Kvennablaðið - 28.11.1910, Page 1

Kvennablaðið - 28.11.1910, Page 1
Kvennablaðiðkost- ar 1 kr. 50 au. inn- anlands, erlendis 2 kr. [60 cent vestan- hafs) */* vorðsins borgist fyrfram, en ‘/a fyrir 16. júli. Upp8Ögn 8krifleg bundin við ára- mót, ógild nema komin só til út- gei. fyrir 1. okt og kaupandi liafl borgað að fullu. 16. ár. Reykjavík, 28. nóv. 1910. M II. Kvennablaðið 1911. Eins og lesendur Kvbl. mun reka minni til var í 1. tbl. Kvbl. þ. á. stuttlega drepið á að nú væru erfiðir tímar fyrir blöð, a ð oss konum væri ónógt nú orðið að eiga svona lílið blað, og án blaðs væri oss óhugsandi að komast af. Vér þvrftum að eiga öflugt blað, sem gæti verið málsvari vor í hvívetna. En til þess treysti eg mér ekki hjálparlaust. Annaðhvort væri því fyrir konur að gera: að styrkja blaðið á ein- hvern praktískan hátt, eða láta það velta út af. Sumir kunna að furða sig á því, að eitt kvennablað geti ekki þriíist og kenna það ritstjórninni. »Ef fólki líka blöðin þá eru þau kej'pt, annars ekki«. Þannig rök- styðja margir þessa skoðun. En það eru margar orsakir að því, að blöðin eru keypt. Hjá karlmönnum eru það pólitísku flokkarnir sem styrkja sín flokksblöð, og ótaldir eru þeir tugir og jafn- vel hundruð króna, sem sumir menn í ílokkunum leggja fram bæði til að styrkja blöðin og flokkinn að öðru leyti. Auk þess sem fremstu menn þeirra rita í þau og styðja þau þannig með áliti sínu og góð- um greinum. Beztu flokksmennirnir láta sér annt um að útvega blaðinu kaupendur, og út um landið eru þeir blaðanna lielztu útsölumenn. En hvað gera nú konurnar til þess að fá sér öflugt blað, sem tali fyrir áhuga- málum þeirra? Fæstar gera þær mikið að. Meðan Kvbl. hafði að eins sögur og þýddar smágreinar meðferðis, þá var það fjölkeyptast, af því þá var það á líku þroskastigi og konur alment. Það flutti íaar greinar um önnur mál, en þau, sem flestar konur voru með, og það kom ekki með neinar nýjar stefnur eða hugsjónir, sem það yrði að berjast fyrir, og komast i missætti við suma út af. Því varð það vinsælt, og fekk góðar útsölukonur. En þegar það nú fyrir o. 5 árum tók sérmál kvenna upp á dagskrá sína, þá gránaði gamanið. Þetta var ný stefna, ný bugsjón sem þurfti að berjast fyrir. Og liugsjónirnar eru sjaldan bornar í gullstól af fjöldanum, þegar þær fyrst vilja fara að ryðja sér til rúms. Nú minkuðu vin- sældir blaðsins óðum, að minsta kosti bjá sumum. Það þótti þurrara og leiðinlegra. Auðvitað voru og eru altaf margar konur, sem einmitt vilja að það haldi þessari stefnu. En flestar yngri lconurnar, sem heitastar ættu að vera fyrir þessum mál- um, fást ekki til að Iáta sig það skifta. Og svo er stærðin, eða stærðarleysið, versti þrepskjöldurinn í vegi blaðsins. Inn- heimtunni kvarta allir undan. Og af því það er svo lítið, munar ekkert um sölu- launin, svo útsölufólk fæst varla til að taka það að sér. Vill miklu heldur borga sitt blað og vera laust við innlieimtuna. Kvennablaðið er því, alveg eins og önnur blöð, komið á náðir, ábuga og dugnað út- sölufólksins. Nú eru tímarnir mjög breyttir i þau 16 ár, síðan Kvbl. hóf göngu sína. Öll önnur blöð stækka nær því með ári hverju. Og oss konum veitti heldur ekki af að hafa stærra blað. Litið blað hlýtur að verða ekki eins fjölbreytt og gott með sömu ritstjórn. Það getur því hvorki gert eins mikið gagn, né verið eins skemtilegt. En það er síður en svo, að svo láti í ári fyrir Kvbl., að það þori að gera þá tilraun að stækka blaðið alveg upp á sín- ar eigin spýtur. Því þótt Kvbl. þrátt fyr-

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.