Kvennablaðið - 30.03.1918, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 30.03.1918, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIÐ 19 staðar. Og útlærðar kenslukonur í þessar stöður voru ekki fyrir hendi. Aðalregl- urnar, sem farið yrði eftir, urðu þá þess- ar: 1) að kenslukvenna nemendurnir skjddu, meðan ekki var um aðra verklega kenslu að ræða, æfast í öllum verklegum störf- um sveitakvenna. 2) að samhliða verk- legu æfingunum væri bókleg kensla. 3) að með kenslunni í hinum ýmsu deildum skólans í sparsamlegri hússtjórn og heim- ilisfærslu í sveit, að kenna nemendunum grundvallarreglurnar fyrir heimilisfærslu, og þær reglur fengju þeir sjálfir að útfæra á stóru heimili (skólanum), til þess siðan að geta rekið og stjórnað smærri heimil- um eftir sömu reglum. 4) að nemendurn- ir fengju með hagfeldum kensluæfingum, sýndum aðferðum (Demonstration) og bók- legu prófnámi þann uppeldislega kennara- þroska, sem framtíðarstaða þeirra og störf útheimtu. Þetta kenslukvenna-námsskeið stendur yfir í 2 ár. Fyrra árið er ætlast til að nemendurnir fái þá grundvallSr-þekkingu, sem er nauð- synleg, bæði í verklegum og bóklegum um greinum. Annað árið er svo aðallega ætlað fyrir sérnám nemendanna í þessum efnum: Sveitabúnaðar-námsskeið, sem nær bæði yfir heimilisstörf og heimilisstjórn innan dyra, og auk þess aðallega hús- dýrarækt og hirðingu, meðferð mjólkur, smjör- og oslagerð heimilanna, ásamt ýmsum öðrum störfum, sem kvenfólk vinn- ur og sér um á sveitabæjum. Skólaeldhúss- námsskeið, sem aðallega er fólgið í húslegri sparsemi. Garðrœktarnámsskeið, sem í sér felur matjurtagarða og blómgarða-hirðingu. „Blómgarðsvörðurinn“. (Eftir Rabindra Nath Tcy/ore.) I. Ómælanleg auðæfi áttu ekki, þú hin polin- móða, dimma móðir, jörð. Pú leitast við að fylla barnamunnana pína, en það er lítið um fæðu. Gáfur gleðinnar, sem þú átt handa oss, eru aldrei fullkomnar. Leikfangið sem þú býrð til handa börnum þínum, er veikt. Pú getur ekki mettað allar vorar hungruðu vonir. En ætti eg þess vegna að bregðast þér? Bros þitt, sem sorgin skyggir á, er kært aug- um mínum. Ást þín, sem ekki þekkir fullnægjuna, er kær hjarta mínu. Af brjósti þinu hefir þú nært oss með lifi, en ekki með ódauðleika. Pví eru augu þín eilíflega árvökur. Þú erfiðar og stritar gegnum kynslóðirnar með litbreytingum og söng. Pó er þinn himin ekki enn þá reistur, en að eins veikur, raunaleg- ur dráttur af honum. Yfir þínum fegurðar sköpunarverkum hvílir þoka af tárum. Eg vil hella söngvum mínum í þítt þögula hjarta og elsku minni í þína elsku. Eg vil vegsama þig með vinnu. Eg hefi séð þitt ástríka auglit, og eg elska þitt syrgjandi duft, móðir jörð. II. Enginn lifir eiliflega, bróðir, og ekkert er æ- varandi. Minstu þessa jafnan og fagnaðu! Líf vort er ekki einungis eina, sama gamla byrðin, og vegur vor er ekki einasti, sami, langi vegurinn. Eitt einasta skáld á ekki að eins að syngja eitt einasta, gamalt kvæði. Blómið visnar og deyr, en sá, sem ber blóm- ið, á ekki að syrgja það eilíflega. Bróðir, minstu þessa jafnan og fagnaðu! Alger kyrstaða útheimtist til þess að fullkom- leikinn fléttist inn í ljóðaþráðinn. Lífinu hallar að sólarlaginu, til þess það hnigi ofan i gullna skugga. Kærleikurinn verðnr að kallast burtu frá leik sinum til þess að tæma bikar sorgarinnar, og fæðast á ný i himni táranna. Bróðir, minstu þessa jafnan og fagnaðu! Við flýtum okkur að tína blómin okkar, svo vindarnir, sem fram hjá fara, ræni þeim ekki. Pað hressir blóð vort og skerpir sjón vora að ræna þeim kossum, sem annars mundu visna, ef vér biðum. Líf vort þýtur áfram og þrár vorar og girnd- ir reka eftir, því timinn lyftir þegar upp skiln- aðarklukkunni. Bróðir, minstu þessa jafnan og fagnaðu! Við höfum ekki tíma til að faðma einn hlut, þrýsta honum að oss, og fleygja honum svo í duftið.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.