Kvennablaðið - 30.03.1918, Blaðsíða 8

Kvennablaðið - 30.03.1918, Blaðsíða 8
24 KVENNABLAÐIÐ V erzluniii Björn Kristjánsson, | Reykjavík, Vesturgötu 4, selur allskonar VEFNAÐARVÖRUR af vönduðustu tegundum; || litirnir óvenjulega haldgóðir. Meðal annars má nefna: Klæði, enskt vaðuíál, fatatau ailsk., kjólatau, svuntutau, sjöl stór, mikið úrval; herðasjöl, karlmannaföt, prjónnærföt fyrir börn og fullorðna o. m. m. fl. Verðskrá sendist ókeypis þeim er óska. hart færi þá þyrði hún vel að deyja, og um það efaðist enginn. Hún leit á Jón alvarlega en haturlaust, því hún vissi ekki að hann elskaði hana. þeim fóru ekki mörg orð í milli, en hann einn fékk að vita þvi hún hefði gert þetta. Það áleit hún skyldu sina við hann. Gamli Hannes hélt fram hvorugs þeirra hluta, þótt auðséð væri að hann ætlaði sér ekki að þvinga Mar- grétu þangað, sem hún vildi ekki fara. Taiað var um skilnað, því að jörðina átti Jón að minsta kosti að erfa. En hann þverneitaði. Fengi hann ekki Margrétu tók haun sér. aldrei aðra konu og — máske iðraðist hún einhvern- tíma eftir þessu — en þetta hugsaði hann bara með sjálfum sér þótt einstöku drættir sæjust kring um munninn, sem var svo harðiegur. Fimtán ár eru nú liðin siðan, og Margrét hefir ekki séð sig um hönd. Hún er jafn ung- leg og falleg og áður, og engin þrá sést á henni er ræni hana æsku og fegurð. Hún hefir aldrei þráð það ómögulega. Hún hefir því vitað að alt var búið, þegar Magnús hvarf inn á milli greni- trjánna kvöldið fyrir brúðkauþ hennar. Hennar saga er án uþþhafs og endirs, því hún er henni meðfædd. Einu-einasta sinni kom kveðja frá Magnúsi. Þá stóð hann á vígvellinum i Suður- Ameríku þjóðveldi. Hún veit að hann er dauð- ur, eins áreiðanlega og hún hefði staðið við gröf hans. Hannes gamli er hvítur fyrir hærum, en ó- beygður í sinni og skiuni ennþá. Hannes og Jón hafa orðið ásáttir um að bróðurbörn Jóns skuli erfa bæði Sólbjörg og Bjarka. — Guði sé lof að jarðirnar haldast í ættinni.—Og drengirnir eru heiðarlegir bændur, sem ekki fara nein gönuhlaup. Seinustu árin hefir Margrét tekið fyrir sig að flj'tja upp í selið meðan skepnurnar eru þar. Þetta er nú bæði mjög ósæmilegt fyrir konu í hennar stöðu, og svo er Hannes gamli hræddur við þessa einverulöngun hennar, og aldrei ó- hræddur um að einhverir komi berandi líkið af henni milii sín. En hann er skynsamur mað- ur og segir ekkert, því hann veit og heflr sjálf- ur séð að raóti forlögunum getur enginn barist Geislabrot utan úr dimmunni. Kona einkaritari ráðherra. Þegar Mr. Loj'd Georg tók við yfirráðherra- stöðunni og hermálaráðherra eftir dauða Kit- cheners lávarðar, þá tók liann sér einkaritara. Fj'rir því varð Miss Stevens. Það er í fyrsta sinni að kona haíi opinberlega verið einkarit- ari ráðherra og annara stjórnenda. Útgefandi: Bvíet Bjavnhéðinsclöttii^. — Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.