Kvennablaðið - 10.06.1910, Síða 1
Kvennablaðiðko8t-
ar 1 kr. 60 au. inn-
anlands, erlendis 2
kr. [60cent vestan-
hafs) */* v®rðains
borgist fyrfram, en
/» fyrir 16. júli.
Uppsögn 8krifleg
bundin við ára-
mót, ógild nema
komin sé til út-
get. fyrir 1. okt
og kaupandi hafl
borgað að fullu.
16. ár.
Reykjavík. 10. júní 1910.
M 5.
Asla Krisiín Árnadottir
heitir hún, unga islenzka stúlkan,
sem er orðin fyrsti iðnaðarmeistarinn
hér á landi. Karlmennirnir liafa þar
í fyrsta sinni orðið á eftir konunum.
En þeir mega líka við því, því í
öllum iðnaðargreinum og námsgrein-
um hafa þeir orðið fyrri til.
Hún er aðeins 26 ára, og búin
að vera við málaranámið í 7 ár. O-
kunn öllum fór hún fyrst til Dan-
merkur eftir, að hafa verið við mál-
aranám í 3 ár í Rejrkjavík. í Dan-
mörku dvaldi hún um slceið og tók
þar sveinspróf og kom hingað heim
eftir tveggja ára tíma. Vann fyrir
fari sínu á einu af Thore-skipunum
með því að mála eitthvað af því að
innan á leiðinni hingað heim. Um
haustið fór hún aftur utan og fór
síðan til Hamborgar til að fullkomna
sig í iðn sinni. Gekk hún þar á
málaraskóla og tók meistarapróf í
marsmánuði í vetur, eftir tvegg'ja ára
tíma.
Nú ætlar hún að setjast að i
Kaupmannahöfn í íélagi við aðra
stúlku, sem að vísu ekki hefir leyst
meistaraprófið af hendi, heldur tekið
aðeins sveinspróf.
Asta Árnadóttir er dóttir Árna Pálssonar frá Narfakoti, sem marga gamla Fjall-
konu lesendur mun reka minni til að oft ritaði í Fjallk. mjög skj'rar og vet ritaðar
ritgerðir. Á Ásta því að telja til skynsamra og dugandi foraldra, enda hefir móðir
hennar barist áfram með börn sín síðan föður þeirra misti við. Þau eru alls 9 á lífi.
Prófmyndir frk. Ástu og margt fleira hefirverið hér til sj7nis, og er að dómi þeirra;
sem bezt hafa hér vit á slíku, mjög vel gerðar og bera langt af samskonar málverkum hér.
Ymsar konur hjer í bænum tóku sig saman og héldu henni kvöldboð þ. 5. þ. m.
í Iðnó, ásamt móður hennar. Voru þar saman komnar inilli 50—60 konur. Veislan