Kvennablaðið - 19.12.1910, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 19.12.1910, Blaðsíða 1
Kvonnablaðiðkost- ar 1 kr. 60 au. inn- anlands, erlendie 2 kr. [ðOcent veatan- hafs) */» verðeiiiB borgiat fyrfram, en '/i fyrir 15. júli. tamtmMftbtb, Uppaögn ikrifleg bundin við ára- m6t, 6gild nema komin sé til út- got. fyrir 1, okt og kaupandi hafl borgað að fullu. 16. ár. Reykjavík, 19. des. 1910. M 12. Almennur kvennafundur var haldinn hér í Reykjavík í stóra salnum i Iðnaðarmannahúsinu þ. 2. des. síðastliðinn. — Fundarefnið var að vita hvaða þátt Reykjavík- ur konur vildu alment taka í því, að Kvenna- blaðinu værí haldið úti í líka stefnu og um undanfarin ár. Og hvort að þær óskuðu eftir, að það væri stækkað og vildu styðja að þvi, með því að fjölga kaupendum til muna. Fyrir fundinum gengjust ýmsar af merkustu konum bæjarins, sem voru í stjórnum ýmsra kvenfél. — Eins og lesendur Kvbl. munu muna, vildu kvenfélögin hér ekki sinna þessu máli á nokk- urn hátt. Pótti það ekki taka til sín hvort blaðíð kæmi út eða ekki. Verksvæði þeirra væri alt annað, því fiest þeirra væru góðgerða- fyrirtæki. En persónulega kváðust flest allar stjórnarkonur þessara félaga vera með blaðinu og álita, að blaðið mætti ómögulega leggjast niður, þyrfti [að stækka, svo það gæti orðið fjölbreyltara. Fundurinn 2. desember var svo fjölsótlur, að margar urðu frá að hverfa. Katrin Magn- ússon var kosinn fundarstjóri. Skólastýra frk. Ingibjörg Bjarnason hóf umræðurnar. Skýrði sögu Kvennablaðsins, og mælti eindregið fyrir þvi, að konur styrktu blaðið alment með því, að kaupa það og borga skilvíslega, helzt fyrir fram, og að þær rituðu í það og útbreiddu, sem þær mættu. Kvað konum ekki vansalaust, að láta það nú verða að gefast upp, einmitt þegar hæzt stæði á jafnréttiskröíum vorum. Skoraði á konur, að veita því fylgi sitt, sem fyrst, því fijót hjálp væri tvöföld hjálp. Pá talaði Bríet Bjarnhéðtnsdóttir og skýrði málið frá blaðsins og sinu sjónarmiði. Gat um agnúana, sem væru helztir við útgáfu þess: óskilvísB borgun og afskiftaleysi kvenna, að rita í það. Las upp all-margar fyrirsagnir á ýmsum greinum í þrem síðustu árgöngum þess, sem ekki voru um kvenréttindamálin sjálf, það er að segja: pólitisk réttindi kvenna, heldur um ýms önnur, t. d. atvinnumál, skólamál og fræðslumál almenn, uppeldismál og ýms félags- fræðisleg mál. En hvernig sem slegið væri til hljóðs, þá þegðu konurnar stöðugt. Ekki væri það af þvi, að það væri einungis Kvennablaðið, sem þær vildu ekki riia i. Pær rituðu í engin blöð. Síst aí öllu ungu stúlkurnar, sem verið væri þó að vinna fyrir. Helzt bæri við, að fullorðnar eða eldri konur rituðu grein og grein og þá jafnan um pólitísku réttindin kvenna og ýms önnur jafn-réttismál. Hún vildi því spyrja þá, »em teldu blaðið ekki nægilega fjölbreytt: Hver væru áhugamál þeirra? Fyrst þau væru á engum þeim svæðum, sem tekin væru fram í Kvennablaðinu. Konur ættu að rita um þau sjálfar, með því móti fengju þær blaðið ritað eins og þær óskuðu. Allar sæmilega ritaðar greinar í þær áttir, yrðu teknar. —- Hún kvaðst hafa verið vöruð við stefnu-breytingunni, vegna reynslu þeirrar, sem fengist hefði með Frám- sókn, en hafa álitið það skyldu sína, að taka kvennamálin úpp, þegar ekkert blað ísl. hefði haft þau meðferðis. Hún taldi víst, að ef blað- inu væri breytt i fyrri áttina, gert sem líkast útl. blöðum, sem hafa að eins smá-greinar ým- islegs efnis, sögur, góð ráð og matarfyrirskriftir, þá mundi blaðið fá næga kaupendur. En sér findist það svo stór afturför, að hún vildi ekki gera það. Annað mál væri, ef unt væri, að stækka blaðið, að eitthvað kæmi fleira með, sem konur alment teldu sig vanta. Einkum yrðu þær þá sjálfar, að fara að rita í blaðið. Pá töluðu þær frk. Laufey Vilhjálmsdóttir og frú Guðrún Jónasson mjög eindregið með blaðinu, og hvöttu konur að rita í það, kaupa það og borga skilvíslega. Kvað frú G. Jónasson sér kunnugt um, að pólitisku flokkarnir legðu fram stórfé til að styrkja blöð sin. Ef konur væru óánægðar með blaðið, þá gætu þær breytt því, með þvi að rita í það. Skoraði á konur þar á fundinum, að gerast áskrifendur að því, og stakk upp á konum til að bera lista fram um salinn í þvi skyni. Síðan var borin upp tillaga um, hvort fund- urinn óskaði, að þetta væri gert, og var það samþykt með öllum greiddum atkvæðum, en ýmsar konur voru þá farnar, því kl. var orðin 11.—Ein af þeim konum, sem stungíð var upp á, til að fara með listann fram í salinn, mót- mælti þeirri aðferð. Kvaðst ekki vilja, að kon- ur gerðust áskrifendur fyr en trygging væri fengin fyrir því, að blaðið yrði gott og konum til sæmdar. Margar góðar greinar játaði hún, að hefði verið í því. En karlmenn læsu það ekki. Við þá þyrftum við helzt að tala. Pvi yrði blaðiö að vera pólitískt blað, efdugaskyldi

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.