Kvennablaðið - 20.07.1910, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 20.07.1910, Blaðsíða 4
44 KVENNABLAÐIÐ. jafnan fyrir. Menn segja máske að ekki þurfi að senda heilar voðir. En enginn leggur upp raeð i. d. eitt svuntuefni, eða 2—3 álnir vað- mála eða fatadúka. Voðin verður jafnan að vera lengri en þurfa mundi til sýningarinnar. Og sama má segja um flestalla aðra sýn- ingarmuni utan af landinu. Þar er svo margt sem tefur og kallar að. Þegar svona seint er að verið, er hætt við að margur geti ekki tekið þátt í sýningunni, sem annars hefði gert það. Það er alveg óskiijanlegt, að sýn- ingarnefndin skyldi ekki þegar eftir Alþingis- lok 1909, að hún vissi um að fjárstyrkurinn var veittur til sýningarinnar, þegár í stað hreyfa málinu, sem kröftuglegast og biýna fyrir öllum að nota þenna tiltölulega stutta tíma til að undirbúa góða sýningarmuni. Aðrar þjóðir hafa oftast nær mörg ár til að undirbúa sýningar sinar. Og okkar, sem aldrei höfum haft sýningu að heita megi, hefði sannarlega ekki veitt af að við hefðum verið alvarlega mint á að nota þenna stutta tveggja ára tíma. En það hefir sýningarnefndin ekki gert. Eg bjóst við eftir þingið 1909, að sjá auglýsingar ogáskoranir í hverju blaði til al- mennings, um að undiibúa sýninguna. En þá steinþagði iðnaðarfélagið. Eg veit ekki hvort að sýningarnefndin var þá einu sinni skipuð. Að öllu þessu athuguðu getum við naum- ast vonast eftir neinum sérlega glæsilegum árangri af þessari sýningu. Mjög hklegt að helzti árangur hennar verði sá, að menn iæri það að lengri og betri undirbúning þurfi und- ir sýningu, sem á að verða til verulegra fram- fara og þjóðinni til sæmdar en eitt einasta ár. Mjög líklegt að þangað verði sendir margir þeir munir, sem flaustrað er af, vegna tímaleysis, en hefðu þurft vandaðan undirbún- ings og mjög líklegt að margir þeir sem fær- astir hefðu verið til að búa til góða sýning- armuni, og hefðu gert það ef tíminn hefði verið nógu langur, leggi nú ekki einu sinni út í það, af því þeir vilji heldur ekkert láta, en einhverja flaustursgripi, sjálfum sér til van- virðu og sýningunni til tjóns og svívirðingar. SveitaJeona. Xosningarrétturinn á €nglanði. I. „Til sigurs". Með þessum orðum setti Mrs. Pankhurst hinn frægi formaður Suffra- getta-hreyfingarinnar á Englandi, hinn fjöl- menna alþýðufund enskra kvenna í Alberts höll 18. júní síðastl. um kveldið eftir hina stórfenglegu kvennaskrúðgöngu. Hvorttveggja, skrúðgangan og fundurinn voru stofnuð til þess að láta í ljósi hinar ákveðnu óskir kvenna um, að frumvarp það um pólitískan kosning- arrétt kvenna, sem borið var fram í neðri málstofunni af jafnaðarmanninum Shackleton, nái fram að ganga gegnum þingdeildirnar og verði að lögum sem allra fyrst. Frumvarpið er samið af 40 meðiimum af hinum ýmsu pólí- tisku þingflokkum og hijóðar i aðalatriðum um: 1. Að hver kona, sem er „householder", o: sem hefir stórt eða lítið hús, sem húu ræður yfir, til eignar eða leigu, eða sem vinnur sér inn árlega sömu upphæð og til er tekið í frumvarpinu frá þjóðfundinum 1884, sem er 10 £ fái pólitiskan kosningarrétt. 2. Að giftar konur hafi líka kosningar- rétt, ef þær fullnægi sömu skilyrðum. „Þetta er ekki alt, sem við viljum fá, en það er nokkuð af því — — það er bezta tilraunin sem gerð hefir verið hingað til, til að opna okkur dyrnar". Við viðurkennum að við erum ánægðar með þetta til bráðabyrgða og munum álíta þessi lög sem byrjun á því, að ná takmarki voru“, segja konurnar, í hinum ýmsu blöðum sínum. Hvað sem mönnum sýnist nú um at- ferli enskra kvenna, þá verða allir að játa, að með samtölcum sínum hafa þær gefið öðrum þýðingarmikla kenningu og að þær hafa með þessum samtökum gert sig að störveldi á Eng- landi, sem héðan af verður að taka tillit til. Bezta sönnunin íyrir því er það, að nú loks- ins hefir forsætisráðherrann Asquit, sem í 3 ár hefir stöðugt neitað að veita nokkurri sendinefnd kvenna áheyrn, neyðst til að veita sendinefnd elzta kvenréttindafélagsins á Eng- landi áheyrn, með Mrs. Fawcett sem formann,

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.