Kvennablaðið - 30.06.1918, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 30.06.1918, Blaðsíða 1
K vennablnðið ko*t- ar 3 kr.innanlands erlendis kr. 3 60 (1 dollar yestan- hafs) */» yerðsins borgist fyrfram, en */» fyrir 16. júli. t>euuat)lai)iíi. Uppsogn skrifieg bundin við &ra- möt, ógild nema komin sé til út- get. fyrir 1. okt og kaupandi hafl borgað að fullu. 24. ár. Reykjavík, 30. júní 1918. M 6. Ræða 19. júní 1918. Haldin frá svölum Aiþingishússins af frú Brietu Bjarnhéöinsdótlur. Háttvirta samkoma! Eg get ekki gert að því að mér finst það auðsætt að þessi hátíðardagur vor kvennanna sé þóknanlegur bæði guði og mönnum, ef dæma skal eftir veðurbreyt- inguuni. Helliskúrin, sem var fyrir liálf- tíma, breyttist í sumarblíðu og sólskin, þegar fólkið átti að fara að koma hér of- an að Austurvelli. Og að dæma eftir mann- fjöldanum, og einkum þeim nmrgu karl- manna andlitum, sem blasa við mér neð- an frá götunni hérna, sem eg er svo glöð að sjá meðal vor kvennanna, þá er eg ekki í neinum efa um að hátíðabaldið okkar er líka »mönnunum« þóknanlegt. í*að er alkunnugt að vér konur völdum 19. júní fyrir hátíðisdag vorn fgrst og fremst til minningar um það, að 19. júní 1915, fengu íslenzkar konur full stjórnmálarétt- indi viðurkend og samþykt af konungi vorum, þótt frestun yrði á að þau réttindi kæmust full og óskorin í framkvæmd. Og i öðru lagi bundum vér konur ári síðar þann dag með með oss félagsskap, til að vinna eftir mætti að einu af stærstu nauð- synjamálum þessarar þjóðar. Að hún fengi fullkominn landsspítala svo ftjótt sem unt væri. Að þessu máli hétum vér að vinna, á allan þann hátt sem vér megnuðum, og álitum hagkvæmastan, í þakklætisskyni fyrir það, að vér þó loksins hefðum náð fullri viðurkenningu um rétt vorn, til að ráða lögum og framkvæmdum í landi voru, jafnt bræðrum vorum. Og þótt vér auð- vitað værum ekki ánægðar með það hvern- ig þessi löggjöf varð í framkvæmdinni fyrst um sinn, og teldum það bæði ranglátt og pólitiskan naglaskap, þá sættum vér oss þó við það eftir atvikum. Vér gerðum því 19. júní að hátíðisdegi vorum, bæði til að minnast fenginna réttinda og gleðjast yfir þeim, og til að vinna að einhverjum mál- um, sem vér þá hefðum í hvert sinn efst á stefnuskrá vorri. 19. júní 1916 tókum vér því »agitatitonina« upp fyrir Lands- spítalanum, sem fyrsta liðinn á vorri nú verandi stefnuskrá. Fyrir Landsspítala- sjóðinn viljum vér því vinna hvern einasta 19. júní, þangað til fullkominn Landsspítali er reistur af þjóðinni og vígður henni til fullra yfirráða og notkunar. Eg ætla mér ekki að gefa hér neina skýrslu yfir samskot þau, sem komur hafa staðið fyrir. Þær eru árlega birtar í blöð- unum og því öllum kunnar. Að eins vil eg geta þess að hér í Rvík gaf hátíða- haldið og agitation Reykjavíkur kvenna 19. júní 1917, af sér til sjóðsins fullar 4000 krónur. Þá var sjóðurinn orðinn að þessu meðtöldu rúmar 47,000 krónur. Síðan á nýári 1918 hafa sjóðnum gefist kr. 3562,20 svo nú er hann orðinn rúmar 50,000 kr. Þetta er ekki lítið þegar litið er til þess litla fjármagns, sem konur hafa nú undir höndum, og þess að hingað til hafa karl- mennirnir að eins styrkt samskotin, án þess þó að álíta þau sér verulega viðkom- andi. Enda hefir líka tiltölulega mikill hluti þessa fjár safnast í Reykjavík, og þá eink- um 19. júni-dagana, sem síðan hafa verið hátíðis- og fjársöfnunardagar vorir. Því er auðsætt að það mundi mjög auka sjóðinn ef konur um alt land vildu taka upp sömu aðferðina og vér Reykjavikur konur: að gera þenna dag að tvöföldum hátiðardegi sínum, glöðum endurminninga- og þakk- lætisdegi, og kappsömum starfs- eða þegn-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.