Kvennablaðið - 30.08.1910, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 30.08.1910, Blaðsíða 4
60 KVENNABLAÐIÐ. gert, en haldið við mótstöðunni gegn kosn- ingarréttinum. Því það er rangt að biöja um það, sem menn eiga með réttu og eng- inn maður hefir siðferðislegan rétt til að neita oss um“. Þessi kraía enskra kvenna er heldur ekki ný, heldur gömul réttindi, veitt þeim með Magna Charta, (grundvallarlögum Engl.) frá 1215, en tekin af þeim, að þeim fornspurðum 1832 þegar orðið „Male person“ (karlmaður) var sett inn í lögin í staðinn fyrir „man“. Mr Balfour hefir sagt að hann skyldi fyllilega réttlætið í kröfum kvenna. „En réttlætið er ekki nóg“, sagði hann. „Stjórnin getur ekki tekið þetta mál upp fyr en þér hafið gert það að alþjóðarmáli, og kom- ið því inn í hina daglegu praktísku pólitík. Þér verðið að skera upp herör um alt iand- ið“. (You must rouse the Country). Öll laga- leg og friðsamleg ráð voru reynd. Hvernig átti að fá landið „roused“? Mr. Balfour ráð- lagði þannig í raun og veru bardagaaðferð- ina. Þannig var ástandið 1905, en — nú er landið „roused“, nú er herör skorin upp, og fylkingar kvennanna eru undir merkjum í borg um og bygðum. Bæði vinir og óvinir verða að játa, að málið er komið á dagskrá þjóð- arinnar, það ofsækir forsætisráðherrann hvar sem hann situr eða stendur, og það hefir gefið Mr. Asquith það sæti í sögu Englands, sem hann aldrei getur fluttst úr. Asquiths og Suffragettanna verður minnst sameiginlega í sögunni, því fær hann aldrei viðgert. Áhorfandinn horfir forviða á bardagaað- ferðina: sultar-„strejk“, mötun með ofbeldi og fangelsisvist, meðhinni örgustumiðaldameðferð. Þetta lætur alt undarlega í eyrum, þegar rætt er um þjóð, sem hrósar sér af að vera mann- úðlegri og mentaðri en nágrannaþjóðirnar, einkum í því, sem snertir meðferð á konum þeirra. Og Suffragettan ? Hún fæddist árið 1905, og hún kom til að staðnæmast þar. í dag, segja helstu ensku dagblöðin, að það líti út fyrir, að hún muni sigra. Suffragettu-aðferðin er að berjast gegn allri stjórn, og þeim flokki, sem styður stjórnina, þangað til hún veitir þeim kosningarrétt. Og Suffragetturnar hafa sýnt mjög mikinn dugnað í þvi, að gera stjórninni lífið svo leitt, sem unt er, því það er stjórnin, sem valdið hefir, til að veita þeim kosningarréttinn eða neita um hann. í 4 ár hefir bardaginn staðið hvíldarlaust. Ráðherr- arnir hafa orðið að girða í kringum sig með heilum herskörum af lögregluliði, til þess að forðast að heyra þessar óþægilegu spurningar kvenna, en samt hefir ksáaska kvennanna orðið hygni karlmannanna yfirsterkari, því þegar minst varði og ráðherrarnir voru komn- ir á fjölsótta fundi, sem varðir voru með mörgum þúsundum lögregluliðs — þá gægist einhver Suffragettan upp úr orgelpípunni, þar sem hún hefir verið falin i 24 kl.st., og spyr þessari óþægilegu spurningu: Hvenær ætlar stjómin að veita konunum kosningarrétt? Allstaðar er hún nálæg með þessa óþægilegu spurningu. Skáldin eru farin að setja hana í skáldsögur sínar í staðinn fyrir Sherlock Holmes. — Skattarnir í The City of West- minster í Lundúnum, þar sem Parlaments- byggingin er, —■ í því einu saman, — hafa aukist um 20,000 pd. sterl., eða 360,000 kr. vegna aukinna útgjalda við lögregluna, til að vernda ráðherrana fyrir konunum. Og bæði konur og karlar, sem greiða skattana kvarta undan einþykni Mr. Asquiths, sem bakar þeim þessar álögur. — Þeir vilja ekki greiða þenna verndartoll fyrir hann einann. Þegar Mr. Winstan Churchill átti að halda pólitísk- an fund í Soutport, þá telegraferaði borgin Soutport til Lundúna eftir lögregluliði, sem kostaði 12,000 krónur. Og nú rífast borg- irnar um hver eigi nú að lögum að borga brúsann. Og alls,þessa þurfti við, til að taka keyri úr hendinni á einni svolítilli Suffragettu. Dugnaði Suffragettanna er það líka að þakka, að stjórnin hefir hvervetna mist mörg af þing- mannasætunum við kosningarnar, bæði við aðalkosningar, eg þegar átt hefir að kjósa í skörð. Það er sagt að minnsta kosti hafi Suffragetturnar felt fyrir henni um 30 þing- menn. Afleiðingarnar eru þær, að stjórnin, sem um vorið 1906 hafði mikinn meiri hluta í þinginu, getur nú ekki komið nokkru máli fram, nema með aðstoð íranna. Frjálslyndi flokkurinn er farinn að sjá, að af hinum mörgu óvinum hans eru Suffragetturnar ekki hvað síst hættulegar. Auk þess fer það nú að

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.