Kvennablaðið - 20.07.1910, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 20.07.1910, Blaðsíða 6
46 KVENNABLAÐIÐ Lawrence, Christabel Pankhurst, Annie Kenney og Mary Gawuthope, sem allar hafa verið oft- sinnis í fangelsi. Hver af pessum 617 kon- um bar stóra silfraða pílu, festa á langri stöng. Áhrifin af því á mannfjöldann voru stórkostleg. Sú fylking, sem næst fangasveitinni vakti mest athygli, voru lærðu konurnar, 800 að tölu. Allar báru þær kápur og höfuðföt, sem lærdómur þeirra og próf gaf þeim rétt til. Fremst þeirra gekk Mrs. Garrett Anderson, Englands fyrsti kvendoktor og Englands ein- asti borgarstjóri, sem er kona. Þar á eftir kom fjöldi annara flokka. Lærðar iðnaðar- konur, verkakonur, verzlunarkonur, konur af embættismannafiokknum, aðalskonur og út- lendar konur, sem sendar voru sem fulltrúar ýmsra landa til að taka þátt í skrúðgöngunni. Flestar þeirra gengu undir merki stéttar þeirra, en sumar þeirra undir kvenréttindamerkinu. Hvervetna meðfram veginum stóð þolinmóður skari, sem beðið hafði margar klukkustundir til þess annaðhvort að heilsa konunum með húrraópum, eða með hinni lotningarfylstu þögn, sem gildir meira en virðingarvott fyrir þeim konum, sem í mörg ár hafa tekið á sig hverskonar ofsóknir fyrir sameiginleg velferðar- mál kvenna. Sumir flokkar vöktu sérstaklega eftirtekt. t. d. hjúkrunarkonurnar, Þeim var hvervetna á leiðinni heilsað með háværum fagnaðarópum. Ein „rauða kross systirin" sagði mér að hún hefði oftsinnis þolað allskonar raunir og hætt- ur, án þess að gefast upp, en nú átti hún erfitt með að láta ekki bugast af tilfinningum þeim, sem hrifu hana þegar flokkur hennar nálg- aðist hermannaskálana við Knightbridge, þar sem hermennirnir lágu í gluggunum og heils- uðu hjúkrunarkvennafylkingunni með svo mikl- um fagnaðarópum, að hún gat naumast lýst þeim. Leikkonu og rithöfundafylkingin var líka mjög góðkunn. Bæði nöfn og andlit margra þeirra eru alþekt. Sömuleiðis fengu konurn- ar, sem unnu launalágu útboðsvinnuna í iðn- aðarverksmiðjunum í Lancshire, konurnar frá stóru verzlunárhúsunum, konur, sem eru settar í stjornarskrifstofurnar — allar fengu þær hjartanlegar kveðjur hjá mannfjöldanum sem horfði á, undir eins og þær komu í ljós. Þá var ekki sízt tekið á móti kenslukonun- um. En fylkingin af „Non Militant’s“konunum gerðu þó hvað dýpst áhrif á alla þá, sem tóku þátt í skrúðgöngunni. Það voru þó þær kon- ur, sem ekki samþykkja ofbeldisverk, eða ör- þrifaráð, til að koma fram kvenréttindamálun- um. En við þetta stóra og mikilvæga tæki- færi fleygðu þær sínu lóði á metaskálarnar og gengu samhliða „Militant’s" (bardaga) konun- um, til þess í verkinu að sýna þeirra mikla kærleika til þeirrar hugsjónar, sem á þessu fagra laugardagskvöldi hefði safnað 10,000 konum undir eitt merki. Það var sönnun þess, hvilíka þýðingu þær lögðu í þessa skrúð- göngu kvenna, 'að þær nú þrátt fyrir sína fyrri sannfæringu um vinnuaðferðina, litu einungis á málefnið. Sem merki um þá breytingu, sem orðin er á almenningsálitinu á konunum og mál- stað þeirra má telja hina miklu fagnaðar- kveðju áhorfendanna til kvennréttindaflokks karlmannanna. Fyrir tveimur árum mundi engum karlmanni hafa verið stætt fyrir á- horfendunum, sem tekið hefði þátt í kvenna- skrúðgöngu. En hér gengu nú fram í fylk- ingu og undir sameiginlegu merki, nafnkunn- ir læknar, uppeldisfræðingar, leikarar, lista- menn o. s. frv. undir fána harlmannafélags- ins fyrir hosningarrétti hvenna og ýmsum öðrum sérstökum fánum. Menn fundu, að sigurinn getur ekki verið langt undan landi, þegar götulýðurinn sýnir þeim mönnum frjáls- lega og af sjálfsdáðum aðdáun sína, sem styrkja og berjast fyrir kosningarretti' kvenna. Margar skiýtlur, komu fyrir um daginn. T. d. þegar einn ákafur mótstöðumaður kvenna, sem stóð á horninu á James Street, horfði yfir þessar endalausu kvennaraðir ganga fram hjá, sagði við förunaut sinn: „Það lítur út fyrir að þær séu óteljandi". Og þegar hann sá kvenlæknana ganga fram hjá hróp- aði upp: „Nei, þetta er þó alt of vitlaust, eg hafði aldrei hugsað mér slíkt, aldrei hugs- að mér slíkt, aldrei hugsað, aldrei hugsað, — hólt hann áfram, þangað til kona ein sneri sér að

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.