Kvennablaðið - 30.07.1910, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 30.07.1910, Blaðsíða 5
KVENNABLAÐIÐ. 53 um rúmfötum dálitla stund áður og stokkið svo upp í baðið brennheitir. Sömul. hjálpar það, að nudda allan likamann duglega með voigu grófu baðhandklæði — sem er bezta ráðið, — ellegar að gera nokkrar leikfimisæfingar, taka sér góðan göngu- sprett, eða volgt steypibað á eftir hálfbaðinu. Sömu- leiðis getur sá sem baðar, sjálfur hjálpað til að nudda sig, og með þeirri áreynzlu fengið i sig hita. Ef hálfbaðið er nú notað eftir þessum reglum, þá er það sú baðaðferð, sem mest má nota og heppilegust er nær þvi við alla sjúkdóma. Og fyrir heilbrigði manna eru þau mikilvæg hressing og nautn. En oft verður af ýmsum ástæðum að breyta baðaðferðinni, einkum af þvi að nauðsynlega hjálp vantar við baðið. Þó ætti að vera hægðarleikur að venja efnilega unglinga, eða handlægnar vinnu- konur á að hjálpa við baðið, einkum er hjálp nauð- synleg, ef sá sem baðar, er lasinn. En ef enginn er til aðstoðar við baðið, þá verður sá sem baðar, að ausa vatni yfir sig með skál bæði á bak og brjóst 3—10 sinnum, áður en hann legsl ofan i baðið, og síðan verður hann að nudda sig duglega liggjandi 5 baðinu, með baðhandklæði og hreyfa sig vel um leið, og er vel hægt fyrir hann að nudda bakið með handklæðinu liggjandi, með þvi að smeygja hendinni aftur fyrir sig og upp undir herðarnar, siðan endar baðið með nýjum vatnsaustri yfir bak og brjóst, og þurkast með hröðu og duglegu nuddi. Ef menn hafa ekki önnur baðker en kringlótt djúp ker, þá getur það ekki talist sem eiginleg hálf- böð, en gengur þó næst þeim að áhrifum. Menn setjast þá á hækjur sínar ofan í balann eða keríð, og ausa yfir sig vatni með skál eða stórum þvotta- svampi, nudda sig svo duglega með annari hend- inni, en ausa stöðugt vatninu aftur yfir með hinni. En hér verður baðið að vara miklu skemri tíma, en hálfbaðið, því áhrifin á fæturna, sem einir eru niðri í vatninu, verða of mikil, og menn missa þannig þessi áhrif á allan likamann. Þessi breyting á hálf- baðinu er því að eins hressandi og fjörgandi meðal, sem eykur matarlystina. Skilyrðin fyrir notkun hálfbaðsins eru mjög mörg, af því það er naumast nokkur sjúkdómur, sem það getur ekki átt við, með mismunandi breyt- ingum, t.d. frá 30—32 stiga hita á C. sem varir til- tölulega lengst hér um bil 5—10 mín. með hægu notalegu nuddi, sem sefar og dregur úr þjáningum og upp i kaidari böðin, sem eru 2ö—20° C., eða jafnvel kaldari, og ekki vara lengur en 11 /2—3 mín. með hörðu sterku nuddi, sem hressir likamann bæði að utan og innifyrir. Eg skal ekki hér fara út í hvernig haga skuli böðunum við hina ýmsu óliku sjúkdóma. En að eins benda á hvernig bezt er að fara að, til að herða menn, og verja þá gegn ofkælingu og ýmsum öðrum léttari sjúkdómum. Menn byrja þá á böðunum alheilbrigðir, helzt siðari hluta sumars. Böðin skulu til að byrja með vera 32° C. og baðið ætíð takast að morgninum áður en maðurinn fer á fætur, svo farið sé beint úr rúminu og ofan í baðið. En oft er gott að nudda sig eða láta nudda sig duglega áður, með grófu baðhandklæði, eða þá fá sér fyrst volgt steypi- bað. Böðin eru venjulega látin smákólna þannig að annaðhvort bað er lítið eitt kaldara en næst þar áður, og gott er að bæta litlu köldu vatni í baðið rétt áður en farið er upp úr því. Ef það ber við að menn hitna einhvern dag seint, eða alls ekki, eftir baðið, þá á þó ekki að hætta við það, heldur að eins hafa það næsta daginn lítið eitt volgara, og nudda líkamann og þerra á eftir enn þá dugleg- ar en áður. Þvi áríðandi er að venjast böðunum svo, áð menn geti ekki án þeirra verið. Ýmsar aðrar reglur fyrir þvi að „herðu sig“ skulu hér ekki taldar upp, en þar verður jafnan að fara að hægt og smámsaman. Oþarft er að hafa böðin kald- ari víðast en 18° C. Það er hæfilegt iágmark. Þegar menn eru í afturbata ástandi eftir tauga- veiklun, of mikla áreynzlu eða bleikjusótt á lægra stigi, þá er bezt að byrja á heitari böðunum, en kæla þau smámsaman, en þó ekki ofan fyrir 22° C. Baðið má þá vara 5 minútur eða rúmlega það. Og þótt ekki sé byrjað á nema einu baði á morgnana, þá er gott síðar að taka sér bað líka síðdegis. Við ýmsa aðra sjúkdóma t. d. gikt, sem ekki er í taugakerfinu, offitu og snert af sykursýki eru hálfböðin líka hentug. En þá eiga þau að vera á kaldari háttinn, sem eykur efnabreytinguna. En af því að þá verður oft að breyta til með aðferðina, er bezt að leita fyrst til læknis með það. Hálfbaðið er fyrir heilbrigða hin bezta nautn, sem tekur steypiböðum mikið fram að góðum á- rangri og hressingu, og oft getur komið í staðinn fyrir sjóböð. Hálfböðin hafa líka þann stóra kost, að þau eru ekkert undir veðrinu komin, baðhitinn getur stöðugt verið jafn og áhrifin því stöðug.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.