Kvennablaðið - 31.01.1918, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 31.01.1918, Blaðsíða 5
5 K.VENNABLAÐIÐ virðist vera stærsti ljósdepillinn á fram- tíðarhimni þjóðanna. Og ef svo er annar- staðar, þá er líklegt að íslenzku konurnar haíi líkt hlutverk að inna af hendi. Að þær bæði eigi og geti orðið meðhjálp karlmannanna til þroskunar og framfara þjóðfélagi voru. En til þess verðum við að hafa glögga tilfinningu fyrir öllu því sem aflaga fer og glögt auga fyrir umbót- unum, sem á misfellunum þurfa að verða. Samtök kvenna. Nú á þessum dýrtíöartímum hej'rist oft kvart- að yfir að ýmsir embættismenn og starfsmenn þess opinbera hafi alt of lítil laun. Pau séu frá gömlu tímunum, einkum embættismannalaunin. Ýmsir starfsmenn þess opinbera hafa bæzt við^ sera lág laun þykja hafa, samanborið við þær þarfir, sem dýrtíðin skapar. En engir af þess- um mönnum bafa þó af slíkum sultarkjörum að segja sem ritsíma og talsíma stúlkurnar. Pað er blátt áfram ósæmilegt bvernig-með þær er farið í því tilliti. Engir finna þetta heldur betur en símafólkið sjálft, þvi flestir karlmennirnir í þeim flokki eru líka illa launaðir, þótt út yfir taki launa- kjör simakvennanna. Það er því ekki ófróðlegt að skýra hér frá launabreytingum þeim, sem orðið hafa á kjörum símastúlknanna í Noregi, nú þegar Norðmenn fóru að breyta launakerfi sínu á siðasta ári. Að launin urðu svo þolan- Ieg, sem þau nú eru, eru að þakka samtökum simakvennanna sjálfra, sem hafa sambandsfé- Iög milli sín um alt landið, og sendu í gegnum sambandsstjórn sína ákveðnar launakröfur, sem símastjórnin styrkti og síðan var tekin til greina af launanefnd Stórþingsins og þingina sjálfu. Launahækkunin til allra ritsíma og talsíma- flokkanna nemur samtals 1,700,000 krónum. Laun ritsimakvenna eru þessi eftir báðum launalögunum: Simastýriir: Gömlu launin: 1. flokkur byrjunarlaun hækkandi kr. 1800—2100 2. ---- --------- ----------— 1600—1900 3. — 1200-1500 4. ---- --------- ----------— 1000-1300 Nýju launin: 1. fl. Kr. 2600 hækkandi til 3200 2. — - 2200 — — 2800 3. — — 1800 — — 2400 4. — — 1600 — — 2200 Ritsímastúlkur: Gömlu launin: Kr. 1200—1900 Nýju launin: — 1800—2800 Aðstoðarsimastúlkur við ritsima og langa talsíma: Gömlu launin: Kr. 1000—1000 Nýju launin: — 1600—2400 Aðstoðarskrifslofustúlkur við ritsímastjórnina og stöðvasljórnirnar: Gömlu launin: 1. fl. Kr. 1600—2400 2.------ 1200—1900 Nýju launin: 1. — — 2000—3000 2.---------------------- 1800—2700 Nústofnuð staða furir kvenlega fulltrúa: Kr. 2600-3200. Vara-ritsímastúlkur: Gömlu launin: 900. — Nýju launin: 1200. Vara-ritsimastúlkur sem unnið hafa meira'en 3 ár, teljast þá sem fastir starfsmenn með 200 kr. aldurshækkun. Öll aldurshækkun er 200 krónur 3. hvert ár, nema fj7rir skrifstofuaðstoð- nrstúlknr, sem fá 230 kr. hækkun 3. hvert ár. Símastúlkurnar hafa lengi átt við lág launa- kjör að búa i Noregi, enda tók símastjórnin hér laun þeirra til fyrirmjradar, þegar Iaun símastúlknanna hérna voru afmörkuð. Verst er að laun simastúlknanna okkar eru þó miklu lægri, og vinnutíminn miklu lengri, en norsku stúlknanna, sem núna hafa þó fengið dálitla bót á launakjörum sínum. í Noregi var staðar(lokal)talsímafólkinu miklu ver launað en því sem var við ríkissímann. Gömlu launakjörin voru þau, að byrjunarlaun- in voru 850 kr. árlega fyrir 6 stunda vinnu og fór hækkandi um 100 kr. 3. hvert ár til 1450 kr. Nú þar á móti eru byrjunarlaunin 1300 kr. sem fara hækkandi með 150 krónum 3. hvert ár til 1900 kr. Þetta varð tiltölulega hart fyrir þær, sem lengur höfðu verið. Hámarkslaunin eru 1900 kr. En þær, sem höfðu verið 12 ár, fengu nú við launahækkunina strax hæstu launin eða 1900 krónur, sem þær eftir gömlu reglunni hefðu orðið að bíða eftir í 6 ár, og þó ekki fengið þá nema 1450 kr. — Allir launa- flokkar hafa orðið að draga frá 120 kr. árlega í eftirlaunasjóðinn. Nú frá 1918 dregst 10 pró- sent frá laununum mánaðarlega. Eldri símakonurnar eru óánægðar með há- markslaunin og vilja fá 2 hækkunartímabilum bætt við með 150 kr. hækkun, svo hámarks- launin verði 2200 kr. eftir 18 ára þjónustu. Einkum vegna þess að hér eftir verður enginn fastráðin simakona, vegna þess að áður en langt um líður, missa þær allar stöðu sína, þvi þá verður farið að nota »Automata« við sím- ann í stað símaþjóna. í ráði er að allar síma- konur fái eftirlaun úr eftirlaunasjóði ríkisins frá 1918.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.