Kvennablaðið - 30.06.1918, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 30.06.1918, Blaðsíða 2
42 KVENNABLAÐIÐ skyldudegi í þarflr þjóðarinnar. Það mundi líka auka samúð og samvinnu um alt land innbyrðis milli kvennanna sjálfra, og einn- ig milli þeirra og karlmannanna, sem við hin ýmsu landsmál væru riðnir. Það verður aldrei of skýrt tekið fram af oss konum, að ætlun vor hefir aldrei verið sú, að byggja sjálfar Landsspitala, það er að segja: að leggja fram féð til þess. Vér höfum að eins ætlað oss að halda þessu máli svo vel vakandi, og ýta því svo vel átram, að hvorki karl né kona fái gleymt því að hér væri um þjóðar- nauðsyn að ræða. Vér vildum láta þessa kröfu hljóma í sífellu svo hátt í eyrum löggjafanna að þeir geti aldrei troðið svo fast upp í eyru sin, að hún ekki yfirgnæfði aðrar kröfur, sem fram kynnu að verða bornar, sem hin óhjákvæmilegasta af þeim öllum, sem yrði að ráða fram úr svo fljótt, sem ástæður leyfðu. Pelta höfum vér gert, og árangurinn virðist vera sá, að Alþingi, landsstjórn og þjóðinni sé farið að skilj- ast, að fram bjá þessari kröfu verður ekki gengið. Þegar vér nú rifjum upp fyrir oss hvers vegna 19. júní varð að hátíðisdegi vorum, og hvaða störf vér höfum bundið við hann þá getum vér ekki varist þess að skygn- ast inn i framtiðina og hyggja að þeim störfum, sem fyrst og fremst er líklegt að biði vor þar. Og þá verður ekki hjá því komist að hugsa sér aðaldrættina í stefnu- skrá þeirri, sem vér nú teljum sjálfsagt að tekin verði upp af konum hér á landi, þegar mesta ófriðarmyrkvanum léttir, og menn fara aftur að taka til þjóðfélagslegra framfara starfsemi. Þá munum vér sjá ærið mörg nauðsynjastörf, sem bíða vor, sem karlmennirnir hingað til hafa gefið lítinn gaum. Margt af því er þannig lagað, að það getur varla beðið. Það þarf sem allra fyrst að komast í framkvæmd. En hvaða ráð og hvaða meðul getum vér konurnar notað, sem sé óbrigðul til þess? Svarið verð- ur: Meðsjálfum kosningarréltinum frá 19.júní 1915. Hann er það einasta vopn sem dugir í allri framsókn. Með honum einum getum vér komið umbótum á það, sem oss þvkir aflaga fara, hvort sem það er í löggjöf ög landsstjórn, eða í bæja-, sveita- og hér- aðamálum, eða í kirkju- og kenslumálum. Alstaðar er það bæði hinn almenni póli- tiski réttur, og kosningarréttur og kjör- gengi í öllum bæja-, sveita- og héraða- málum, sem getur ráðið öllu, ef vér að eins kunnum að nota hann með festu og samtökum. En hver er nú reynsla þessa stutta tíma, sem vér konur höfum haft pólitiskan kosn- ingarrétt? Hvernig höfum vér notað þetta vopn? Vér höfum einu sinni átt kost á að nota haun við landskosningarnar og kjör- dæmakosningarnar 1916. Hvernig fórum vér þá með þenna rétt vorn? Hagtíðindin skýra oss frá þessum kosn- ingum, og tölurnar tala jafnan sínu máli. Þær verða ekki vefengdar. Eg vil leyfa mér að taka hér upp úr þeim úrslita-út- komuna eða tölu þeirra karla og kvenna, sem neyttu þessa réttar þá. Til landskosninganna sumarið 1916 voru 24,000 konur og karlar kosningabær. Þar af voru 12,000 konur og jafnmargir karl- ar. Að munurinn varð ekki meiri kom til af því, að við landskosningarnar höfðu að eins allir 35 ára kjósendur atkvæði, — svo 40 ára kjósenda aldur kvenna, gerði þar minni mun, til að lækka tölu kven- kjósenda, heldur en við kjördæmakosning- una, þar sem karlmenn máttu kjósa 25 ára, en konur að eins 40 ára. Við lands- kosningarnar voru greidd alls 5873 at- kvæði, Þar af greiddu 4628 karlar og 1245 konur, eða um 38°lo karlar og 10°/o konur. Við kjördæmakosninguna um haustið 1916 voru 16,321 karlm. kjósendur og 12,177 konur, eða um 57°/o karlar og 43°/o kon- ur. Þar af greiddu atkvæði 14,030 kjós- endur eða um 52%. Af þeím voru 10,600 karlar og 3427 konur, eða um 69% karlm. og um 30°/o konur, allra kjósenda. Ef vér konurnar hefðum nú viljað fara réttustu og beinustu leiðina til að greiða sem mest fyrir Landsspítalamálinu, sem þá var einasta málið, sem vér opinberlega

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.