Kvennablaðið - 30.05.1918, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 30.05.1918, Blaðsíða 3
KVENNABLABÍÐ 35 ans, 42 kílógr. að þyngd. Hver nemandi fær einnig að taka nokkuð af sínum eig- in fötum. Auðvitað verða þeir að ganga algerlega frá þvottinum og skila honum sléttum og fallega samanlögðum. Sömu- leiðis er þeim kent að þvo »filtdúka«, á- breiður og gluggatjöld. Viðgerð á öllu, sem er í óstandi og slitið, fylgir með. Fyrstu skóladagana fá nemendurnir til- sögn í aðalreglunum við að taka vel til i herbergjum og þvo þau og þerra daglega, ásamt aðalhreingerningu. Verklegu æfing- una fá þær daglega við að halda herbergj- um hreinum og með því að gera smáher- bergi hrein hátt og lágt undir umsjón kenslukonunnar. Garðyrkjunámið. Það er ætlað til að veita nemendunum þekkingu og æfingu í að rækta og hirða lítinn matjurta- og blómgarð, við hæfi smá- heimila. Fyrra sumarið byrjar kenslan í apríl og endar í sept., en tekur að eins hálfan daginn. Þá fá nemendur mánaðar- tíma til að vera við smábændanámskeiðið, og til að Iæra að gera sér mat úr garðá- vöxtum og kálmeti, og þurka það eða sjóða niður til vetrargeymsln. Annað sumarið byrja menn í marz og halda áfram til sept. allan daginn. Fyrra árið fá nemendurnir grundvallar- þekkinguna í garðrækt. Þá vinna þeir 5 í hóp saman í hverjum matjurtagarði. í hverjum slikum garði eru alls konar græn- meti, auk þess aldintré, berjarunnar og blóm. Nemendurnir grafa og bera i garð- ana, sá og planta, og hirða daglega alt, sem þar er að vaxa. Auk þess færa þeir reikninga yfir öll útgjöld og tekjur garðs- ins bæði í peningum óg vörum. Auðvitað geta ekki allir tekið öll náms- skeiðin fyrir. Þeir nemendur sem velja sér garðyrkju og handavinnunámsskeiðin seinna sumarið, sem ætluð eru kenslukon- um aðallega, fá hver fyrir sig dálítinn sér- stakan garð til hirðingar, sem þeir rækta aðallega upp á eigin hönd, og gera sér sjálfir ákveðnar reglur með vinnu og rækt- un og fyrirkomulag í öllum atriðum. Auk þess hafa þessir nemendur alt á sinni könnu sem heyrir til að skera eða klippa tré, og sjá um jarðbekki með blómum og plöntum, sömuteiðis um pottaplöntur. Bæði árin læra nemendurnir að sund- urgreina ávexti og búa þá út í fallegar sendingar til sölu. Aðaláherslan á bóklegu kenslunni er fyrra árið. Annað árið fullkomnast nem- endurnir í sérstökum atriðum, sem verk- lega námið útheimtir, sem þá er tekið fyrir. Bæði árin fást menn dálítið við garð- ræktarteikningar. S m áh æn dab ærín n. Það sem aðallega sérkennir Rimforsa- skólann er smábændabærinn hans, og svo mikið þykir mörgum vert um hann, að þeir kalla hann »hjarta skólans«. Þegar nemendur hafa verið nokkurn tíma við skólann og þykja nægilega æfðir í líkam- legri vinnu, þá eru þeir sendir út í smá- bæinn, helzt 5 saman. Vinnunni er þá skift í 5 greinar. Húsmóðurstörf, mjólkur- matseljustörf, fjósakonustörf sem einnig hirðir svín og alifugla, garðyrkju og handa- vinnustörf. Allir þessir nemendur bprða þar allar máltíðir ásamt kenslukonunni, og húsmóð- urstörfin eru að sjá um allan þenna litla búskap, bæði utanhúss og innan. Hún á að setja upp matarseðilinn fyrir hverja viku, útvega alt sem til búsins þarf og sjá um að afurðir búsins, kjöt, flesk, mjólk og jarðarávextir séu notaðir eða seldir á rétt- um tíma, svo ekkert ónýtist. Svo á hún einnig að halda bænum eða stofunni og eldhúsinu í fyrirmyndarreglu, sjá um þvott, bakstur og slátrun. Þegur mikið er að starfa við þetta, fær hún hjálp hjá hinum sem vinna með henni þarna. Kl. 51/* fer hús- móðirin á fætur, og oftast gengur hún síð- ust til hvílu. Báðar fjósakonurnar byrja verk sin jafn snemma. Önnur þeirra sér um að gefa kúnum og mjólka þær, hreinsa fjósið, gefa kálfum og geitum. — Hin stúlkan sér um svínin og hænsnin. Sérstök mjólkurskemma eða »rjómabú«

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.