Kvennablaðið - 08.10.1910, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 08.10.1910, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐÍÐ. 75 og veita þeim bæði aðgang að háskólum sín- um og fulla viðurkenningu á eftir. Margar ágætar konur hafa sótt þangað þekkingu sína. Meðal annara má nefna frú Bichlichev, sem eftir endað nám sitt við Sorbonne fékk kenn- arastöðu í stærðfræði á Frakklandi. En hún kaus þó síðar að flytja sig heim til Rúss- lands, og stofna þar kennaraskóla í stærð- fræði. í Engiandi er Miss Meyer alþektur stærð- fræðingur. í Ameríku er Mrs. Franklin að- stoðarmaður við „American Journal of Mathe- rnatics". Sömuleiðis má ekki gleyma því aö stjörnuturninn í París lét fyrir nokkr- um árum konur gera mikið af þeim útreikn- ingum, sem hann þurfti við, þegar verið var að reikna út braut jarðstjörnunnar Venus. Og margar fleiri konur mætti tilnefna, sem hafa haft sórstaka stærðfræðilega hæfileika. Konur, sem vinna fyrir sér. Menn eru farnir að gera greinarmun á því hvort konur hafi sjálfstæða atvinnu, eða hvort þær sjálfar sjái um sig. Mörg gift kona, og mörg dóttir á heimili geta haft einhverja sjálfstæða atvinnu, en þó ekki talist að sjá um sig sjálfar, eða standa á sínum eigin fót- ura. Nú eru hagfræðiskýrslur þjóðanna farnar að gera greinarmun á þessu, og hefir eitt þýzkt blað riðið á vaðið með að aug- lýsa þær. Skýrslurnar ná frá árinu 1897— 1907. Allar stöður kvenna eru hér taldar, heimilisverkin líka, enda hafa hingað til flest- ar konur haft af þeim atvinnu sína. Efst á blaði er Austurríki. Þar vinna 48 procent konur fyrir sér sjálfar, þar næst Frakkland með 34°/o, Ítaiía með 32%, Dan- mörk og Belgía 28%, Ungverjaland 26%, Bret’and og írland með hér um bil 25%, Noregur 24%, Svíþjóð 21%, Holland 17%, Bandaríkin og Spánn 14°/o og Rússland með 8V2 %. Þessar tölur virðast vera mjög undarlegar, enda er ekki víst að þær séu fullkomiega á- reiðanlegar. Þær standa ekki í neinu sjáan- legu hlutfalli við réttindi kvenna að neinu leyti. T. d. að Spánn og Bandaríkin hafi jafnan hluta af konum, sem vinni fyrir sér. Og þó vita allir að hvergi er konum betur launað öll þeirra störí en í Ameríku, Innlendar fréttir. Konur í hreppsnefndum og sókn- arnefndum. Þótt ekki gangi sem skyldi að fá konur til að gefa sig fram, til að taka við kosningu í þær nefndir, sem lögin heimila þeim sæti, þá eru þær þó að byrja það, og koma vonandi fleiri á eftir. í Vindhælishreppi í Húnavatnssýslu var kosin ein kona í fyrravetur: frú Jóhanna Arnljótsdóttir Hemmert, í Viðvíkurhreppi í Skagafirði komst ein köna að, húsfrú Guðrún kona Magnúsar bónda í Hofdölum, og í Ax- arfirðinum var frú Sesselja á Skinnastöðum kosin í hreppsnefnd. í sóknarnefndum vitum vór af frú Sig- riði Jónsdóttur á Reynistað, frú Helgu Guð- jónsdóttur á Sauðárkróki, frú Jóhönnu í Asi í Hegranesi, og frú Önnu Thoroddsen í Reykjavík. Auk þess geta fleiri verið kjörn- ar, sem vér höfum engar fregnir af. I Stykkishólmi var við síðustu kosningar kona á kjörskrá, frú Kristín Sveinsdóttir, af því hreppsnefndin þar hafði skorað á konur að setja konu á listann. En þegar til kom, vildu ýmsar konur nefna aðra konu til. Þetta gerði snndurlyndi meðal kvenna, svo við kosningarnar féil frú Kristín Sveinsdóttir með eins atkvæðis mun, fyrir fuhtrúa karlm. héraðslækni Guðm. Guðmundssyni. Af þessu geta konur lært hve nauðsyn- legt það er við kosningar að haida vel sam- an, og láta ekki skoðanamun á fulltrúaefn- unum koma sér til að hætta við að sækja kosningarnar, heldur taka höndum saman að koma konu að, þegar þær eru svo hepnar að geta átt kost á henni hæfri. Auðvitað fæst aldrei neinn sá fulltrúi, hvorki karl né kona, sem enginn flnnur neitt að. — Konur út um landið eru vinsamlega beðnar að muna að senda Kvbl. allar þær fréttir, sem snerta sérsiaklega konur, einkum um kosningar þeirra í hreppsnefndir, skóla-, fræðslu- og sóknarnefndir. Sömuieiðis at- kvæðafjölda og alt þar að lútandi.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.