Kvennablaðið - 31.01.1918, Blaðsíða 7

Kvennablaðið - 31.01.1918, Blaðsíða 7
KVENNABLAÐIÐ 7 inn gegnum almenna atkvæðagreiðslu, þá geta þær ekki gert sér hugmynd um alla þá erfiðis- muni, sem þetta hefir í för með sér fyrir konur í Bandarikjunum, þar sem allur kosningarréttur þeirra verður að fást með þessari aðferð. — Þetta er sú heitasta kosningabarátta, sem nokkurn tíma hefir verið háð, svo alþjóða sambandsfélagið lilýtur að hafa ánægju af að vita um, hvernig hún fór fram. Þessi barátta hefir í raun og veru staðið í 4 ár, því það varð ekkert hlé á henni eftir ósigurinn 1915, sem varð eftir tveggja ára harða baráttu. Hún hófst aftur morguninn eftir ósigurinn og hefir aldrei lint siðan fyr en nú að við höfum sigrað. í öllum borgum New York fylkisins hafa skrifstofur með miðstjórnum verið settar upp og mikill fjöldi fastra starfsmanna ráðinn- Alt hugsanlegt hefir verið gert til að reyna að ná til þjóðarinnar, skrifað í blöðin, settar upp i götuauglýsingar, geysistórir fánar hengdir yfir þverar götur — leiftrandi rafljósaletur í loftinu — auglýsingar í hverjum vagni á strætunum.* og bréf send til allra kjósenda. — Pað kostar hér um bil 20,000 dollara að senda áskorun til hvers kjósanda, og þetta hefip oftsinnis verið gert. Öllu ríkinu hefir verið skift í kjördæmi ög kvennanefnd verið sett í hverju þeirra til að stjórna kosninga-undirbúningnum. Voru þessar konur 6000 að tölu og fékk engin þeirra laun. Hafa hundruð og þúsundir kvenna gefið mál- efninu tíma sinn og erfiði — en þrátt fyrir það er talið að kosninga-undirbúningurinn muni kosta alt að hálfri miljón dollars og hafa konur lagt alt það fé fram. — Fundir voru haldnir svo hundruðum skifti — hvar sem því varð komið við. — Mrs. Catt og Dr. Shaw hafa talað á hverju kvöldi í stærstu samkomusölum ríkisins. — Fundir hafa verið haldnir á strætum úti — konur hafa leitað stuðnings allra félaga — hver einasti af tveimur miljónum kjósenda ríkisins vissi um hvað barist var. Áhrifamest varð á- skorun með undirskriftum 1,014,000 kvenna, 21 árs og þar yfir — er báðu kgflmenn New York ríkis um að gefa sér kosningarrétt. 27. október gekk fylking 20,000 kvenna af öllum flokkum og stéttum, i gegnum stærstu götu bæjarins, Fifth Avenue, að á horfandi miljón manna. Fær báru þessar áskoranir — voru undirskriftirnar málaðar á þykkan pappa, frá hverju héraðinu eftir annað, svo allir gætu séð þær. Áskoranirnar frá konum New York bæjar — en helmingur allra undirskrifta var þaðan — báru konurnar á bakinu í atkvæða- kössum, og stóðu tölur utan á þeim, sem sýndu, að í mörgum hlutum bæjarius var tala þeirra kvenna, er æsktu atkvæða, hærri en tala kosn- ingarbærra karlmanna þar. Tilgangur þessara á- skorana var að rota þessi alþektu, steingervu mótmæli andstæðinga kvenréttindamálsins: »Konur vilja ekki fá kosningarrétt«. Aldrei hafa jafnmargir karlmenn notað kosningarrétt sinn við nokkrar kosingar í New York fylki eins og konurnar voru margar, sem skrifuðu undir þessa áskornn. Um áhrif þessa sigurs fyrir kosningarréttar- málið segja amerískar konur enn fremur: »Vér álítum þetta stærsta sigurinn, sem unn- inn hefir verið nokkurstaðar fyrir kosningar- rétt kvenna, af því að hann er unninn með 1,188,670 atkvæða meiri hluta kjósendanna sjálfra, en í öðrum löndum hefir að eins atkvæða- munurinn í pingunum ráðið úrslitunum. Hér hefir tala þeirra kvenna, sem kosningarrétt fá nú, verið hærri en sú tala, sem nokkurn tíma áður hefir fengið kosningarrétt i einu. Pað hefir líka verið stórkostlegasta kosningar- baráttan, sem háð hefir verið í Bandaríkjunum, af því New York fylki ber höfuð og herðar yfir alt landið. Við höfum unnið langfjölmenn- asta ríkið í Bandaríkjunum og atkvæðin i næststærsu borg heimsins. Og það sem ef til vill er það mikilvægasta: við fáum fjörutíu og þrjá meðlimi Allsherjarþingsins í Washington kosna með atkvæðum kvenna. Við byrjuðum undir eins næsta morgun eftir kosningarnar, á baráttunni um sambandslagabreytinguna. Pað verður harður bardagi, sem við vinnum ekki í þetta sinn á Sambandsþinginu. En við vinnum það eflaust á næsta Sambandsþingi. Okkar meiri hlutí í borginni New York er svo stór — hér um bil 94,300. — Pað er engin hætta möguleg af þvi. að atkvæði hermannanna okkar breyti nokkru. Pið megið trúa þvi, að hér hefir verið mikið að gera. Pað liefir verið vakningartími og þó spennandi og þreytandi — eftir á. Við höfum verið að kafna í heillaóskum, munnlega, síma- lega, bréflega og í blöðum. Við höfum hér á skrifstofunni tekið á móti hér um bil 850 blaða- úrklippum daglega. Blöðin hafa verið óvið- jafnanleg: Að eins eitt blað i allri New York, að meðtalinni Brooklyn, hefir verið okkur and- stætt. Wilson forseti hefir verið okkar mesti bjargvættur til að vinna sigurinn. Undirskrifta- áskorunin okkar með 1,015,000 nöfnum kvenna, sám eru yfir 21 árs gamlar, hefir verið önnur sterkasta hjálpin. Líklega hefir þó vinna kvenna í ýmiskonar þarfir he^sins unnið okkur flesta vini og hjálpað raest til góðra úrslita. Við höfum enn þá ekki haft tíma til að safna ná- kvæmum skýrslum um þetta. Við erum þess fullvissar, að Wilson forseti

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.