Kvennablaðið - 08.10.1910, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 08.10.1910, Blaðsíða 6
78 KVENNABLAÐIÐ 0rnaklaud, með melétinni bjarnarhúð, og afslitnu skjaldarmerki, utan á yagnskvgninu, og þar eru kappaksturssleðav. Já, þvilíkur fjöldi af kappast- urssleðum! Margir eru þeir herrar, sem liafa lifað og dáið á Eikabæ. Þeirra nöfn eru gleymd á jörðunni, og þau finnast hvergi heldur i hjörtum mannanna. En majórsfrúin hefir geymt aktjgin, sem þeir komu í þangað. Hún hefir safnað þeim öllum saman í vagnskúrinn. Og þar inni standa þau og sofa, og láta þykt lag af ryki falla yfir sig. Prætuepli. Frú eða nngfrú? Af því eg hefi rekið mig á að talsverðar deilur hafa orðið um það i ýmsum kvennablöðum, hvort réttara væri að kalla allar ógiítar konur ungfrú eða frú, eða hvernig væri eiginlega réttast að titla þær, þá finnst mér rétt að Kvbl. fari að flytja álit okk- ar um það. Eg kann bezt við að kalla allar ógiftar konur, sem ekki eru mjög ungar, frú. Frú er eldgamalt orð, sem notað var um konur yfirleitt. Þar af var dregið jrúarslofa, setustofa kvenna og ýms fleiri orð, sem voru sameiginleg fyrir giftar og ógiftar konur. Ógift stúlka, sem ekki hefir neinum húsum að ráða, getur ekki heitið húsfreyja eða húsfrú; en hún getur vel heitið frú, því það er sameiginlegt kvenna- heiti. Frúarnafnið er bæði fallegt og betur viðeigandi við konur á öllum aldri en ungfrú. Það er næsta óviðkunnanlegt að kalla sextuga stúlku ungfrú. Lítur út sem háð, og iætur líklega í eyrum kvenna á þeim aldri þannig. Piparjómfrúrnafnið er ein- mitt þannig tilkomið. Jómfrú eða jungfrú voru venjulega stúlkur kallaðar, meðan þær voru ungar og ógiftar. En skopþýðinguna féltk það fyrst, þeg- ar aldur konunnar og útlit mótmælti titlinum. Þá varð hann öfugur og í mótsögn við konuna sjálfa. Pví komst skopið að, en alls ekki af því að konan var ógift. Mín tillaga er því þessi: Kallið allar ógi/tar stúlkur, sem nokkuð era farnar að eldast, frú. Svo er eitt enn, sem jeg vildi fá að heyra skoð- anir manna um: Ilvað er þessi kvenleiki, sem alt- af er verið að staglast á. Eða með öðrum orðum: Hvaða sérstakir eiginlegleikar eru það, sem átt er við þegar sagt er að þessi stúlka sé kvenleg og þessi sé ókvenleg? Þegar t. d. stúlkur, sem ferð- ast einar sveita á milli, vinna ýms áreynsluverk, láta jafnvel upp bagga o. s. frv., eru kallaðar ó- kvenlegar. Jafnvel ef þær hlaupa og flýta sér meira einn tímann, en annan. Eða þegar unglings- stúlkur ríða berbakt., sækja hesta, hlaupa og leika sér eins og drengirnir. Er það ekki sérstaklega ó- kvenlegt og óafsakanlegt uppeldi? Ein af peim gömlu. Til kvenna. Því hefir oft verið hreift í Kvenna- blaðinu, að of fáar konur rituðu í það. Úr því ættu nú konur að bæta, með því að fara að senda því fréttir um alt, sem efst er á baugi í sveitunum og konum kemur að einhverju leyti við. Sömuleiðis stuttar ritgerðir nm ýmisleg efni, sem kon- um er áhugamál að verðí rædd. Þá stendur blaðið konum opið fyrir lögfræðis- legum spurningum, sem verður svarað af áreiðanlegum lögfræðingi. Og síðast en ekki sist. Gleymið ekki þrœtueplunuuml Kaupendur Kvennablaösins, sem síiulda fyrir bladid i fleiri ár, eru vinsamlega beðnir að gera mí reikningsskil i haust.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.