Kvennablaðið - 30.04.1918, Blaðsíða 7

Kvennablaðið - 30.04.1918, Blaðsíða 7
KVENNABLAÐIÐ 31 var nauðsj’nlegt eftirlitsmeðal. Þá sást hvort hörnin voru vel útlítandi og heilbrigð. Væri það ekkí, þá kom læknirinn með sínar athuga- semdir og fyrirskipanir. Petta kom mæðrunum líka til að hirða börnin betur. Og væri móðir- in of mögur sjálf eða hefði sjáanlega ekki haft nógu næringarmikla fæðu, þá var henni líka gefinn 1 litr. undanrenna, sem hún varð að drekka þar þá um leið, til þess að vtst væri uð hún nyti hennar sjálf. Þetta fyrirkomulag hélst til 23. marz 1903. — Pangað til hafði »Mjólkurdropinn« átt fremur erfitt uppdráttar, en þá var stofnað samnefnt félag til að standa fvrir þessari grein góðgerða- seminnar. Styrktarmenn fyrsta félagsins urðu þar fyrstu meðlimir. Petta Mjólkurdropafélag tók nú við allri stjórn fyrirtækisins i Stokkhólmi, og bætti þegar árið eftir öðrum »Mjólkurdropa« við. Lög voru samin fyrir það og ársgjald úr- skurðað minst 2 krónur. Fyrsta grein laganna hljóðar svo: aTilgangur l'élagsins er að veita þeim ung- börnum i Stokkhólmi, sem þess þurfa, hag- kvæma næringu. Petta ætlar félagið að gera með því að setja á fót sérstakar smá sambandsdeildir i hinum ýmsu fátækustu bæjarhlutum, sem hafi það ætlunarverk að útvega hæfilega mjólkurblöndu, þó á þann hátt, að börnin missi þó ekki móð- urmjólkina þar sem hana er að fá, ef unt er«. Fyrirtæki þetta gafst svo vel, og náði svo mikilli almenningshylli, að smámsaman hafa verið settir upp aðrir »Mjólkurdropar« 1 öllum fátækustu hæjarhlutunum. Eru þar hvervetna sérstakar nefndir, sem gangast fyrir öllum fram- kvæmdum í því efni og hafa á hendi stjórn hverrar Mjólkurdropa-stofnunar, sem allar standa þó í innbyrðis sambandi sín á milli. Fyrsti »Mjólkurdropínn« var eiginlega að eins tilraun, en hún stóðst prófið og var tekin upp sem alment fyrirkomulag á þessari góðgerða- starfsemi. Á næstu árunum 1904—1906 voru stofnaðir 3 nýjir »Mjólkurdropar« í Stokkhólmi, og 1910 bættusl enn þá 2 Mjólkurdropar við, sem voru að myndast í útjöðrum bæjarins og nágrenni. Allar þessar deildir hal'a sínar sérstöku stöðv- ar og útbúnað og daglegu stjórnir. En aðal- I stjórnin hefir umsjónina. Sem stendur eru því í Stokkhólmi þessir 6 Mjólkurdropar, og auk þess tveir aðrir stofnað- iraf öðrum. En nú hafa lika flestir aðrir bæjir í Svíþjóð tekið upp samskonar fyrirkomulag. Stofnanirnar eru bæði góðgerðastofnanir og hafa einnig læknisfræðilegan og heilbrigðisleg- an tilgang, sem sé að varðveita heilsu ung- barnanna fyrstu æfiár þeirra, sem hcilsu og lífi þeirra er hættast, ef ekki er nógsamlega vel með þau farið. Börnin fá ekki að öllu leyti endurgjaldslaust þessa mjólk og umsjón. Peir sem efni hafa, greiða ákveðið gjald fyrir það. En þegarvanda- menn þeirra hafa ekki efni á því, þá fá þau alt án nokkurar borgunar, Aðalatriðið er: að draga úr ungbarna dauðanum og láta börnun- um líða betur en áður, gefa þeim betri heilsu, þroska og önnur lífsskilyrði. Ilér skal ekki farið út i hvernig mjólkin er blónduð eða annað, sem snertir matarhæfi barn- anna, það verður líka ætíð mismunandi. Nóg er að geta þess, að árangurinn hefir orðið mjög góður. Öll þau börn, sem geta fengið móður- mjólk hafa hana líka, meðfram hinni mjólkinni, svo lengi sem unt er aö fá hana og hæfilegt þykir. Aðrir bæir í Sviþjóð hafa nú fengið sér sams- konar stofnanir og reknar eftir sömu reglum. Gautaborg hefir ekki færri en 6—8 slika »Mjólk- urdropa«, og 18 aðrir bæir hafa þegar fengið sér sína »Mjólkurdropa«. Og það er ekki ein- ungis Svíþjóð, sem viðurkennir gagnsemi þeirra. Noregur, Finnland, Rússland og Frakkland höfðu löngu fyrir stríðið tekið sama l'yrirkomu- lagið upp hjá sér. Hvervetna er það vinsæltog þykir gefast vel. Væri nú ekki reynandi fj’rir Samverjann okkar hérna að taka þetta fyrirkomulag upp á mjólkurgjöfum sinum. Honum hefir orðið svo vel til vina með gjafir til starfsemi sinnar, og eg hygg að þetta fyrirkomulag mundi varla draga úr vinsældum hans. Eg trúi ekki öðru en að einhverjir af læknum bæjarins fengjust til, fyrst um sinn, að gefa Samverjanum eina stund af tima sínum til að taka á móti börn- unum, vikta þau og skoða. Síðar mætti þá, ef til vill, breyta fyrirkomulaginu. Líklegt væri einnig, að bæjarstjórnin mundi styrkja þetta fyrirtæki, sem aðallega kæmi fátæklingunum að notum. Samverjinn er víst langkunnugastur orðinn um ástæður þeirra og væri því bezt af öllum trúandi til að geta komið þessari fyrstu tilraun hér í heppilega framkvæmd. Jiriel Bjarnhéðinsdóttir. Híalínskjóllinn hennar Önnu Maríu. Eftir Önnu Wall. Boðin á dansleik! á »kadetta«dansleik! Anna Maríajiringsnerist á stofugólfinu með flakandi kápuna og skinnhúfuna aftur á hnakkanum. — Hvar er föðursystir? Hvar heldur hún sig? Og Tilda líka? Er engin sála heima? Enginn, sem

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.