Kvennablaðið - 30.05.1918, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 30.05.1918, Blaðsíða 4
36 KVENNABLAÐIÐ er þar einnig og þar rikir og ræður mjólk- urmatseljan, þar tekur hún á móti mjólk- inni þegar hún kemur úr fjósinu, þar skil- ur hún hana, strokkar og ystir. Par eru búnir til bæði ódýrari og dýrari ostar. Skólinn er auðvitað stærsti viðskiftavin- urinn, en þó eru bæði ostar og smjör selt út af skólanum. Grasbletturinn kring um bæinn er gerð- ur að görðum, sem ein af þessum 5 nem- endum sér um. Hún sér líka um að allar þær afurðir séu notaðar á sem hentastan hátt, sem bezt á við á smábæ. Þegar regn eða vont veður er, svo ekki er vinnufært úti þá tekur handavinnan við innanhúss. Þá er hinn alkunni sænski heimilisiðnað- ur tekinn upp, ofnir einfaldir handklæða- dreglar, borðdúkaefni og gluggatjöld og sófa- og stólafóður. Auðvitað skiftast störfin nokkuð eftir þvi hve margir nemendur taka þátt í þeim. En reglan er að þeir taki þátt í öllum störfum bændabæjarins til skiftis fyrra skólaárið. Þeir nemendur sem ætla sér að- allega að læra búnaðarstörfin eru þar venju- lega líka seinna sumarið, eftir sömu regl- um, og fá þá lika við bætt mánaðar hús- móðurnámsskeiði á sjálfum skólanum. „Blómgarösvörðurinn“. (Eflir Rábindra Nath lagore.) III. Pú leikur pér að mér, til pess eg læri ekki ofvel að pekkja pig. Pú glepur mér sjónir með glotti, sem á að hylja tárin. En eg pekki, já, eg pekki brögðin pín. Aldrei segir pú pað, sem pú helzt vildir segja. Til pess að mér fari ekki að pykja vænt um pig, gabbar pú mig púsund sinnum. Til pess eg telji pig ekki með múgnum, gcym- ir pú pig einungis fyrir pig sjálfa. En eg pekki, já, eg pekki brögðin pín. Aldrei gengur pú pann veg sem pú helzt vildir ganga. Pú heimtar meira en allir aðrir og pví pegir pú. Kæruleysislega brosandi forðast pú allar mínar gjaíir. En eg pekki, já, eg pekki brögðin pín. Aldrei vilt pú taka pað, sem pú helzt óskar pér. IV. Pú ert hið pjótandi aftanský á mínum drauma himni. Eg gef pér ávalt liti og lögun með ástarlöng- un minni. Pú ert mín, og einungis mín, pú, sem dvelur í mínum óendanlegu draumum. Fætur pínar eru rósrauðar, með glampa af minni hjartans prá, safnað af sólarlagsljóðum mínum! Á vörum pínum er beiskur sætleikur frá bragðinu af minu pjáninga-víni. Pú ert mín, og einungis mín, pú, sem dvelur í mínum einmanalegu draumum. Með skugganum af ástarákafa mínum heíi eg myrkvað auga pitt, pú, sem ert gestur i insta dýpi augnatillita minna. Eg hefi fjötrað pig og bundið, ástin mín, í neti Ijóða minna. Pú ert min, og einungis mín, pú sem dvelur í mínum ódauðlegu draumum. V. »Hvað hendur yðar gefa sjálfviljuglega, pað pigg eg gjarna. Eg bið ekki um annað«. Já, jú, eg pekki pig lítilláti betlari, pú biður um aleigu manna. »Ef pér væruð að eins eitt einstakt blóm handa mér, pá mundi eg bera pað mér við brjóst«. En ef pað hefði pyrna? »Eg vildi pola pá«. Jú, jú, eg pekki pig lítilláti betlari. Pú biður um aleigu manna. »Ef pér að eins einu sinni vilduð lyfta ástar- augum yðar móti augliti mínu pá mundi pað gera líf mitt farsælt út yfir dauðann«. En ef augnatillitið yrði grimmilegt. »Eg vildi láta pað gegnumbora hjarta mitt«. Já, já, eg pekki pig lítilláti betlari, pú biður um aleigu manna.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.