Kvennablaðið - 30.05.1918, Blaðsíða 8

Kvennablaðið - 30.05.1918, Blaðsíða 8
40 KVENNABLAÐIÐ V erzlunin Björn Kristjánsson, Reykjavík, VestargStn 4, selur allskonar VEFNAÐARVÖROB af vönduðustu tegundum; litirnir óvenjulega haldgóðir. Meðal annars má nefna: Klæðl, enskt vaðuiál, fatatau allsk., kjólatau, svuntutau, sjöl stór, mikið úrval; herðasjöl, karlmannaföt, prjónnærföt fyrir börn og fullorðna o. m. m. fl. Verðskrá sendist ókeypis þeim er óska. og segja frá. Föðursystir fékk að heyra alla söguna um »kadettinn« og þegar þau fundust, hvert þau hefðu gengið, og hvar þau hefðu gengið og hvað þau hefðu talað saman, alveg orðrétt, með þunktum og kommum. Maður varð auðvitað að vita hve mikilsvert það var. Og föðursystir brosti og bættí svo einstöku, litlu gamanyrði inn i, eins og hún var vön. Ekki tók Anna-María eftir því hvað seint henni gekk að koma ofan í sig einasta kjöt- snúðinum sem hún tók. Önnu-Mariu gekk það ekki illa sjálfri. Bað var enginn tala höfð á öllum kjötsnúðunum og kartöflunum sem hún tróð í sig, meðan hún ruglaði, og sagði, frá og hermdi eftir og hló. En þegar að Tilda varð að taka burtu disk- ínn með lummunum, sem þó voru uþþáhalds- réttur hennar Elisabetar föðursystur, og sá hálfan skamtinn liggja undir gafflinum á disk- inum — þá gat hún ekki stilt sig lengur. Hún snöktaði svo hátt að það klukkaði i henni. — Bæði Anna-Maria og Elisabet litu ósjálfrátt uþp, og föðursystir rétti út hendina og klappaði Tildu á handlegginn. Hvað gekk að Tildu? Anna-Maria stöðvaði snöggvast orðastrauminn. Hafði nokkuð komið fyrir Tildu? Vissi föðursystir ekkert. En föðursystir hristi höfuðið. Ekki geta allir verið boðnir á »kadetta«dansleik, sagði hún. En hvað þú ert vond, föðursystir, sagði Anna- Maria og vissi ekki fyrst hvort hún átti að hlæja eða relðast. En svo hló hún, það átti nú best við hana. ' I dag var reyndar alt svo undarlegt. Undir eins og Tilda hafði tekið af borðinu átti að fara að sauma. Matborðið var bezta vinnuborðið. Far var nóg rúm til að breiða út híalínið og klippa langa renninga, sem áttu að rykkjast. En hvað það hlaut að ganga vel, auðvitað gerði föðursystir það mesta, en hún masaði líka minst. Anna-Maria þagði ekki eitt augnablik. Pað er gaman að lifa, ó, það er gaman! Og Stokkhólmur er indæll. Anna-Maria kærði sig ekkert um að ferðast til Ítalíu lengur, sem hún og föðursystir höfðu orðið sammála um að gera, þegar þær hefðu sparað svo mikið. Hvað ættum við að gera til Ítalíu, þegar hér er svo tndælt? sagði hún. Við komumst þangað máske ekki heldur, sagði föðursystir, og ekki tók Anna-Maria held- ur eftir hvort að nokkur söknuður var í rómnura. Nei, þú getur víst varið öllum þeim pening- um á skemtilegri hátt, saðði Anna-Maria. í búið, handa litlu madömunni, máske, sagði föðursystir, glettulega. O, svei, hvað þú ert ljót, sagði Anna-Maria, og ætlaði að hrista hana tíl. Dusta reglulega úr henni alla ertnina og háðið. En þá bandaði Elisabet föðursystir báðum höndum frá sér. Nei, snertu mig ekki! sagði hún. Það kom svo stuttaralega og fljótt og í þeim rómi, að Anna-Maria varð hrædd. (Framh.). Útgefandi: Bríet Bjamliédiiifcídóttir. — Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.