Kvennablaðið - 30.04.1918, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 30.04.1918, Blaðsíða 2
26 KVENNABLAÐIÐ Hátíðisdagur kvenna. Kvennablaðinu er raesta ánægja að því að taka áskorun Landsspítalanefndar- innar, sem birt er að framan hér í blað- inu. Hún er algert í samræmi við tillögur Kvennablaðsins í vetur. Og þó að óvíst sé að konur hafi í þetta sinn um alt land haft ástæður til að taka þessar tillögur og áskorun til greiba, þá vonum vér að ekki líði langur tími áður en þær skilji og við- urkenni alment. að 19. júní ætti að verða okkar hátíðar- og fagnaðardagur, okkar þjóðhátíð, sem við aldrei gleymdum. Hann er grundvallarlagadagur vor íslenzku kvenn- anna, sem gerði okkur að lagalegum þjóð- félagsborgurum, með söma skyldum og réttindum og bræður vorir hafa. Þann dag höfum vér sjálfar í fyrstu kjörið að hátið- isdegi og við hann bundið hlutlöku vora í hinu fyrsta máli, sem vér vildum starfa að. Þann dag stofnuðum vér Landsspítala- sjóðinn og hétum að beita oss fyrir að því máli yrði komið í framkvæmd svo fljótt sem unt væri, þessi dagur hefir því orðið konum Reykjavíkur bátíðisdagur og fjársöfnunardagur. Hann er líka vakningar- dagur, sem minnir oss á réttindi vor og skyldur. Og þótt svo fari, sem vonandi verður, að landsspítali komist upp í ekki mjög fjarlægri framtíð, þá þurfum vér ætíð þessa dags jafnt með fyrir það. Þá koma upp ný áhuga- og framfaramál, sem vér telj- am oss skylt og Ijúft að styðja. Þá verður 19. júní oss endurminningardagur um liðna tímann og hvað við höfum á honum af- rekað, og hvatningardagur að gleyma ekki að velferðarmál lands og lýðs hvíla ekki síður á herðum vorum en karlmannanna. Nóg eru verkefni fyrir oss. Og þá munum vér jafnan finna eitthvert nauðsynjamál, sem vér getum unnið gagn 19. júní, um leið og vér höldum hann sem minningar- dag hátíðlegan. Hann er og verður jafnan afmælisdagur nýrrar frelsis- og jafnréttis- stefnu hér á landi, þeirrar stefnu, sem hver- vetna er að ryðja sér braut í heiminum: að engin réttarmunur sé milli karla og kvenna. Og þótt svo færi að þessi afmælisgjöf væri illa skorin og klipt, þá Iæknar tím- inn þann galla, og eftir nokkur ár verður að eins brosað að löggjöfunum, sem voru svo barnalegir að viðurkenna réttlætið að fullu i orðum, en reyna þó að fresta fram- kvæmdunum, svo lengi semunt væri. Geymt er ekki gleymt. Almennings-eldhúsin. Eins og menn muna, var almennur kvennafundur lialdinn hér í Reykjavík 7. júlí í fyrrasumar, að tilhlutun Kvenrétt- indafélagsins. Fundarefnið var að ræða ýmsar nauðsynlegar dýrtíðarráðstafanir, og mótmæla því að konur væru ekki settar í neinar dýrtíðarnefndir, Var samþykt til- laga frá frú B. Bjarnhéðinsdóttir, er mót- mælti þessam ráðstöfunum landsstjórnar og bæjarstjórnar og »skorað á þessi stjórn- arvöld að bæta tveimur kon,um við í verð- lagsnefnd, matarnefnd (bjargráðanefnd bæj- arstjórnar) og húsaleigunefnd, hverja fyrir sig, sömuleiðis að verðifleiri dýrtíðarnefndir skipaðar, þá verði þær hlutfallslega skip- aðar konum sem körlum«. Meðal þeirra dýrtíðarráðstafana, sem voru til umræðu á fundinum, var einnig rætt um almennings-eldhús fyrir bæinn, þar sem allir, sem óskuðu þess, gætu feng- ið keyptan mat. Út af þeim umræðum var samþykt svolátandi tillaga frá frú Guðrúnu Pétursdóttur, sem var málshefjandi í því máli: »Fundurtnn skorar á Alþingi að fá hæfa konu, helzt lærða hússtjórnarkenslukonu, til að fara til útlanda og kynna sér fyrir- komulag á sameldhúsum og öðruin dýr- tíðarráðstöfunum, svo að hún gæti haldið fyrirlestra og gefið fólki leiðbeiningar, og síðan staðið fyrir sameldhúsi, ef timinn sýndi að þörf væri á því síðar«.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.