Kvennablaðið - 30.08.1910, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 30.08.1910, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIÐ 59 Ekki fullri viku síðar stóð Florence Nigthingale ferðbúin til að leggja af stað með 38 hjúkrunarkonur með sér. Aðeins fáeinir vinir hennar voru þar viðstaddir til að kveðja hana, en viðburður þessi hafði vakið afarmikla eftirtekt um alt England. Háði og spotti ringdi yfir hana bæði prívat og í háðblöðunum. Sumir yftu öxl- um yfir því, að þessar konur héldu að þær gætu eins vel hjálpað hermönnum í valnum, eins og þær hjúkruðu reifabarni. En sumir fylgdu einnig með samhygð og fyrirbænum »the Angel band«, eins og þær voru kallaðar, á þessari hættuferð. Florecne hafði valið sér konur, án tillits til trúar- bragða, einungis eftir hæfileikum þeirra. Þetta notuðu sumir sér, jafnvel sumir af prestunum líka. I3að er sagt að einn prest- ur hafi spurt annan prest að: »hvaða trú- flokki Miss Florence heyrði tíl«. En hann hafi svarað: »þeim ílokki sem því miður er mjög sjaldgæfur: Miskunsömu Samar- itunum«. (Framh.). Yfirlit yfir kosningaréttar-baráttuna á Englandi. Til þess að skilja rétt, hvernig þetta mál horfir nú við á Englandi, verða menn vand- iega að athuga hverjir standa fyrir barátt- unni, og hvaða aðferðum er beitt i henni. Þegar frjálslyndi flokkurinn komst til valda á Englandi 1905, þá ákváðu konurnar að þær skyldu spyrja stjórnina, hvað hún vildi nú gera fyrir kosningaréttarmál kvenna. Á fundi í Manchester, þar sem Sir Edward Grey, (hinn núverandi utanríkisráðherra) var aðal- ræðumaðnrinn, báru þær Christabel Pankhurst og Annie Kenney upp þessa spurningu. Öllum spurningum, sem fyrir Sir Edward voru lagðar á þessum fnndi svaraði hann, nema þessari spurningu kvenna. Annie Kenney. sem er lítil vexti, hélt líklega að Sir. Edward sæi hana ekki, svo hún steig upp á stól, meðan hún spurði í annað sinn: hvað frjálslyndi flokkurinn vildi nú vinna fyrir kosningarrétt kvenna, ef þeir kæmust að völd- um? En Sír Edvard hvorki sá né heyrði enn þá. Og þegar Christabel Pankhurst og þær báðar, spurðu aftur, þá voru þær dregn- ar út úr salnum, og hrundið ofan af háum steintröppum. Þá héldu þær mótmælafund þar úti fyrir á götunni, til þess að láta mann- fjöldann, sem safnast hafði þar saman, vita hvernig frjálslyndi flokkurinn sýndi skoðanir sínar í vérJcinu. Þetta kom þingmannaefn- unum mjög óþægilega, því þeir ætluðu sér að fá mörg atkvæði í Manchester, við kosn- ingarnar, sem þá fóru í hönd. Til þess að þagga niðri í konunum, vóru þær Miss Pank- hurst og A. Kenney teknar fastar, og hafin gegn þeim málamyndar sakamálsrannsókn. Þær fengu nú að kjósaum fangelsi eða sekt- ir, en kusu öllum til stórfurðu fangelsið. Þetta varð alment umtalsefni blaðanna og manna í milli, og vakti þá athygli á konun- um og málum þeirra, sem hin friðsamlega og kyrláta „agitation* þeirra hafði ekki get- að vakið á 40 árum. Þetta var byrjun bar- daga-aðferðarinnar. Eg hefi tekið þetta svo greinilega fram, ti) þess að sýna að þær voru neyddar út í baráttuna. Þetta var líka byrj- unm að „Suffragettiri nafninu. Munurinn á Suffragistum og Suffragettum varð nú sá, að Suffragistarnir biöja um kosningarréttinn sem gjöf, og er ant um að styggja ekki þá menn, sem hafa vald til þessa (þingmennina og stjórnina), en Suffragettan er hætt að biðja, hún er farin að heimta. Þegar því hér í blaðinu er talað um kvenréttindakonur á Englandi, þá er átt við Suffragetturnar aðal- lega. Auðvitað eru þar mörg önnur stór kvenréttindafélög, þrjú af þeim eru að minsta kosti landsfélög. En sem stendur eru það aðeins bardagakonurnar sem taldar eru að- aílega, þegar um þetta mál er að ræða. Það er áhugi þeirra á þessu máli, kjarkur og bardagaaðferð, sem vakið hefir áhuga og eítirtekt, á því, og borið það fram á það stig, sem það nú er komið á. Suffragetturnar breyttu áliti sínu á aðferð- inni við kosningarréttarmálið. Þær sögðu: „Nú.eru auðsjáanlega þeir tímar liðnir að bœnir og naínalistar dugi til að útvega okk- ur kosningarrétt, því væri það ekki, þá hefðu bænir vorar þessi síðustu 40 ár, borið ávexti. Og nafnaskrárnar haía heldur ekkert annað

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.