Kvennablaðið - 30.04.1918, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 30.04.1918, Blaðsíða 6
30 KVENNABLAÐIÐ ckki tiltækilegt aö leggja kapp á þann litla ullar- dúka- ogheimilisiönað sem til er í landinu,einkum nú, þegar útséö er um aö fá hið eftirþráða háa verð fyrir ullina? Væri ekki ráölegra aö stjórn- in styrkti þær fáu ullarverksmiðjur, sem til eru, til að reka svo mikinn ullardúkaiðnað sem unt er? Menn munu scgja að litina vanti. Er ekki nokkur möguleiki að fá þá frá Ameriku eða Englandi? t Það ætti að vera augljóst að Jitill búhnykk- ur cr að selja ullarpundið út úr landinu þótt hægt væri, á kr. 2,00 pd„ eu kaupa meira eða minna ónýt og svikin fataefni fyrir 20—40 kr. meterinn. Mcnn haía ekki efni á að kaupa svo dýr töt, sem varla halda ártð út. Sömuleiðis ætti og mætti spinna gott ullar- hand í spunavélunum, og selja með þolanlegu verði í sokka, sem nú eru nær ófáanlegir. Ekki eru litir nauðsynlegir i þá. Þar má komast af mað sauðalitinn. Og bandið má líka nota í næriöt, ullarpeysur á börn og fullorðna og íleiri föt, sem nú eru ófáanleg. J,Mjölkdroppen“. Lesendur Kvennablaðsins muna, ef til vill, eftir þessu nafni í Kvennablaðinu. í ferðasögu þeirri, sem eg skrifaði í blaðið frá ferð minni um Noreg og Svíþjóð sumarið og haustið 1904, gat eg að nokkru þessarar stofnunar, sem þá var tiltölulega ný, en þó svo kunn, að ýms önnur lönd böfðu tekið upp þetta góðgerða fyrirkomulag, sem einstakir menn eða félög stóðu oftast fyrir, en fengu víða tíl þess meiri eða minni styrk af almannafé. Nú á þessum neyðar-og dýrtíðartímuni, sem einkum kemur hart niður á kaupstöðunum. væri ef til vill ekki óþarft að lýsa dálitið þessu fyrirkomulagi að nýju, sem virðist vera ein af allra beztu góðgerða ráðstöfunum, til að tryggja lif og heilsu ungbarna fátæklinga þeirra, sem einstakir menn, félög eða sveita- og bæjarfélög taka að meira eða minna leyti að sér að styrkja. Á þann hátt kemur hjálpin og styrk- uriun þar • niður, sem hún er nauðsynlegust, » og fyrirbyggir verstu afleiðingar skorts og ó- hentugs viðurværis, sem af mjólkurleysinu staf- ar fyrir börnin. »Mjölkdroppen« eða Mjólkurdropinn, er félag, sem stofnað var í' Stokkhólmi af barnalækni dr. M. Blumenthal. Hann hafði um íleiri ár verið praktiserandi læknir og sérfræð- ingur i barnasjúkdómum, og þannig kynst heilsu- fari og ástandi ungbarna fátækari bluta borg~ arbúanna. Honum var það ljóst að mjólkur> leysi og ill hirðing voru undirrótin, að mörg- um barnasjúkdómum og að barnadauðinn mundi oft stafa af ónógri fæðu og mjólkurskorti og hirðuleysi um þau. Átti þetta sérstaklega stað á heimilum verksmiðju kvennanna, sem ann- aðhvort gátu ekki gefið sér tima til að hafa börn sín á brjósti, eða mjólkuðu ekki sjálfar, sakir ónógrar fæðu og annara erfiðra kring- umstæðna. Pá var það að dr. Blumenthal sem var mjög hughaldið að bæta úr þessu, fékk einn vin sinn, sem hafði verið sjúklingur hans, til að gefa 5000 kr. til að koma á fót mjólkurgjöfum handa smábörnum á fyrsta ári, eftir nánari reglum, sem þeir komu sér saman um siðar. Fj’rsti »Mjölkdroppen« var þá stofnaður 13. des. 1901 í smáum stil í fátækasta borgarhlut- anum. Fyrir þessu fyrirtæki stóðu þá þrír lækn- ar. dr. Blumenthal, bæjarlæknirinn Ivar Ander- son og fátækramálaumsjóuarmaðurinn Albin Lindblom. Fyrirkomulagið var þannig, að leigð voru 2 herbergi og eldhús. í eldhúsinu voru sett upp áHöld til að gerileyða mjólkina. Fyrir því stóð útlærð hjúkrunarkona, sem svo blandaði mjólk- ina eftir fyrirsögn læknisins mismunandi eftir því, sem börnum þeiin henti, sem fengu hana. Mjólkurflöskurnar voru svo settar á kaldan stað, og 6 flöskur afhentar handa hverju barni. Sömuleiðis voru barnaföt lánuð handa þeim börnum sem þess þurftu sérstaklega. Blumen- thal hafði þar sjálfur móttökutíma, eina klukku- stund daglega, til að skoða börnin, sem mjólk- ina fengu, skyldi sýna honum hvert barn á 8 daga fresti. Viktaði liann þau þá og athugaði nákvæmlega, sagði fyrir um hvað mikla mjólk þau skyldu fá, hvernig hún ætti að blandast, hvað þau ætta að borða o. s. frv. Sömuleiðis ef þau voru lasin eða veikluð, þá fengu þau á- vísun á meðul eða visað til læknis til skoðun- ar. Einnig skoðaði hann mæðurnar, hvort þær gætu haft börnin á brjósti, livort þær væru hraustar, hefðu næga mjólk. hefðu haft nægi- lega fæðu o. s. frv. Hjúkrunarkonan eða »syst- irin« Vireinsaði flöskurn^ar og sá um alt þar í ibúðinni. Síðari hluta dagsins átti hún svo að heimsækja heimilin, sem börnin voru frá, líta eftii.- livernig þar færi fram og gefa góð ráð og bendingar, þar sem nauðsynlegt væri. Fetta fyrirtæki náði þegar áliti og vinsældum manna. Blöðin fóru um það lofsamlegum orð- um, og gjafir streymda að. — Börnin, sem flest fyrst í stað voru alt of gömul, þegar þau komu þangað, fóru nú að koma miklu yngri. Pað sem mörgum mæðrunum féll verst við, var að þurfa að koma með börnin á 8 daga fresti til viktunar og eftirlits. læknisins. En það

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.