Kvennablaðið - 28.11.1910, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 28.11.1910, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIÐ 83 konur verja eða mæla með nokkrum þeim aðgerðum, sem ekki þoldu dagsbirtuna. í Idaho höfum vér konur í héraða- og ríkisembættum. Umsjónarmaður al- þýðufræðslumálanna í ríkinu heíir um langan tíma verið kona. Nálega í hverri borg eru konur í ýmsum embættum. Og nálega í hverju fylki er fylkisumsjónar- maðurinn kona, og gjaldkerinn kona, og þær hafa ætíð leyst öll sín opinberu störf ágætlega af hendi. Og eftir að allar sannanir bæði með og móti tiltögunum um kosningarrétt kvenna eru vegnar sam- an, þá finst mér að hver réttsýnn maður ætti að vera fús að veita konu sinni, móður og sýstur, sem hann ber mikið traust til i sérhverju öðru máli, sem snertir hans við- kvæmustu mál, sömu réttindi til sam- þykkis eða ósamþykkis á mönnum og lög- um, og liann hefir sjálfur. Hvort sem lög- in reynast góð eða ill, þá ganga þau jafnt yfir konur og karla, og þær líða jafnt við ókosti þeirra og karlar. Ef sérhverri spurningu um rétt eða rangt í lögnm vor- um, væri unt að skera úr með atkvæðum meiri hluta kvenna vorra, þá væri hagsæld og öryggi þjóðfélags vors og stofnana þess borgið. Eg er afdráttarlaust meðmæltur kosningarrétti kvenna. James H. Brody landstjóri í Idaho Baise 17. okt. 1910. Eftirfylgjandi bréf var sent af landstjóran- um i Colorado: Til borgarafundar kosningarréttarkven- flokksins í New York. Þótt að sú skoðun, sem er með al- mennum kosningarrétti kvenna sé stöðugt að ryðja sér meira og meira til rúms, og sé nú orðin miklu almennari, að eg hygg, en síðast þegar eg var í New York, þá geri eg ráð fyrir, að þér munuð berjast á móti þeirri úreltu kenningu, að konur þurfi ekki kosningarréttar við. Þessari á- stæðu, sem notuð er við hvert tækifæri. Má eg svara bréflega þessari mótbáru, sem kveðju til fundar yðar. Ef meiri hluli manna í einhverju landi eða í Bandaríkjunum léti sig engu skifta um kosningarétt sinn, mundi þá mótstöðumenn kosningarréttar kvennanna vera ánægðir með að vera sviftir honum? Það er satt, að menn hafa skopast svo mikið að þeim konum, sem barist hafa fyrír almennum kosningarrétti kvenna, að það hefir haft áhrif á margar konur. Þó hefir þetta mál tekið undursamlegum fram- förum á síðustu 60 árum. Spyrjið kon- urnar í Colorado hvort þær þarfnist ekki kosningarréttarins. Leggið þessa spurn- ingu fyrir sérhverja þá konu þar, sem lief- ir reynt kosningarréttinn, og engin ein- asta kona þar mun greiða atkvæði á móti kosningarréttinum. í Colorado liafa konur haft kosningarrétt í 16 ár, og hefir það reynst þjóðinni mjög bless- unarríkt í alla staði. John F. Shafroih landstjóri í Colorado, Denver, 28. okt. 1910. Landstjórinn i Wyoming ritar: Til Kosningarréttarflokks kvennanna í New York. Almennur kosningarréttur lcvenna hef- ir verið við lýði í ríki þessu, (og meðan það var nýlenda) í meir en 40 ár, og reynst mjög happasæll í öllu tilliti. Konur greiða liér jafnfrjálslega og skynsamlega atkvæði sin og karlar, og virðast hafa meðfædda svo góða dóm- greind, sem gerir þær oft færari um að komast að réttari ályktun viðkomandi ýmsum stjórnmálum en karlar. Löggjafarvald ríkis vors hefir við þrjú mismunandi tækifæri samþykt ályktanir, sem lýsa þvi yfir, að kosningarréttur kvenna vorra hafi haft mjög heillaríkar afleiðingar, og mælt með því að hann verði veittur öllum konum í Bandaríkj- unum. Mér virðist að ekkert það ríki, sem þekkir sögu kosningarréttarins í Wyoming

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.