Kvennablaðið - 08.10.1910, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 08.10.1910, Blaðsíða 4
76 KYENNABLAÐIÐ Utan úr heimi. í borginui Baltimore í Ameríku eru sett- ar 15 konur sem lögregluþjónar. Þær eiga að sjá um alt velsæmi, sem kemur konum við á götunum. Annars er það að tiðkast að setja konur sem lögregluþjóna. í Stokk- hólmi eru þannig tvær lögreglukonur, sem eiga að hafa eftirlit með börnum og konum. í Noregi eru þær bæði í Kristjaníu, Drammen og víðar og í Finnlandi hafa þær einnig ver- ið settar í Helsingfors. Þar eru nú einnig tvær konur, sem eru settar af stjórninni til að hafa eftirlit með öllum verksmiðjum í landinu. Til þeirra geta verkamenn og verkakonur snúið sór með kvartanir sínar og þykir það gefast mjög vel. í Noregi er ein kona, Betty Kjelsberg sett, sem op- inber eftirlitsmaður yfir verksmiðjunum. Sömuleiðis heyrast sterkar og ákveðnar kröfur um að fá konur til urosjónar í fang- elsunum, þar sem börn og konur eru. Og á stöku stað hefir það komist á. öllum ber saman um að það sé nauðsynlegt til þess að vernda fangana fyrir ofbeidi og ósæmilegri meðferð, sjá um hreinlæti og að fangaklef- arnir séu ekki svo illa útbúnir, að vistin þar só skaðvæn fyrir heilsu fanganna o. fl. í heilbrigðisnefndir og sem eftirlitsmenn við hýbýlaskoðun, sem víða er lögskipuð í borgum, eru nú konur að komast að. Er það einkum til tryggingar því að fátækling- arnir séu ekki beittir ósanngirni og misrétti frá húseigendum, þannig, að hýbýli þau, sem þeir leigja, séu í alla staði samkvæm kröfum byggingarnefnda og heilbrigðisnefnda; og að íbúarnir gangi sómasamlega um þau og upp- fylli sjálfir þau skilyrði, sem af þeim er kraf- ist í reglugerðum þessum. Þessir skoðunar- menn eru víða illa þokkaðir, en konurnar hafa komið sér mun betur og áunnið sér traust manna. Allir slikir skoðanamenn verða að ganga á sérstakt námsskeið, þar sem þeir kyuna sér alt það, sem viðkemur staríi þeirra í byggingarmálum og heilbrigðismálum. Spánskar konur hafa haft mikil á- hrif á síðustu kosningarnar í Madríd. Þær hafa hópum saman gengið um göturnar og útbýtt kosningaseðlum og „agiterað" á allan hátt. Ein kona mætti kosningadaginn á kjör- staðnum í staðinn fyrir manninn sinn, sem var veikur. Hún kom með sjúkdómsvottorð frá lækninum og krafðist að kjósa í staðinn fyrir mann sinn. Kjörstjórnin tók seðil henn- ar gildan, þrátt fyrir það að konur hafa ekki kosningarrétt, á Spáni. Þessi kona er því fyrsta konan sem þar hefir kosið við pólitísk- ar kosningar. í sænska kosningaróttarsambandi kvenna eru nú 165 félagsdeildir með 11 —12000 fé- lögum. í Un g ver j al a ndi hefir verið stofnað karlmannafólag til að vinna fyrir kosningarrótti kvenna. Formaðurinn er prófessor G. Dirner. Það kvað ekki liggja á liði sínu, heldur „agi- tera“ mjög duglega fyrir konunum. í Frakklandi eru þingmennirnir alt af meira og meira að hallast að kosningar- rétti kvenna. Yið síðustu kosningarnar létu mörg þingmannaefnin spyrja sig um skoðun sína á því máli á þingmálafundunum, og svör- uðu því, að þeir mundu vinna að því að konur fengju kosningarrétt. í Austurríki hefir nefnd frá kvennrétt- indafélögunum beðið forsætisráðhorrann Bie- nerth barón að vinna að því að 30. grein í lögunum um íélagsskap verði feld burtu. I henni er konum bannað að vera í pólitískum félögum. Forsætisráðherrann tók þvi vel, en kvað öll þau lög þurfa að endurskoðast. Nefndin heimsókti einnig innanríkisráð- herrann, sem hét að gera alt sem hann gæti til að koma þessu máli í gott horf. Sömu- leiðis kvaðst hann vera mjög hlyntur háskóla- námi kvenna. Einkum námi þeirra í læknis- fræði. Suffragettafélagið enska, sem stofnað var 1905 tekur ekkert árstillag af meðlimum sínum. En allir verða þeir að vera skyldir til að vinna það, sem fyrir þá er lagt fyrir „málið“, t. d. fara út á götur eða stræti og halda þar fyrirlestra, þótt ekki sjá- ist þar nokkur maður. En þótt árstillag sé þar ekki, þá gera með- limir þess alt hvað þeir geta til að safna fé: selja blöð og ritlinga, aðgang að fundum, þar sem ætíð er skotið saman, halda bazara o.s. frv. Til dæmis um vöxt félagsins og alþýðu- hylli má nefna það, að tekjur þess árið 1909 —1910 voru 40,000 pd. sterl. og af blaði þeirra, „Yotes for Women“, sem byrjaði að koma út 1910 eru nú gefin út 40,000 eint., sem Suffragetturnar gera alt t,il að útbreiða og selja. A árinu hafa þær haldið yfir 20,000 fundi í öllu konungsríkinu og 162 konur gef- ið sig fram til að ganga í fangelsi fyrir mál- efni þeirra. Er hugsanlegt að slíkt sé ein- ungis dutlungar eða bi jálsemisköst „úr einstöku kerlingu", eins og mótstöðumenn þeirra segja?

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.