Kvennablaðið - 30.04.1918, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 30.04.1918, Blaðsíða 1
Kvennnblaðið koit- nr 3 kr.innanlands erlendis kr. 3 GO (1 dollar veatan- hafs) */* Terðsins borgiat fyrfram, en 2l* fyrir 16. júli. lnymtab tabib. (Jppiögn ikrifieg bundin rið kra- mót, ögild nema komin sé til út- get. fyrir 1. okt og kaupandi hafi borgað að fullu. 24. ár. Reykjavík, 30. apríi 1918. 4. Askorun til ísl. kvenna. Eins og kunnugt er, fengum vér kon- ur stjórnmálalegt kjörgengi og kosning- arrétt með stjórnskipunarlögum staðfest- um 19. júní 1915. Með lögum þessum opnuðust þau svið, er áður voru oss lokuð og um leið og vér fögnuðum hinum mikilsverðu réttar- bótum, hétum vér að beita oss fyrir því máli, er að voru áliti er eitthvert hið mikilverðasta nauðsynjamál þjóðfélags vors. Þaðan er sprottinn sá ásetningur ís- lenzkra kvenna að vinna að stofnun al- menns spítala, er landið alt njóti góðs af, og sem liður í þeirri starfsemi myndaðist Landsspílalasjóður íslands. Stofndagur hans var 19. júní 1910. Sjóðstofnunin gerði málið þekt og vin- sælt meðal almennings um land alt, aulc þess sem hún hjá stjórnarvöldum lands- ins aflaði stofnun Landsspítala viður- kenningar, sem málefni, er hrinda beri í tramkvæmd hið fyrsta, og eru þegar gerð- ar ráðstafanir af hálfu hins opinbera, lóð- arkaup o. fl., til undirbúnings spítalanum. Til þess að halda máli þessu vakandi og til aukningar sjóðnum, hafa kvenfélög þau í Reykjavík, er að honum standa, ákveðið að halda stofndag hans, 19. júni, jafnan hátíðlegan sem minningardag og jafnframt fjársöfnunardag. Árangur af fjársöfnun í Reykjavik, 19. júní 1917, varð stærsti tekjuauki sjóðsins á því ári. Nú fer 19. júní bráðum i hönd. í Reykjavík mun hann gerður svo hátíð- legur og arðberandi, sem föng eru. Enn sem komið er hefir Landsspítalasjóðs- dagurinn, réttarbótardagurinn, fánadag- urinn, að eins verið hatdinn hátíðlegur ! af konum Reykjavíkur. Dagur þessi flutti þó hin sömu réttindi til kvenna hver- | vetna á landinu og málefnið, sem við hann er kent, er áhugamál kvenna um land alt. Því væri það vel við eigandi að vér konur ynnum að þvi, að 19. júni yrði viðurkendur um land alt sem minn- ingardagur réttinda vorra, og starfsdagur til eflingar áhugamáli voru. Að vér gei'ð- um þennan eina dag ársins að þégn- skyldudegi í þarfir mannúðar og líknar. Hátíðahöld og fjársöfnun þennan dag hugsum vér oss þannig: að kvenfélög eða einstakar konur, sem áhuga hafa á mál- inu, gengjust fyrir þeim, hver í sínu bygð- arlagi, á líkan hátt og kvenfélög Reykja- víkur hafa gert undanfarin ár. Stjórn Landsspítalasjóðsins telur sér ljúft og skylt að gefa allar þær ráðleggingar og leiðbeiningar viðvikjandi slíkum almenn- um landsspítalasjóðsdegi, er óskað lcann að verða og hún getur í té látið. Óskar hún að konur og kartar vilji sýna þess- ari málaleitun hennar sömu góðvild og Landsspítalasjóðui'inn jafnan hefir notið, en konunum treystir hún til þess að vinna að þvi af alhug — að 19. júníverði jramvegis hátíðlegur haldinn sem minn- ingardagur réttarbóta vorra og fjársöjn- unardagur til ejiingar Landsspítalsjóðs Ís- lands. Rvik, siðasta dag vetrar 1918. Ingibjörg H. Bjarnason, formaður sjóðsstjórnarinnar. þórunn Jónassen, gjaldkeri. Inga L. Lárusdóttir, ritari. Elin Jónatansdóttir. Guðriður Guðmundsdottir. Jónina Jónatansdóttir. Laufey Vilhjálmsdóttir. Sigurbjörg Þorláksdóttir. Önnur blöð eru vinsamlega beðin að birta áskorun þessa hið allra fyrsta.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.