Kvennablaðið - 20.07.1910, Side 1

Kvennablaðið - 20.07.1910, Side 1
Krennablaðiðkost- ar 1 kr. 60 au. inn- anlands, erlendis 2 kr. [60 cent vestan- hafs) */» v*»rðsins borgist fyrfram, en */» fyrir 16. júli. t'cuual'labib. Uppsogn skrífleg bundin við ára- mót, ógild nema komin sé til út- get. fyrir 1. okt og kaupandi hafl borgað að fullu. 16. ár. Reykjavík, 20. júli 1910. M 6. ^ambandsfundur Kvenréttindafélags Islands. Fyrsti reglulegi sambandsfundur Kvenrétt- indafélags íslands, eftir að sambandið var stofn- að, var haldinn i Reykjavík dagana 29.—30. júni síðastliðinn. Mættar voru á fundinum sem fulltrúar: frk. Hólmfriður Árnadóttir fyrir hönd Kvr.fél. ísafjarðar, frk. Guðríður Sigurð- ardóttir kvennaskólaforstöðukona, fyrir hönd Kvr.félags Blönduóss, fröken Ingibjörg Péturs- dóttir frá Sauðárkróki fyrir hönd Kvr.félags Sauðárkróks, og 3 fulltrúar frá Kvr.fél. Reykja- víkur, þær frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir, fröken Laufey Valdimarsdóttir og frk. Kristin Arason, sem eru framkvæmdarnefnd Sambandsins. Fundirnir voru haldnir í kvennaskólanum, sem skólanefndin góðfúslega lánaði til þessa. Fyrsta verkefni fundarkvenna var að kjósa sér formann, og að öðru leyti skifta verkum milli fulltrúa Reykjavíkurfélagsins, sem eftir sam- bandslögunum eiga að vera framkvæmdarstjórn sambandsins, og var frú Briet kosin formaður frk. Kristín Arason gjaldkeri og frk. Laufey Valdimarsdóttir ritari. Fyrsta mál á dagskrá var um það, hvern- ig haga skuli útbreiðslu kvenréttindafélags- skaparins, og hvað gera skyldi til þess að efla almennan áhuga meðal ísl. kvenna á framfara- málum kvenna. Umræður um það urðu langar og kom öllum fulltrúunum saman um, að eina ráðið væri að senda konur í fyrirlestraferðir hingað og þangað um landið, bæði í kaupstaði og þéttbýlli sveitir. En að svo stöddu sáu fundarkonur sér ekki fært að ráða neina fasta fyrirlestrarkonu til til þess starfa vegna féleysis. En samþykt var að leitast við að fá tvær fé- lagskonur, þær frk. Laufey Vilhjálmsdóttur og frk Hólmfríði Árnadóttur, sem báðar áttu leið norður í Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslur til að halda þar fræðandi fyrirlestra, og leitast við að fá kvenréttindafélag Akureyrar til að ganga í Sambandið. Þá var rætt um og ákveðið, að skora á öll kvenréttindafélög landsins, að gera tilraun til að útbreiða þenna félagsskap í grend við sig, og að halda almenna, fræðandi fyrirlestra og umræðufundi um þessi mál. Sömuleiðis var ákveðið, að kvenréttíndafélögin skyldu gangast fyrir öllum kosningaundirbúningi frá kvenna hálfu, í þeim bæjum og sveitum, þar sem þau eru, og sjá um, að hæfar konur fengjust til að taka við kosningu, í hvert sinn er kjósa skal í þær nefndir, sem konur hafa rétt til að sitja í. Pá kom fram tillaga um, að skorað væri á öll kvenfélög landsins að ganga í samband kvenréttindafélags íslands. En með því að sambandslögin gera það að skilyrði, að öli sambandsfélögin hafi engin önnur mál á dag- skrá en pólitískan kosningarétt og kjörgengi kvenna, ásamt öðrum slikum kvenréttindamálum, þá þótti það ekki tiltækilegt, að svo stöddu, með þvi líka að alþjóða kosningarréltarfélagið, sem kvr.fél. íslands nú er að ganga í samband við, hefir ströng skilyrði í lögum sinum um, að aðalstefnuskrá félaganna skuli vera pólitiskur kosningarréttur kvenna, með sömu skilyrðum í hverju landi og karlmenn þar hafa hann. En þar á móti varákveðið að rita sem flestum kvenfélögum og skora á þau, að taka kven- réttindamálin líka upp ástefnuskrá sína. Sömu- leiðis var ákveðið, að rita kvenréttindafélögum Akureyrar og Seyðisfjarðar og skora á þau að ganga í Sambandið. Pá var rætt um, á hvaða hátt konur gætu unnið að því, að þær fái sem fyrst pólitiskan kosningarrétt, sem væri grundvöllur allra ann- ara réttinda, og var tillaga samþykt um það, að sambandsstjórn kvenr.fél. íslands hlutist til um, að fá konur í sem flestum sýslum lands- ins til að bera fram tillögur um það á þing- málafundunum fyrir næsta alþingi, og fá þing- menn þeirra til að fylgja þvi fram, að ný stjórn- arskrárbreyting verði ger á næsta alþingi, og konum verði veittur stjórnarfarslegur kosn- ingarréttur og kjörgengi með sömu skilyrðum og karlmönnum, ásamt jöfnum aðgangi að öll- um æðri mentastofnunum landsins og embætt- um með sömu skilyrðum og karlmönnum. Pá var rætt um og samþykt, að sækja um ferðastyrk til næsta alþingis handa einni konu, sem fulltrúa frá Kvenréttindafélagi íslands, á alþjóðakvenréttinda stórþingið, sem halda á í Stokkhólmi 1911, sem væri í fylsta samræmi við þá stefnu, að kynna ísland og stjórnmál þess sem mest erlendís, og var framkvæmdar- nefndinni falið að sjá um það.

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.