þeir hafa hvervetna búið svo um að kon- urnar ættn alt að sækja í hendur þeirra. Og þannig hafa þeir með rétti þess sterk-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.