Kvennablaðið - 08.10.1910, Síða 1

Kvennablaðið - 08.10.1910, Síða 1
Kvonnablaðiðkost' ar 1 kr. 60 au. inn- anlands, erlendis 2 kr. [60 ceut vestan- hafa) '/» ▼pfðBÍns borgiot fyrfram, en */» fyrir 16. jáli. irÉtma&Iabib. Uppeögn skriflog buudin við ára- mót, ógild nema komin sé tíl út- get. fyrir 1. okt og kaupandi hafl borgað að fullu. 16. ár. Reykjavík, 8. okt. 1910. M 10. Kvennasala í Ameríku. Nýjustu uppgötvanir. Meðan stóð á bæjarstjórnarkosningunni i New York síðastl. haust, vakti grein, seni stóð í nóvemberheftinu af Mac Cíares Magazine mikla eftirtekt. Hún var undirrituð af Georg Kibbe Turner, og var um „hvíta man- salið“. Greinin vakti mikla eftirtekt og átti mikinn þátt í ósigri Tammanítanna við kosn- ingarnar. Þar var sagt skýrum orðum að New York væti miðstöð alls hins hvíta man- sals. Bæjarbúarnir í New York urðu óðir og uppvægir, að slíkar sakargiftir væru bornar á borg þeina í opinberu riti, og nefnd var kos- in til að rannsaka þetta mál, með John D., son steinolíukongsins Rockefelles í broddi fylkingar. Eftir að nefndin hafði lokið rannsóknum sínum, gat hún því miður ekki annað en staðfest þessa sögusögn tímaritsins. En hún komst að íleiru: hún komst að þvi, að þar fór fram svívirðilegasta barnasala, sem minti mikið á ákærur Steads forðum í „Pall Mall Gazette". Nefndin ákvað nú að rannsaka þetta sví- virðilega mál til fulls, og fól því tveimur kvenstúdentum að gera allar þar að lútandi rannsóknir svo nákvæmlega, sem unt væri. Þetta hepnaðist. Ungu stúlkunum tókst bráð- lega að sanna að miili New Yoik og Vestur- ríkjanna, og milli Alaska og New York væri geysimikið og svívirðilegt verzlunarsamband með konur og stúlkubörn. Til að kynna sér þetta skifta þær verkum. Önnur fór til borgarinnar Scattle í Washing- ton-ríkinu, en hin til Janeau í Alaska, og þar komu þær sór í kunningsskap við for- stöðukonur „jómfrúhúsanna" ogýmsra annara grunsamra húsa. Árangurinn varð enn þá verri en búist var við. Þessar ungu leyniiögreglukonur upp- götvuðu ekki einungis Löfnin á „stórkaup- mönnunum“ i New York, heldur sannfærð- ust þær einnig um að þar væri rekin stór verzlun með litlar telpur. Ungu stúlkurnar hittust nú aftur í Scattle, fóru síðan heim til New York og fengu rann- sóknarnefndinni allar skýrslur sínar og skil- ríki í hendur, og þá fyrst og fremst þær skriflegu „pantanir" sem þær höfðu fengið til að útvega svo mörg stúlkubörn, e«m unt væri á nokkurn hátt. Vegna þessara ávísana og meðmælabrjefa, sem ungu stúlkurnar höfðu útvegað sér til ýmsra, sem við þetta voru riðnir, sem þær fengu nefndinni í hendur, tókst agentum hins opinbera málaflutningsmanns, að fá keypt 4 stúlkubörn, sem ættu eftir pöntun að send- ast til Alaska. Seljandinn hafði líka til litla ellefu ára telpu, en hélt þó að hún væri ekki fær um ferðina, af því hún væri veik. Með þessar sannanir í höndunum gat nú lögreglan náð tökum á ýmsum, sem höfðu um 10 stúikubörn til sölu, íeiðubúin að send- ast eftir fyrirskipunum kaupendanna hvert sem óskað væri í Ameríku. Sökudólgarnir voru teknir fastir. Við próf- in sannaðist það, að í New York væru ýmsir slíkir kvennasalar. Sannanirnar gegn þeim voru svo miklar að þeir reyndu ekki að þræta, en sitja nú inni og bíða dóms síns. Til sönnunar því í hvíiikum mæli þessi sala var rekin í New York eru þær upp- götvanir, sem nýlega hafa veiið gerðar í „kirkjubænum" Brooklyn, sem er undirboig frá New York. Þar fannst heill hópur af stúlkubörnum á aldrinum milli 9—14 ára,

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.