Kvennablaðið - 28.02.1918, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 28.02.1918, Blaðsíða 1
KrennHbl ftðið krut- ar 3 kr.innanlandg erlendÍB kr. 3 60 (1 dollar vestan- hafe) */* ▼erðeins borgist fyrfram, en *jt fyrir 16. júli. ÍJÉtttlfl&lftÍltb. Uppiðgn skrifleg bnndin við fcra- mót, ógild nema komin sé til út- gel. fyrir 1. okt og kaupandi hafl borgað að fullu. 24. ár. Reykjavík, 28. febrúar 1918. M 2. Samvinna kvenna. i. Landsspítalasjóðurinn. Fyrsta verulega sporið til samvinnu kvenna er nú þegar stigið, og árangurinn af því er »Landsspítalasjóðurinn«, sem nú er orðinn rúmar 50,000 krónur. Það má óhætt fullyrða að margir voru lítið trúað- ir í fyrstu á það, að slík samskot yrðu nokkur lyftistöng fyrir það mál. í fyrsta lagi hefðu konurnar sjálfar svo lítil Qár- ráð, í öðru Iagi mundu karlmenn elcki styðja þessi samskot að miklum mun, af því þeir hefðu ekki átt frumkvæðið að þeim, og í þriðja lagi hætti konum svo við að þreytast, þegar um þau mál væri að ræða, sem fremur mættu heita fram- tíðarmál. Það skal fúslega viðurkent hér, að Kvennablaðið hafði ekki mikla trú á því í fyrstu, að þessi samskot yrðu að þeim notum, sem nú er sýnt að þau geta orðið, og vonandi verða líka. Yér lítum líka svo á, og erum í rauninni en þeirrar skoðun- ar, að landsspitalinn œtti að öllu leyti að byggjast og rekast af landsins eigin sjóði. Engin stofnun ætti fremur að koma öllu landinu að notum, og því kostast að öllu leyti af landssjóði. En þessi samtök kvenna hafa sýnt að í þeim er líf og kraftur. Þau hafa ekki ein- ungis safnað þessum 50,000 krónum. Þau hafa gert það sem meira og erfiðara var: vakið þjóðina alla til meðvitundar um lífs- nauðsyn þessarar stofnunar, og eytt tví- drægninni og hreppapólitíkinni, sem áður hafði staðið þessu máli fyrir þrifum og verið steinn í götu fyrir öllum framkvæmd- um í þessa átt. Þessi samtök kvenna hafa gert algerða stefnubreytingu í þessu máli og komið því á þann rekspöl að það verð- ur vonandi ekki framar lagt upp á hillu framkvæmdaleysis og dauða, heldur hald- ið áfram þangað til að úr því er orðinn sýnilegur lifandi virkileiki. En þótt þetta fyrsta samvinnuspor kvenna hafi hingað til reynst svona happadrjúgt, þá eiga þær þó mikið eftir enn þá. »Betur má ef duga skal«. Hingað til hefir það verið Reykjavík sem lagt hefir fram stærsta skerfinn. Það hefir hún aðallega gert með minningarhátiðahaldinu 19. júní þessi 3 árin. Og einmitt með þessari áframhald- andi starfsemi, getur hún verið til fyrir- myndar í samvinnu kvenna. Eins og kunnugt er, tóku flest kvenfélög sig saman 1915 með Kvenréttindafélagi ís- lands og Hinu íslenzka Kvenfélagi í broddi fylkingar, til að efna til minningarhátíðar í tilefni af að stjórnarskráin var samþykt 19. júní s. á., sem veitti konum pólitísk réttindi. Upp úr þeim hátíðarundirbúningi kom svo fram sú spurning, hvað konur ættu nú að gera til minningar um þakk- læti sitt fyrir þessi fengnu réttindi. Þessi spurning var borin upp í þeim kvenfélög- um, sem að hátíðahaldinu ætluðu að starfa og þá vildi svo einkennilega til, að í tveim- ur félögunum báru tvær konur frarn sömu tillöguna, sama kvöldið, án þess að vita hvor af annari. Það var á félagsfundi i Kvenréttindafélagi íslands, að frú Elín Jónatansdóttir bar upp þessa tillögu, sem var þar samþykt með miklum meiri hluta atkvæða. Og í Hinu íslenzka kvenfélagi var það frk. Ingibjörg H. Bjarnason, sem á stjórnarfundi hreyfði þessari sömu til- lögu, sem líka fékk þar góðan byr. Þessi sameiginlega tillaga, sem kom þannig fram

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.