Kvennablaðið - 30.03.1918, Qupperneq 1

Kvennablaðið - 30.03.1918, Qupperneq 1
fCveunhblaðið Voit- ar 3 kr.innanlands erlendis kr. 3 60 (1 dollar veatau- hafs) */» verðsins horgist fyrfram, en J/» fyrir 15. jáli. iííttWflBíftbib. Upppogn skrifleg bnndin við fcra- mót, ógild nema komin sé til út- get. fyrir 1. okt og kaupandi hafl borgað &ð fullu. 24. ár. Reykjavík, 30. marz 1918. M 3. pnaðarsköiar kvenna. I. Kvennablaðið hefir frá fyrstu haldið því fram, að nauðsynlegt væri, að kouum væri ekki síður veitt fræðsla í öllu því, sem lyti að störfum húsmæðra og annara kvenna á heimilunum, en karlmönnum, sem búnir eru undir sin sérstöku slörf með viðeig- andi námi. í fyrsta árgangi Kvennablaðsins var hússtjórnarnám kvenna tekið til rækilegr- ar umræðu og ýmsum helztu skólum lýst, sem teknir hefðu verið til fyrirmyndar á Norðurlöndum, einkum 1 Noregi og Svi- þjóð, sem þá voru að koma sínum hús- mæðraskólum á fastan fót og byrja á skóla- eldhúsunum við barnaskólana. þótt und- arlegt megi virðast, man eg ekki eftir að nokkur kona hér á landi færi þá að gefa þessu máli svo mikinn gaum, að hún rit- aði greinar um það, né gerði neinar at- hugasemdir þvi viðvíkjandi, hvorki í Kvbl. né öðrum blöðum. Og norðlenzku kon- urnar, sem þó hafa innan sveitar hreyft þessu máli, hafa lítið um það talað í op- inberum blöðum eða stuðlað að því á þann hátt. Ver konur erum svo illa farnar hér á landi, að-ivér eigum ekki völ á nema einni eða tveimur konum, sem tekið hafa fulln- aðarkenslukonupróf við fullkominn kenslu- kvenna hússtjórnarskóla. Þótt ýmsar konur hér hafi farið utan og tekið fyrir hússtjórn- ar- eða matreiðslunám á tiltölulega stutt- um námskeiðum, svo sem kenslu við • skólaeldhús, farandkenslu í matreiðslu og 4—6 mánaða húsmæðranámskeið. En slíkt nám er hvorki nægilega yfir- gripsmikið handa konum, sem standa eiga fyrir fullkomnum hússtjórnarskólum, né heldur ætlað til þess. Slíkar forstöðukon- ur hússtjórnarskóla verða að hafa lært svo mikið að þær geti kent eða séð um að kent sé á ýmsum námskeiðum innan skól- ans, það sem nemendurnir helzt þurfa að læra. T. d. þarf sú kona, sem á að búa í sveit og hefir alt aðra lifnaðarhætti en kaupstaðarbúar, alt aðra matreiðslu og alt aðra heimilisfærslu og heimilisfyrirkomu- lag, en húsmæður í kaupstöðum. Auk þess verður skólinn að geta undirbúið konur, sem ætla sér að standa fyrir öðrum skól- um. Á sltólanum verða því námskeiðin að fara eftir þvi hvað nemandinn ætlar sér að taka fyrir á eftir. Annars er hann ó- nógur og óhentugur. Það er nú meira og meira að verða öllu skólafólki skiljanlegt, að eftir þessu verði að haga skólunum. Því helir hús- stjórnarfyrirkomulagið verið víkkað út og lagað líka eftir þörfum sveitafólksins. Kvennablaðið hefir oft hreyft því að hér þurfi líka að koma á fót búnaðarskólum handa konum, með líku sniði og nágranna- þjóðirnar væru að byrja á hjá sér, en lög- aðum eftir okkar staðháttum. Ymsir hafa einnig látíð i ljósi, að þeir skólar eða skóli, sem ákveðið hefir verið að koma upp handa konum á Norðurlandi ætti að ganga í líka átt þegar þar að kemur. En þá þyrfti líka að undirbúa að svo gæti farið, og til væru útlærðar forstöðukonur að þeim skóla, sem hefðu kynt sér þá beztu skóla, sem frændþjóðir vorar eiga í þeim efnum. Enginn vafi er á þvi, að Búnaðarskóli sænskra kvenna við Rimforsa i Svíþjóð þyk- ir sem stendur bezti og fullkomnasti hús- stjórnarskólinn á Norðurlöndum. Hann var líka fyrsti skólinn á Norðurlöndum,

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.