Kvennablaðið - 08.10.1910, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 08.10.1910, Blaðsíða 5
KVENNABLA.ÐIÐ. 77 Griisti Bei’liiig1. Eftir Selmu Lagerlöf. (Frh.) IJá dró majórsfrúin gluggatjaldið upp, og benti út í garðinn. „Er það ég, sem hefi kent þér að gráta og kveina?" spurði hún. „Littu út, garðurinn er fullur af fólki. Á morgun verður enginn af herrunum lengur á Eikabæ". „Kemur þá frúin mín aftur?“ spurði vinnukonan. „Nei, minn tími er ekki kominn enn þá“, sagði majórsfrúin. „Enn þá eru sveitavegirnir heimili mitt og hálmkestirnir sængin min. En þú átt að varðveita Eikabæ handa mér, teipa mín, meðan eg er i burtu". Svo gengu þær áfram. En hvorug þeirra vissi eða hugsaði um að Marianna svaf einmitt í þessu herbergi. Hún hafði legið vakandi i rúminu, og ort lof- söng til ástarinnar: „Ó, þú hinn d^rðlegi, sem hefir lyft mér upp yfir sjálfa mig“, sagði hún. „í botnlausri eymd lá eg, en þú hefir breytt þvi i Paradis. Hendur mín- ar frusu um járnklinkuna á læstu húsdyrunum min- um, og rifust til blóðs, og tárin mín urðu að frost- perlum á þröskuldinum að heimili minu. ískaldur kuldi reiðinnar smaug gegnum hjarta mitt, þegar eg heyrði hnefahöggin á bakinu á henui móður minni, og i kalda snjóskaflinum hefði eg viljað sofa burtu reiðina, en þá komst þú. Ó, kærleikur! þú sonur eldsins, þú komst til mín, sem var svo freðin. Ef eg ber saman eymd mína við þá dýrð, sem mér hefir hlotnast með þér, þá finnst mér hún ekkert. Eg er leysl úr öllum böndum, eg á hvorki föður né móð- ur. Allir menn munu ætla mér ilt eitt, og snúa sér frá mér. öott og vel! þér hefir þóknast það 8vo, ó kserleikur, því hvers vegna ætti eg að standa hærra en elskhugi minn. Samhent og samhlíða skulum við ganga út í heiminn. h'átæk er unnusta Gústa Berlings. í snjóskaflinum hitti hann hana. Látum okkur því reisa bú, ekki i háreistum sölum, heldur í húsmaunakofanum í skógarjaðrinum. Eg skal hjálpa honum til að vaka yfir kolagröfinni, og eg skal hjálpa honum til að leggja snörur fyrir skógarfuglana og hérana. Eg skal sjóða matinn hans, og gera við fötin hans. Ó, elskhugi minn! Eg mun syrgja og sakna meðan eg sit ein og bíð eftir þér i skógarbrúninni, heldur þú það ekki lika ? í>að mun eg gera, en ekki mun eg sakna auðæf- anna, bara þin mun eg sakna, og eftir þér einum mun eg horfa og þig einan mun eg þrá, skóhljóðið þitt á skógarstígnum, glaðværa sönginn þinn og sjálfan þig með öxina reidda um öxlina. Ó, ástin min, ástin mín! alla ævna gæti eg setið og beðið eftir þér!" Þannig hafði hún setið, og kveðið lofsönga til elskhuga síns, og ekki verið farin að leggja aftur augun, þegar majórsfrúin kom. Þegar hún var á brottu klæddi Marianna sig. Enn þá einu sinni varð hún að fara i svarta silki- kjólinn og þunnu dansskóna. Hún sveipaði ábreið- unni um sig, sem sjali, og lagði enn þá af stað út i þessa hræðilegu nótt. Enn þá lá fcbrúarnóttin kyr yfir jörðunni, svo hljóð, alstirnd og nístandi köld, eins og hún ætlaði aldrei að enda. Og kuldinn og myrkrið, sem þessi langa nótt breiddi yfir jörðina varaði lengi, lengi eftir að sólin kom upp, og hafði gert snjóbreiðuna, sem hin fagra Marianna lá í, að vatni. Marianna flýtti sér frá Eikabæ til þess að út- vega hjálp. Hún gat ekki látið það viðgangast, að þeir menn væru reknir burtu, sem höfðu lyft henni upp úr snjóbreiðunni og opnað bæði hjörtu sín og heimili fyrir henni. Hún ætlaði að hlaupa ofan að Vatni til Samzeliusar majórs. Hún þurfti að flýta sér. Fyrri en eftir klukkustund gat hún ekki kom- ið aftur. Þegar majórsírúin hafði kvatt lieímili sitt gekk hún út á hlaðið, þar sem fólkið beið hennar, og bardaginn við herraálmuna hófst. Majórsfrúin raðaði fólkinu alt í kringum hið háa og mjóa hús, sem kallaðist „herraálman", þar sem herrarnir bjuggu á efra gólfi. í stóra herberg- inu þar, með kölkuðu veggina, rauðmáluðu kisturn- ar og stóra útdregna borðið, þar sem keiluspilin syntu í flóandi brennivíni, þar sem gulstykkjótt rúmtjöld skygðu á rúmin — þar sofa herrarnir. Ó, þeir áhyggjulausu! Og í hesthúsinu, framan við fulla jötu, þar sofa líka hestarnir þeirra og dreyma um æskuferðir sín- ar. Inndælt er að m'nnast æskubrekanna glaðværu, núna í ellihvíldinni; á kaupstefnuferðir, þegar þeir urðu að standa daga og nætur úti undír berum himni. Ellegar kappkeyrslunnar á jólanóttunum, áður en skift var hestum, þegar druknu herrarnir með ljóskerin í höndunum hölluðu sér úr vagninum fram yfir bakið á hestunnm og orguðu blótsyrðun- um í eyru þeirra. Inndælt er að minnast alls þessa, af þvi þeir vita að nú þurfa þeir aldrei að yfirgefa fullu jötuna sína og volga vatnið sitt á Eikabæ. Ó, hvað þeir eru áhyggjulausir! Þarna í gamla vagnskúrnum er heilt safn af einkennilegu gömlu aktýgjarusli. Þar eru græn- málaðir sleðar og rauð- og gulmálaðir vagnagarmar. Þar stendur fyrsti vagninn, sem sást í Vermalandi, unninn í bardaga sem herfang 1814 af Berencrautz. Þar eru allskonar eineykisvagnar, með dillandi fjöðr- um, þar eru hestakerrur, einskonar undarlegt kvala- verkfæri, með sætið hvílandi á fjöðrum. Þar eru allskonar kveljandi aktýgi, sem nú sjást hvergi ann- arstaðar. Þar er langi sleðinn, sem tekur þá alla tólf herrana. Þar er sleðinn kuldakræklunnar hans Kristofers frænda, og gamli fjölskyldusleðinn bans

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.