Kvennablaðið - 30.03.1918, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 30.03.1918, Blaðsíða 4
20 KVENNABLAÐIÐ Tímarnir trítla hratt áfram felandi draum- ana i kápuiellingum sínum. Líf vort er stutt — pað gefur oss lítinn tíma til eintómra ástaratlota. Væri pað að eins notað til strits og erfiðis, mundi pað verða óendanlega langt. Bróðir, minstu pessa jafnan og fagnaðu. Fegurðin virðist oss full af sætleika, pví hún dansar eftir sama hraða hljóðfallinu og líf vort. Pekkingin virðist oss hafa gildi af pvi vér fáum aldrei tíma til að tæma hana til fulls. En dauðinn heldur blómum hinna jarðnesku sjónhverfinga eilíftega ferskum. Bróðir, minstu pessa jafnan og fagnaðu! (Frh.) Utan úr heimi. Yflrlit. Samgöngurnar við umheiminn eru af svo skornum skamti, að fáar fréttir berast þaðan aðrar en striðs- og hermdarverka- fréttirnar. Þó ber þar nú allmargt við, sem á öðrum tímum mundi þykja stórar njTjungar. En það eru alt friðsamlegar ráðstafanir og framkvæmdir, sem konur og karlar vinna að í sameiningu og bróð- erni, til að veita mótstöðu hinum ósegjan- lega mikla blóðmissi, fjártjóni og eyði- leggingu, sem heimurinn, og sérstaklega ófriðarlöndin hafa öll þessi ár orðið fyrir, og til þess að leitasl við að slík skelfing- ar óöld geti aldrei aftur runnið upp yfir mannkynið. Ein af þeim eftirtektarverðustu tilraun- um i þessa átt er starfsemi og útbreiðsla friðarfélaganna. Þeirra hefir litið gætt siðan stríðið hófst og allar þeirra málaleitanir og friðarræður hafa verið kæfðar niður harðri hendi með »báli og brandi«. Hvorki bréf né blöð þeirra hafa fengið að ganga í gegnum póstana og póstskoðunina, fundir þeirra hafa verið bannaðir eða staðið undir lögreglueftirliti. Þjóðirnar hafa ekki mátt heyra »friðarorð« nefnd í blöðum eða á fundum og öðrum opinberum stöðum. Auðvitað hafa konurnar í öllum lönd- um einlægast og eindregnast heimtað frið og formælt stríðinu og ölluin þess athöfn- um og afleiðingum. Þær hafa líka eðli- legasta réttinn til að mótmæla því, þar sem þær eru mæður hermannanna, sem slitnir eru frá hjörtum þeirra og heimil- um sínum til að myrða syni annara kvenna og eyðileggja heimili þeirra. Mæð- urnar skilja því bezt af öllum, hvað frið- urinn er þjóðunum dýrmætur, og þær mundu því allra manna bezt vilja varð- veita hann fyrir lönd og lýði, ef þær mæftu ráða. Það er þvi algerlega í samræmi við þessa hugsun að þjóðirnar eru nú hver af annari að veita konnm sínum pólitísk réttindi. Menn vita, að ef þær eiga að íjalla um og greiða atkvæði um öll þjóðar- stórmálin utan og innan löggjafarþinganna, þá mundi friðuriun verða bezt trjTgður, því þær skildu hvað það hefði í för með sér, að rífa heimilisfeður og starfsmenn þjóðanna burtu til slátrunar á vigvöllun- um. Auk þessarar aðalástæðu, sem er í raun og veru hin sama og bindindismenn- irnir hafa treyst á, að konurnar væru sterkustu liðsmenn þeirra gegn ofdrykkj- unni, þá hafa konurnar unnið sér traust og álit karlmannanna í hernaðarlöndunum fyrir hina ötulu og ósérhlífnu þátttöku þeirra í öllum störfum þjóðfélagsins, sem áður hafa að eins þótt karlmannaverk. Því geta þeir ekki lengur með minstu réttarátyllu neitað því að konum beri réttur til að vera með þeim í löggjafar- störfum, og að þar beri þeim að eiga full- trúa, sem taki tillit til óska þeirra og álits. í samræmi við þessa hugsun og álit karla og kvenna er það, að Englendingar hafa nú loks látið undan og veitt konum pólitískan kosningarrétt og kjörgengi, en þó með þeim takmörkunnm, að þennan rétt fá að eifts 30 ára konur fyrst um sinn, sem hafa kosningarrétt og kjörgengi til bæjar- og sveitarstjórnar. En karlar fá þessi sömu réttindi 21 árs gamlir. Þess hefir áður verið getið hér í blað- inu, að konur í New York ríkinu haíi V

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.