Kvennablaðið - 24.09.1910, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 24.09.1910, Blaðsíða 4
(58 KVKNNABLAÐIÐ. yrði tekin upp sem almenn skólanámsgíein, hússtjórnaileg hagfræði í sambandi við nátt- úrufræðina í skólunum, ræddar og sýndar and- ardráttsæfingar, til að nota sem heilsumeðal og til að bæta röddina, samskólarnir sem sið- ferðisbætendur, skólinn og „seksuella“-málið, nútíðar teiknikennsla, uppeldi til sparsemi, söng- kennsla í dönskum, sænskum, norskum og finnskum skólum, og hvað gera skuli til að bæta hana, nútiðar skólalíf og þjóðarheilbrigði, al- þýðuskólarnir og iðnnám, áframhaldsmentun kenslukvenna, kensla í skólum, um áhrif og hættu áfengis, uppeldið og erfðalögmálið, kensla í almennum þjóðfélagsmálum. Auk fundanna, var standandi sýning á skólaáhöldum, skólaiðnaði, skólabókum og skólabókasöfnum, sem mjög var dáðst að. Siðar verður ef til vill minnst á ýmsar ályktanir í helztu málunum. Prætuepli. Mótmæli gegn bónorði kvenna. Eg liefi alt af verið að búast við, að einhver konan eldri eða yngri tæki til máls út af greininni um „bónorð kvenna“. En eg er farin að halda, að ekki ein einasta kona, ætli að hætta sér út á þann is, að svara henni. Eða eru þær allar samþykkar því, að konurnar fai-i líka að biðja sér manna? Nei, ekki eg! Eg mótmæli þvi! Hvhrs vegna munuð þið segja? Höfum við ckki jafnan rétt til þoss ? Hvar eru þau lög, sem banna það ? Margt er á móti því. Ekki það, að það sé ekki lögum samkvæmt. Lögin skifta sér þar ekkert af. En — það er fyrst og fremst ekki prakliskt, ekki hyggilegt. Karlmennirnir mundu ekki geia meira fyrir konurnar, þótt þeir ættu von á bónorði frá þeim. Þá fyrst yrði þeim dillað. Þá mundu þeir sýna sig í öllum sinum hroka og stórlæti. Nei, nú hafa þeir venjuna við að styðjast, til að lita smáum augum á þessar „biðjandi“ konur. Og það er nokkurn veginn víst, að flestir þeirra mundu láta eins og hundi væri boðin heit kaka, ef stúlka færi að fyrra bragði, að játa þeim ást sina. Þeim mundi fara likt og kúnum, sem stela arfanum i hlaðvarp- anum i laumi, en snerta ekki við honum, þegar á básinn kemur. Nei, lofum karlmönnunum að hafa fyrir því, að fá að biðja sér konu. Hún getur jafnan haft i sinu valdi að gera sig skiljanlega orðalaust, ef hún vill; það er gamall og góður siður. Svo var það í mínum uppvexti, og svo tel eg það víst, að það sé enn, og verði enn þá langa hrið, þrátt fyrir öll heimslns jafnréttismál. Mér finst það líka heldur litið eigulegur maður, sem ekki hefir mannrænu i sér, til að stynja upp bónorðinu. Eg er lirædd uui, að konan yrði þá oftar, að hjálpa honum á lifsleiðinni, og hann mundi okki hika sér við, að beita henni fyrir, þegar i harðbakkana slægi, og hann teldi einhvern vanda bera að höndum. Ef hans eigin ástamál gætu ekki opnað á honum munninn, þá býst eg við, að hon- um yrði varla viðhjálpandi i öðrum efnum heldur. Það væri engin réttarból að þvi, þótt sú venja kæmist á, að stúlkurnar ættu að hafa fyrri leikinn. Heldur þvert á móti. Og við það mistu þær þann berta leik, sem þær eiga á borðinu : að láta karl- mennina vera í óvissu. Þann leik mundu þeir ekki seinir að nota sér. Nei, stúlkur minar! Varist að segja eitt orð í þá áttina við piltana. Það gerir ykkur ókvenlegar, og það er ykkar stærsta synd á æskuárunum. Arkkar einlæg Amma. Utan úr heimi. Kenslukvenna-framhaldsskóli i Kina. Stjórnin í Kína hefir nýlega látið það boð út ganga til héraðástjórnanna þar, að koma svo fljótt á fót sem unt sé framhaldsskóla handa kínverskum kenslu- konum, svo unt verði við árslok, að þeir taki til að starfa. Það er framfaraflokkurinn, sem þessu ræður og vill láta hinar uppvaxandi kinversku stúlkur fá hærri mentun, bygða á þjóðlegum grundvelli. Hing- að til hafa þær að eins gengið á trúboðsskólana, eu þar kenna japanskar kenslukonur. Nú er ætlast til, að kínverskar kens'lukonur komi í staðinn. Kvenlögfrœðingar. 1 París eru nú 13 konur or'ðnar málaflutningsmenn. Síðasti kvonlög- fræðingurinn, sem sór málafærslumannseiðinn hjá formanni réttarins, heitir Madeinoiselle Julie le Roy. Stórverksmiðjueigandi er Madame Reyn- and. Hún veitir yfir 1 miljón manna atvinnu í ilmvatnaverksmiðjum sínum. t I dómnefndinni við sýniuguna í Bruxallos eru 4 konur: Madame Reynand, stórverksmiðju- rekandi, Madame Paquin, eigandi hinnar hcims- frægu tískuverzlunar i Paris, Madame Alphon Salva- dor og Mademoisclle Bigneron, yfir-eftirlitsmaður við hina frönsku verzlunarskóla.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.