Kvennablaðið - 30.07.1910, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 30.07.1910, Blaðsíða 2
50 KVENNABLAÐIÐ. hafði þau áhrif, að eftir 12 ára tíma var handavinna kend í 1300 alþýðuskólum, sem fengu samtals fyrir það 100,000 króna ríkissjóðsstyrk. Auk þess hefir síðar verið komið handavinnukenslu á fót við háskól- ana í Lundi og Uppsölum. Sem dæmi þess hvaða fjárhagslega þýð- ingu þessi aðstoð félaganna getur haft, skal þess getið, að Husflidsforeningen« í Krist- janíu borgaði 85 ára gömlum manni í Hallingdal frá 1892—1903 1734 krónur fyrir vinnu. Vinnuefnið kostaði tiltölulega mjög lítið, en eftir umsögn fátækrastjórnarinnar hefði hann annars ekki komist af styrklaus, án þess að fá sveitarstyrk. Kona nokkur upp í Þelamörkinni óf einnig böud fyrir félagið frá 1895—1903 fyrir meira en 1000 krónur. Af öllum föstum viðskiftamönnum fé- lagsins, sem skifta þúsundum, liafa einir 3—4 farið á þessum tíma til Ameríku. Kenslan í barnaskólunum er stööugt aö veröa fjölbreyttari, án þess þó að hún verði meira þreytandi. Það er handavinnu- kenslan, sem bætir úr því hvað löng bóklega kenslan er. Húnverðurþá nokkurskonar hvíld. En handavinnukenslan ætti að breytast. Það er ekki rétt, að börnin eyði skólatimanum í ó- nauðsynlegt nám. Qg það er hvorki rétt né sanngjarnt að alþýða manna sveitist fyrir að borga þá kenslu. Sú kensla, sem hér er átt við, eru útsaum- urinn, fínu hannyrðirnar, sem barnaskóli Reykja- víkur hefir tekið upp eftir katólska barnaskól- anum í Landakoti. Með þeirri kenslu náði katólski skólinn í fyrstu tökum á foreldrnm barnanna hér. Að minsta kosti ýmsum af þeim efnaðri. Pað þóttí svo ágætt að þarna gætu litlu stúlkurnar lært eitthvað til handanna. Og fínt varð það að vera og fínt orð komst á skólann. Auk þess var þar alt kent á dönsku og það var einn stóri kosturinn i augum ýmsra foreldra; börnin lærðu þá svo vel að bera fram dönsku. Barnaskóli Reykjavíkur varð því að nokkru leyti neyddur til að taka upp þá námsgrein, sem vinsælust sýndist vera. En það voru hand- yrðirnar. Og það gekk að óskum. Litlu stúlk- urnar komu í hópum í útsauminn. En bæjar- sjóðurinn, eða gjaldendur bæjarins, sem eiga að borga brúsann, ættu alls ekki að borga þenna útsaum. Alþýðuskólarnir eiga að kenna alt það, sem hver maður þarf nauðsynlega að kunna. Útsaumur er ekki nauðsynlegur, sem skyldunámsgrein handa öllum, þvi á sú kensla að borgast sérstaklega af þeim, sem nota hana. En aftur á móti er viðgerð á fötum nauð- synleg kunnátta liverri konu og jafnvel drengj- um líka. í staðinn fyrir útsauminn ætti þvi að kenna litlu stúlkunum að sauma og sníða sér nærfatnað, svuntur og einföld fót. Og einkum ætti að kenna- þeim að gera fallega við föt. Stykkja þau fallega og stoppa og bæta. Það er hverri konu nauðsynleg kunnátta, í hverri stöðu sem hún er. Látum vera að útsaumur væri kendur í framlialdsbekk skólans. En þar ætti þá að borga kensluna að fullu. Landakotsskól- inn tekur 4 kr. um mánuðinn fyrir hvert barn. Hann getur þvi betur staðið sig við að kenna fleira en það allra nauðsynlegasta. Og skólaeldhúsið í barnaskólanum. Paðer hreinasti gimsteinn. Ég held flestum beri sam- an um að sú kensla sé nanðsynleg. Auk þess hefir hún hressandi og gleðjandi áhrif á börn- in. Telpurnar læra ýms handtök og aðferðir, bæði við að ganga um eldhús og halda áhöld- um hreinum, og við að búa matinn til og bera hann fram. Þær verða fúsari til að gera það sama heima lijá sér og hafa gaman af að sýna, hve vel þær geti gert þetta eða liitt. Allir barnaskólar landsins ættu að lcoma á fót einhverri skólaeldhússkenslu. Heimavistar- skólarnir eru sjálfkjörnir til þess. Hinir verða að koma sér upp skólaelduhúsum. Nú þegar ísl. lcennararnir koma af skólafund- inum í Stokkhólmi,mábúast við að þeir flytji með sér uógaf nýjumhugmyndumum breytingáskóla- kenslunui. Par hafa þeir fengið að sjá, hvaða framförum barna- og alþýðukenslan tekur ár- lega í öllum greinum og hve langt vér íslend- ingar erum á eftir hinum Norðurlandaþjóðun- um í þeim efnum. Þeir finna nú vonandi nógu áþreyfanlega til þess, að vér ísl. eigum ekki að fagna svo fullkominni alþýðumentun eins og menn telja sér trú um. Og þeir sjá vonandi,

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.