Kvennablaðið - 24.09.1910, Qupperneq 1

Kvennablaðið - 24.09.1910, Qupperneq 1
Kveimablaðidkogt- ar 1 kr. 50 au. iun- anland8, erlendis 2 kr. [60 cent vestan- hafs) */* verðsing borgist fyrfrani, en V* fyrir 15. júli. irettaaHftbtb. Úpp8Ögn 8krifíeg bundin við ára- mót, ógild nema komin sé til út- gei. fyrir 1. okt og kaupandi ltafl borgað að fullu. 16. ár, Reykjavík, 24. sept. 1910. M 9. t Fiorence Nightingale. I t*ví miðurvar mynd sú, sem kom út i siðasta tbl. Kvbl. með fyrirsögninni Florence Nightingale, ekki af henni heldur af Susan B. Anthony. Hafði óvart verið tekin í misgripum af peim, sein lánaði hana. Hér kemur rétta myndin af hcnni]. Florence Nigtliingale. Daginn fyrir orustnna við Inkerraann og 4 dögum eftir orustuna víð Balaklava kom Florence með hjúkrunarkonur sínar til Skutari. »Aður en flestir hennar líkar hefðu verið búnar að taka upp úr kolTortunum var liún byrjuð á stör.fum sínum og stóð aug- lili til auglitis pessu voðalega ástandi, sem naumast verður með orðum lýst«, skrifar einn af þeim, sem ritað hefir minningar eftir hana. Hvar sem auga leit var ekkert annað að sjá en eymd óreglu og ráðaleysi í hinu stóra hermanna sjúkrahúsi. IJar lágu særð- ir menn með hitasótt í hrúgum og vant- aði alla hluti til lífs og hægðar. Sumir höfðu legið í blóði sinu í marga daga án þess bundið hefði verið um sárin, eða settar spelkur við, eða reynt að sauma þau saman. Það sá ekki í þá fyrir óhrein- indum og óþverra, hungraðir þyrstir og kvaldir af alls konar píslum. Fyrir utan gluggana rotnuðu dauðir hundaskrokkar í hrúgum og kólera og illkynjaðar hitasóltir voru farnar að geysa hræðilega. Og svo kom þessi nýja orusta, sem bætti fjölda særðra og deyjandi manna við í sjúkrahúsin, sem áður voru meira en full. Fyrstu dagana stóð Florence fulla tuttugu tíma í einu á fótum, án þess að unna sér minstu hvíldar, við að taka á móti særð- um mönnum, gefa hjúkruuarkonunum fyr- irskipanir, og vera við verstu skurðina og limaaftökuna, allstaðar þar, sem mest þurfti á lienni að halda, til að tala kjark í sjúkl- inga og liuggunarorðum til þeirra. Og á nóttum sat hún tímunum saman hjá liin- um deyjandi, til þess með kvenlegri blíðu og huggunarorðum trúarinnar, að mýkja þeim dauðastríðið, eða til þess, að taka á móti kveðjum þeirra til ástvinanna heima. Einn af sjónarvottunum ritar um það: »Því hræðilegri sem einhver viðhurður eða sjúk- dómur er, því áreiðanlegra er að finna Miss Nightingale þar, beygjandi sig yfir sjúkling- inn og hjálpandi honum áallan hátt, þangað til dauðinn gerir enda á kvölum hans«. Áhrif hennar á hermennina voru á- kaflega mikil. Hversu miklar kvalir eða ytri þrautir, sem þeir liðu, þá bar það aldrei við, að nokkur hermaður hlólaði eða talaði Ijótt orð í hennar nærveru. Og svo elskuðu sjúklingarnir hana, að þeir voru vanir, að kyssa skuggann hennar,

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.