Kvennablaðið - 30.04.1918, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 30.04.1918, Blaðsíða 3
K V E N N A B L A i) IÐ 27 / Tillögur þessar sendi svo stjórn, Kven- réttindafélags íslands til landsstjórnar, Al- þingis og bæjarstjórnar. Alþingi vísaði til- lögunni um að senda hússtjórnarkenslu- konu til útlanda, til bjargráðanefndar þings- ins og hún lagði þá eindregið til, að það yrði gert, og ein kona, eða bæði kona og karlmaður yrði se;nd til útlanda í þessum erindum, En þingsályktunartillaga um þetta efni var þá feld í Nd., og var það aðal- lega sprottið af þeim misskilningi þing- manna, að þessari hússtjórnar-kenslukonu væri ætlað að ganga á hússtjórnarskóla ytra, en til þess væri tíminn of stuttur, og Hæmi ekki að notuin hér. En geymt er ekki gleymt, æfinlega, þó nokkur tími líði. Nú i vor þegar bjarg- ráðanefnd Alþingis fór aftur að setjast á rökstóla og fjalla um þessi mál, þá tók hún aftur þetta mál upp, og er nú fús til að leggja til að sendir verði karlar og konur til að kynna sér þessi mál, og eink- um þessi almenningseldhús, sem oft hefir verið gelið um i Ivvennablaðinu. þingið eða Nd. hefir nú fengið réttari skilning á nauðsyninni að kynna sér ráðstafanir ann- ara þjóða, einkurn mundi það verða bjarg- ráðaráðstafanir Dana, sem þykja sérlega heppilegar. Að eins vill þingið, að bæjar- stjórn Reykjavikur láli i ljósi, hvort hún muni óska eftir þessu og vilji nota sér þær ráðstafanir og jafnvel taka þátt i að kosta til þeirra. Mál þetta var svo rætt nokkuð á und- irbúningsfundum undir aðalfund Banda- lags kvenna, og hafði frú Guðrún Péturs- dóttir kynt sér álit bjargráðanefndar Al- þingis um það, og fengið vissu um, að ef bæjarstjórn Reykjavikur vildi sinna þvi að einhverju leyti, þá mundi ekki standa á^ing- inu. Vonandi verður þess því ekki langt að bíða að málið verði tekið fyrir af dýrtíð- arnefnd bæjarstjórnar og þingið fái fulla vissu fyrir því, að bæjarstjórnin muni hag- nýta sér slíka aðstoð frá þinginu. Kvenréttindaféiagið og þær konur sem tóku þátt í fundinum 7. júlí í fyrra, mega því vel við una að hann hefir borið góð- an árangur. Nú eru konur komnar inn í dýrtíðarnefnd bæjarstjórnar og bjargráða- nefnd hennar. Pingið hefir einnigtekið þetta mál upp að nýju og veitir nú eflaust ferða- styrk svo að kona, eða jafnvel einhver karl- maður líka, geti kynl sér nauðsynlegustu dýrtíðarráðstafanir, t. d. almenningseld- húsin o. fl., og kent okkur hér heima svo að hagnýta okkur þær. Það er að eins landsstjórnin, sem á eftir að efna þau ský- lausu loforð sín, sem hún þá gaf, að bæta konu í verðlagsnefndina ef sæti losnaði í henni. Sælið losnaði í fyrra haust, þegar J. Sívertsen var sendur til Ameíku sem verzlunarerindreki. En engin kona var þó tekin heldur í nefndina þrátt fyrir loforð tveggia ráðherranna. Eina hótin er, að 'ekki er þá heldur unt að kenna konum um hið alkunna aískiftaleysi þessarar lof- legu nefndar, af öllu verðlagi hér innan- lands. Pað er eins og það sé henni allra minst viðkomandi. Ef nú fer svo heppilega að kona verði send til Danmerkur i þessum erindum, þá ætti að mega vænta, að það sé merki þess að komið verði hér á fót almenningseld- húsi í vetur, enda ætli það að vera öllum ljóst, að það er hin mesta nauðsyn i þeim eldsneytisskorti sem hér er, sem heldur mun aukast en draga úr. En misskilning- ar talsverður virðist vera á því máli. Tala sumir um að hér fáist ekki húsnæði fyrir slík eldhús og þær matstofur, sem þeim fylgi. í Kaupmannahöfn sóttu allir sinn miðdegisverð fyrst framan af á útsölustað- ina, sem allir voru í leikfimishúsum barna- skólanna. A Friðriksbergi aftur á móti var matsalur fyrir einhleypt fólk á aðal- sölustaðnum. Og Kaupmannahafnar mat- arútsölustaðirnir ráðgerðu einnig að taka upp þá reglu. Margt er það sem athugunar þarf við, og undirbúnings í sambandi við almenn- ingseldhúss-ráðagerðina. Æði margt hlýtur að vanta af nauðsynlegustu áhöldum til hennar, og væri nauðsynlegt að athuga það í tíma, einkum þegar milliferðir héð- an og til Danmerkur eru jafn strjálar og

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.