Kvennablaðið - 30.06.1918, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 30.06.1918, Blaðsíða 5
KVENNABLAÐIÐ 45 sniðateikning. Síðar er einnig kent að teikna með litum. Fyrsta mánuðinn vinna nemendurnir handa sjálfum sér, en síðar vinna þeir hvert stykki út af fyrír sig fyrir skólann. Skólinn tekur við öllum vinnupöntunum, en nemendurnir fá nokkurn hluta af vinnu- launum. Einstaka nemendur fá námsstyrk af sérstökum sjóði. Að loknu ársnámsskeiði skulu nemend- ur fá rétt til að vinna sem nemendur í saumverkstæðum. og siðan til að taka próf þaðan eftir 3. grein iðnaðarlaganna. Að því búnu fá þeir leyfisbréf til að verða sjálfir iðnrekendur. Burtfararpróf fagskól- ans er haldið siðast í júní. Þá leggur hver nemandi fram prófstykki sitt, sem er kjóll, er nemandinn hefir sniðið og búið til að öllu leyti. Dómendur eru þrír. og skulu þeir sér- staklega taka tillit til að vinnan sé falleg og vel frá öllu gengið, og að kjóllinn fari vel. Einnig er tekið tillit til hvað langan tíma nemandinn hafi þurft. Sýning er haldin mánaðarlega á öllum saumum og vinnu skólans. Frá ágúst flytjast þær upp í saumastofu eða verkstæði skólans, og þaðan áfram í teikningu í iðnaðar- og listiðnarskóla rík- isins. Norskar konnr og dýrtíðin. Eins og áður hefir verið getið um, hafa konur í öllum löndum liaft með sér margvíslegan félagsskap i tilefni af striðinu og dýrtiðinni. í hlutlausu lönd- unum er það að eins dýrtíðarinnar vegna, sem slík samvinna er nauðsynleg. Á all- an hugsanlegan hátt hjálpa þær bæjar- stjórnum og öðrum yfkvöldum til að fyrirbyggja sem unt er, verstu afleiðingar dýrtíðarinnar. Hússtjórnar-kenslukonur eru sendar út um alt landið, í hverja einustu sveit, til að halda sparnaðarfyr- irlestra og kenna fólki að nota sér sem mest þær fæðutegundir sem fást i land- inu sjálfu. Sömuleiðis halda sumar þeirra stutt námskeið í matreiðslu fyrir hús- mæðurnar, sem ríkið og opinberir sjóðir kosta. Á þann hátt kenna þær bæði með fyrirlestrum og verklegum æfingum hús- mæðrunum dýrtíðarmatargerð og annan dýrtíðarsparnað. Einnig hefir aðalstjórn »Kvennaráðanna« í Noregi sent áskorun til húsmæðranna að hjálpa til að bjarga þjóðinni með því að spara alt. í áskor- uninni stendur meðal annars: »Á þessum neyðartímum eru ýmsar hættur sem umkringja oss. Gullstraum- urinn hefir flætt yfir landið, og flutt með sér óhóf og eyðslusemi, svo mismunur- inn í lífsskilyrðunum kemur enn þá meira í Ijós en áður. Sú fórn, sem nú er krafist er að sýna nægjusemi og sparsemi. Það eru þeir eiginleikar, sem ávalt og á öll- um tímum hafa mikið gildi á hverju heimili. Eins og nú stendur á, bex-a þeir vott um sjálfsafneitun auðmannanna, sem mundi hvetja og styrkja fátækari hlutann til að láta ekki bugast af skort- inum og dýrtíðinni. Vér skjótum þvi þessu máli til föður- landsástar allra kvenna vorra, og biðjum þær allar, hverja á sínu heimili og í sinni sveit, eða umhverfi, að sýna bæði hœfi- leika og vilja til að vinna fyrir land sitt með þvi að starfa að þvi, að lifað verði sem einföldustu daglegu lífi, með nægju- semi og sparsemi í hvívetna«.------- Mundum við ekki geta^tekið undir ýmislegt í þessari áskorun? Við vitum ekki enn þá hvað næsti vetur ber i skauti sínu fyrir okkur öll. Enn þá höfum við haft alls nægtir. »En bústu við því illa, því hið góða skaðar þig ekki«, segir mál- tækið. Húsmæðurnar breyttu því hyggi- lega ef þær byggju sig undir enn þá erf- iðari tíma en komnir eru yfir oss. Og þar ættu efnakonurnar að ganga á und- an. Pað mundi haía uppörfandi áhrif og opna augu hinna fyrir hsgttunni, sem er á ferðum.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.