Kvennablaðið - 30.03.1918, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 30.03.1918, Blaðsíða 5
KVENNABLAÐIÐ 21 fengið pólitísk réttmdi og að þær væru strax farnar að hefja baráttu fyrir því, að Sambandsþing Bandaríkjanna í Washing- ton veiti öllum amerískum konum þessi réttindi, þótt þær byggjust ekki við að ná því takmarki að þessu sinni. En nú kem- ur sú frétt, í sænsku blaði frá 18. janúar, að þegar það var að fara í pressuna, hafi komið hraðskeyti frá Zúricb, að eftir skeytum frá Washington hafi Sambands- þingið (Kongressinn) í Bandaríkjunum samþykt með 572 atkvæðum gegn 136 að Bandaríkjakonur skyldu fá pólitísk rétt- indi með sömu skilyrðum og karlmenn. Til þess að þetta verði að lögum, verður það að samþykkjast af öllum fylkja Iög- gjafarþingunum með s/t allra atkvæða. Nú hefir nær því */3 hluti allra fylkj- anna veitt konum þessi réttindi áður, svo naumast mun efamál að þetta verði lög- leitt í öllum ríkjunum. Þá var það eitt af fyrstu verkum þings- ins í Rússlandi eftir fyrstu stjórnarbylt- inguna, að veita rússneskum konum póli- tískan kosningarrétt og kjörgengi. — Hol- land veitir og hollenzkum konum pólitískt kjörgengi, þótt undarlegt sé, en ekki kosn- ingarrétt, en samþykkir þó lög, svo veita megi konum kosningarréttinn án stjórnar- skrárbreytingar. — Með því að veita kon- um kjörgengi hefir því þingið viðurkent nauðsyn og rétt kvenna á því að eiga fulltrúa í löggjafarþinginu. Og að þær fái að kjósa þá fulltrúa sjálfar, getur varla verið langt undan landi. Þegar þessa er gætt, og einnig hins, að bæði í þessum löndum og öðrum hafa konur unnið mikið að því að fá stjórn- irnar til að taka kosningarrétt og kjör- gengi kvenna upp í sín frumvörp, þá get- ur mönnum ekki dulist, að samræmi sé að verða og samkomulag milli óska og vilja kvennanna og stjórnendanna. Síðustu útlend kvennablöð skýra frá því, að ung- verska stjórnin hafi nú tekið kosningar- rétt og kjörgengi kvenna upp i kosningar- lög sín, sem nú eru á prjónunum, sem rýmka mjög um kosningarrétf karlmanna. Vitaskuld eru konum sett miklu verri skilyrði fyrir þessurn réttindum. í stað þess að karlmenn eftir lögunum verða að hafa notið skyldukenslu alþýðuskólanna í 4 ár, þá verða konurnar einnig að hafa notið kenslu í framhaldsskólunum önnur 4 ár. Retta kemur þó harðast niður á sveitastúlkunum, sem snemma fara að vinna fyrir sér og ekki hafa tima til að ganga á aðra skóla en alþýðubarnaskól- ana. En konurnar gleðjast sarnt af þvi góða útliti, sem er á að þetta mál gangi í gegn á þinginu og vænta að það muni einnig hafa mikil áhrif á Austurríki og verða til þess að austurrískar konur fái bráðum sömu réttindi, og það því fremur, sem Zita keisaradrotning sé máli þessu mjög hlynt og hali stuðlað að því að þetta stjórnarfrumvarp kom fram í Ungverja- landi. Þá þykir það einnig mikil tíðindi og góð, að nú eru bréf og blöð frá friðar- vinum ýmsra ófriðarþjóðanna tekin að berast án eftirlits út um heiminn með póstunum. Menn vona að það sé friðar- hugur og friðaróskir stjórnanna, sem þar komi í ljós, ella fengju ekki slík bréf og blöð óhindruð að sendast áfram fremur en áður. Sömuleiðis eru fundarhöld tekin upp aftur af friðarvinunum til að ræða málið og agitera fyrir því. Þannig hélt kvenréttinda landsfélag austurrískra kvenna, í sambandi við alþjóðafriðar félagsdeild þeirra, svo fjölmennan friðarfund í síðastl. nóvember, að stærstu fundarsalir í Wien rúmuðu ekki alla þá, sem þar vildu vera. Nú hafa forstöðukonurnar fyrst getað sent fregnir af þessum fundi til Norðurlanda. í bréfi þeirra óska þær ákveðið, að hið nýja ár færi frið, að það verði sannarlega nýtt ár, friðarár. Þær eru þess fullvissar, að konur allra þjóða séu nú komnar að raun um og sannfærðar um, að núver- andi og einkum komandi kynslóðir eigi að eins einn sameiginlegan óvin: hernað- arstefnuna og hernaðar-æsingamennina í öllum löndum. En þessar miljónir kvenna

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.